Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 169
— 167 —
1967
hrekklaus, aldrei til neinna vandræða. Lauk gagnfræðaprófi 17 ára og
vann síðan lengst af hjá Kf........... á .... og ......... Var góður
starfsmaður á köflum, en vaxandi óstundvísi og óráðvendni gætti
síðustu árin samfara vaxandi áfengisneyzlu. Vegna ábyrgðarleysis í
starfi verður hann fljótlega var vantrausts á vinnustað, reynir að bæta
sig, en tekst ekki nema um tíma, og sækir venjulega í sama horfið
aftur, og verður þetta til að valda honum síauknum áhyggjum. Hann
fékk snemma áhuga á félagslegu starfi og var mörg ár virkur í ýmsum
félögum. Þótti honum takast margt vel, var framtakssamur á köflum
og hugmyndaríkur, en botninn datt gjarnan úr öllu saman. Gerði hann
sér nokkrar vonir um frama í félagsmálum, einkum á stjórnmálasvið-
inu, en þar verður einnig vart ábyrgðarleysis, og á hann vantrausti að
mæta. A. stofnaði til hjúskapar um tvítugt, og virðist það hafa verið
af lítilli fyrirhyggju. Hann var mikið að heiman vegna þátttöku sinnar
í félagsmálum, auk þess hneigðist hann æ meir að áfengi. Olli þetta
vaxandi óánægju í hjónabandi og síendurteknum rifrildum. Reyndu
þau hjónin lengi vel að ræða vandamál sín, en það endaði jafnan með
öðru rifrildi, og loks voru málin ekki lengur rædd. Vaxandi kvíða, spennu
og þunglyndis gætti hjá A. síðustu árin, og kemur þetta fram í ýmsum
líkamlegum kvörtunum, s. s. höfuðverk, og leitar hann oft læknis vegna
þessa. Fékk við því ýmis verkja- eða taugalyf, og lagaðist það aðeins
um tíma. Hann var afskiptaminni, fámálli og þyngri á heimili sínu,
lá gjaman fyrir, en kom þó alltaf vel fram við börn sín að öðru leyti.
Huggunar leitaði A. stöðugt meira í áfengi, leið vel í byrjun
drykkju, en svo kom kvíðinn og þunglyndið, samanber niðurstöður
sálfræðings. Hann drakk oftast orðið einn hér og þar utan heimilis,
lokaði sig af með hugarstríð sitt. Hann varð svartsýnni, fékk oft grát-
köst. I slíku hugarástandi var hann í þessi 6 skipti, sem hann olli
íkveikjum. Fannst honum sem eitthvert dulið afl, sem hann réð ekki
við, fengi sig til þessara verknaða.
Niðurstaða okkar er sú, að A. K-son sé taugaveiklaður maður með
veikbyggðan persónuleika og óþroskað tilfinningalíf. Hann er hvorki
fáviti né geðveikur í þrengri skilningi. Hann hefur misnotað áfengi í
síauknum mæli, sjálfum sér og fjölskyldu sinni til skaða. Hann hefur
og vanið sig á það í vaxandi mæli að afneita öllum vandamálum sínum,
ýta þeim frá sér og jafnvel svo kirfilega, að hann ,,gleymir“ þeim erfið-
ustu (sbr. íkveikjurnar).
Þegar öll atriði eru metin og allar upplýsingar eru komnar fram, er
ekki hægt að sannfærast um það, að þessir verknaðir hafi verið unnir í
eins konar þokuvitund, svo nákvæmlega sem A. getur sagt frá, þegar
hann hefur „fengið minnið“ að nýju. Ekki er heldur hægt að sannfærast
um neitt raunverulegt minnisleysi í þessum efnum, heldur eru yfirgnæf-