Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 147
_ 145 —
1%7
fingri, og vantar um 8—9 cm til, að fingurnir nái lófa. Það er því nær
engin griphæfni í hendinni. ör er um úlnlið eftir aðgerð og á fi-am-
handlegg eftir sár, sem kom á við slysið.
Maðurinn hefur nýlega byrjað vinnu að nýju í Hampiðjunni, þar
sem hann vann áður, og eins og fyrr segir, er höndin lítt nothæf til
annars en stuðnings.
Ályktun: Hér er um að ræða 55 ára gamlan iðnverkamann, sem
slasaðist við vinnu sína fyrir rúmlega einu ári. Við slysið hlaut hann
wikla sköddun á vinstri handlim. Sem afleiðingu slyssins nú hefur hann
skekkju á framhandlegg og mjög mikinn stirðleika í fingrum vinstri
handar.
Vegna slyssins hefur maðurinn hlotið tímabundna og varanlega ör-
°rku, og telst sú örorka hæfilega metin þannig:
I 13 mánuði 100% örorka
I 1 mánuð 75% —
í i _ 50% _
Og síðan varanleg örorka U0°/c“.
Sami læknir ritaði lögmanni stefnanda svohljóðandi bréf 21. sept-
ember 1968:
»,Með bréfi 2. september s.l. óskið þér eftir því, að ég endurmeti
órorku M. K-sonar, samanber örorkumat mitt 15. 12. 1966, þannig að
ijóst verði, hve mikla viðbótarörorku hann hefur hlotið við slys 12. 7.
1965.
Eg hef engar upplýsingar fengið um M. K-son, sem gefa tilefni til
t»ess að endurmeta örorku hans vegna áður nefnds slyss, og er ekki
lyllilega ljóst, hvernig dómari og lögmenn hafa hugsað sér, að slíkt
endurmat færi fram.
Eins og fram kemur í örorkumati mínu frá 15. 10. 1966, þá hafði M.
verið metinn til örorku hjá lífeyrisdeild Tryggingastofnunar ríkisins
Vegna minnkaðrar starfsgetu af völdum ýmissa sjúkdóma og gamals
slyss, en ekki er vitað annað en að vinstri hönd og handlimur hafi verið
fnllkomlega heilbrigð, er hann slasaðist.
Örorkumat M. er gert eftir sömu meginreglum og venja er um ör-
°i'kumat vegna slysa hérlendis og slysið metið til örorku, eins og um
Mheilan mann hefði verið að ræða.“
Enn í’itar sami læknir lögmanni stefnanda bréf, dags. 19. nóvember
1968, svohljóðandi:
»Ég vitna til bréfs yðar frá 9. þ. m. viðvíkjandi örorkumati M. K-son-
ar vegna vinnuslyss í Hampiðjunni 12. 7. 1965.
1 þessu bréfi yðar þá óskið þér eftir, að ég gefi vottorð um það, hver
erorka M. var fyrir slysið 12. 7. 1965 og hver hún var eftir slysið.
Eins og fram hefur komið í örorkumati mínu frá 15. 10. 1966, þá
19