Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 84
1967
— 82
Á skrá í 53 héruðum. Tilfellum fór fjölgandi frá áramótum og urðu
flest í marz, en síðan fór þeim sífækkandi. Þó voru tilfelli skráð í öllum
mánuðum ársins.
Rvík. Faraldur hófst í árslok 1966, en jókst svo jafnt og þétt fyrri
hluta ársins. Flestir voru sjúklingarnir skráðir í marz. Síðan fór að
draga úr mislingunum og máttu heita um garð gengnir í júlí.
Álafoss. Gengu fyrri hluta ársins. Enginn dó.
Akrcmes. Höfðu borizt í héraðið í árslok fyrra árs, og breiddust þeir
hægt út í byrjun, en í marz—apríl voru veruleg brögð að þeim, og í
júní eru skráð síðustu tilfellin. Var veikin í ýmsum tilfellum allþung.
Nokkrir voru bólusettir gegn þeim, einkum börn og svo eldra fólk.
Stykkishólms. Gengu í Grundarfirði í marz og apríl. Náðu engri út-
breiðslu í Stykkishólmi, enda gengu þeir þar árið 1963. Bólusetningu
gegn mislingum fengu um 140 manns. Ekki er vitað, að neinn bólu-
settur hafi fengið veikina, og veikindi af völdum bólusetningarinnar
urðu hvergi mikil.
Þingeyrar. Gengu á árinu. Ekki fátítt, að öll fjölskyldan legðist í
einu. Engir alvarlegir fylgikvillar.
Suðureyrar. Bárust hingað snemma vors, gengu hægt yfir og voru
vægir. Ekki vitað um meiriháttar fylgikvilla.
Blönduós. Komu í héraðið í marz. Nokkuð bar á otitis media, svo og
eitt tilfelli af lungnabólgu og tvö af bronchitis sem eftirstöðvar. Far-
aldur þessi var fremur slæmur. Alls voru bólusettir 291 maður með
góðum árangri og engum eftirstöðvum.
Hofsós. Vægur faraldur í febrúar. Töluvei*t var bólusett.
Ólafsfj. Bárust hingað í júlí og sóttin gengin hjá í lok ágúst. Fremur
vægir.
Dalvíkur. Faraldur í vor, náði sér lítt niðri.
Akureyrar. Voru vægir og engin dauðsföll af þeirra völdum. Nokkuð
hefur verið bólusett gegn mislingum.
Grenivíkur. Bárust hingað tvisvar á árinu, í janúar og svo aftur í
maí.
Vopnafj. Gengu í héraðinu í mest allt sumar. Breiddust hægt
út, enda höfðu um 150 manns fengið bóluefni gegn þeim, ennfremur
var ungbörnum og öldruðum gefið gammaglobulin. Sóttin fremur væg.
Austur-Egilsstaða. Gengu frá því í febrúar og þar til í maí, en ekki
þungur faraldur.
BúSa. Varð lítillega vart í janúar og febrúar.
Hafnarfj. Gengu framan af árinu. Læknar munu hafa bólusett
skjólstæðinga sína, ef óskað var og ástæða talin til, en um almennar
ónæmisaðgerðir mun ekki hafa verið að ræða. Veikin var allútbreidd og
töluvert um fylgikvilla.
Kópavogs. Voru að ganga allt árið, en fóru hægt yfir og voru yfir-
leitt vægir.