Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 151
— 149 —
1967
meiðslisins, og þykir því tímabært að meta örorku slasaða af völdum
þessa slyss, og telst hún hæfilega metin sem hér segir:
Frá 7. marz 1966 til 30. júní 1966: 100%
— 1. júli 1966 til 9. september 1966: 75%
— 10. september 1966 varanlega: 10%.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá lei'ð,
að beiðzt er umsagnar um varanlega örorku stefnanda vegna slyss þess,
er hann varð fyrir 9. september 1966.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat Stefáns Guðnasonar tryggingalæknis,
eins og það kemur fram í álitsgerð hans, dags. 25. júli 1967.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 24. febrúar
1969, staðfest af forseta og ritara 23. apríl s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar 16. marz 1970 var stefnda, Fiskanes h.f., sýkn-
að af kröfum stefnanda, S. G-sonar, í máli þessu.
Málskostnaður var felldur niður.
3/1969
Bæjarfógetinn á .... hefur með bréfi, dags. 21. janúar 1969,
skv. úrskurði, kveðnum upp í sakadómi .... s. d., leitað umsagnar
Iseknaráðs í sakadómsmálinu nr. 353/1967: Ákæruvaldið gegn G. B-sjmi.
Málsatvik eru þessi:
Með ákæruskjali, útgefnu 9. október 1968, var höfðað opinbert mál
á hendur G. B-syni bifreiðastjóra, .... f.... 1937, fyrir skírlífisbrot
°g brot á lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966 með því að
hafa margsinnis á árinu 1967 haft ýmiss konar kynferðismök við dreng-
inn G. G-son......f...... 1952.
Geðheilbrigðisrannsókn fór fram á ákærða, og framkvæmdi hana
bórður Möller yfirlæknir á Kleppsspítala. Álitsgerð hans er dags. 12.
desember 1967 og hljóðar svo:
„Rannsókn óskast á geðheilbrigði G. B-sonar vegna meints skírlífis-
brots í og með óviðurkvæmilegri áleitni á tæplega 15 ára unglingsdreng.
Upplýsingar þær, sem þessi rannsókn byggist á, eru frá G. sjálfum,
drengnum, sem hann leitaði á, og úr málskjölum, sem ég hef fengið til
hliðsjónar við rannsóknina.