Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 122
1967
120
Grenivíkur. Þrifnaður utan og innanhúss mun víðast allsæmilegur.
Frárennsli frá húsum þyrfti að bæta. Neyzluvatn er gott.
Kópaskers. Undirbúningur að vatnsveitu hafinn á Kópaskeri.
Þórshafnar. Húsakynni mjög misjöfn, allt frá nýjum góðum húsum
með öllum þægindum ofan í lélegustu húskofa, sem engan veginn geta
kallazt mannabústaðir. Allmikið hefur borið á rottum í héraðinu.
3. Sullaveikivarnir.
Hundahreinsun er víða gloppótt. Að öðru leyti þykir ekkert sérstak-
lega frásagnarvert um sullaveikivarnir.
4. Matvælaeftirlit.
Gerlarannsóknarstofa Fiskifélags íslands hefur látið í té eftirfar-
andi skýrslu um rannsóknir sínar á matvælum vegna matvælaeftirlits
ríkisins á árinu:
Til gerlarannsókna bárust Gerlarannsóknadeild Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins 1076 sýnishorn af mjólk, mjólkurvörum, öðrum mat-
vælum, neyzluvatni o. fl., sem tekin voru af heilbrigðisyfirvöldunum
eða í samráði við þau. Sýnishorn bárust frá borgarlækninum í Reykja-
vík (949), eftirlitsmanni lyfjabúða (58), héraðslækninum í Búðardal
(1), héraðslækninum á Breiðumýri (4), heilbrigðisfulltrúanum í Hafn-
arfirði (29), héraðslækninum í Hafnarfirði (2), heilbrigðiseftirliti
Keflavíkur (8), héraðslækninum í Keflavík (1), héraðslækninum í
Laugarási (2), héraðslækninum á Sauðárkróki (6), héraðslækninum á
Vopnafirði (15), héraðslækninum í Vestmannaeyjum (5) og veitinga-
sölu- og gististaðaeftirliti ríkisins (1). Sýnishornin skiptust þannig
eftir tegundum:
Mjólk ......................... 359
Súrmjólk ....................... 47
Rjómi ......................... 134
Undanrenna ................. ... 48
Skyr ........................... 48
Mjólkur- og rjómaís ............ 90
Mjólkurflöskur ................. 27
Vatn .......................... 144
Uppþvottavatn .................. 42
Smurt brauð..................... 18
Álegg ........................... 2
Kæfa ...................r..... 11
Salöt og salatefni.............. 26
Sviða- og svínasulta............ 14
Pylsur .......................... 2