Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 172
1967
170 —
sækja skóla rétt fyrir jól og missti ekki af bekk. Síðan hann slasaðist,
hefur hann ekki þolað skólaleikfimi og ekki stundað íþróttir. Við kom-
una 10. febrúar 1969 kvartaði slasaði um eftirfarandi: Kveðst ávallt
hafa óþægindi í höfði og baki og kveðst ávallt fá höfuðkvalir, þegar
hann fer að reyna eitthvað á sig að ráði. Hefur unnið undanfarin sumur
að nokkru leyti erfiðisvinnu. Slasaði kom aftur til viðtals hjá undirrit-
uðum 25. febrúar 1969, en í síðasta sinn 28. maí 1969. Síðan hann kom
fyrst til skoðunar, hefur hann reynt að vinna sveitavinnu, en varð að
gefast upp við það og vinnur nú létt starf við bílasprautun. Hann
kvartar aðallega um óþægindi í baki og í hægri mjöðm. Kveðst vera
mjög þreyttur eftir daginn, en ekki svo, að hann geti ekki stundað starf
að staðaldri.
Slcoöun: Almennt ástand eðlilegt. tJtlit svarar til aldurs. Við skoðun
á baki þá er ekki að sjá neinar útlitsbreytingar, og hreyfingar í baki
eru eðlilegar. Vöðvastarf virðist eðlilegt. Lasegue neikvæður báðum
megin og ekki einkenni um þrýsting á taugarætur.
Undirritaður sendi piltinn í röntgenskoðun, er hann kom í fyrsta
sinn, og er umsögn röntgenlæknis svohljóðandi:
„Hægri olnbogaliður er eðlilegur. í columna thoracalis sjást osteo-
chondritiskar breytingar. Efsti sacral-bogi er klofinn í miðlínu, en
annars lítur col. lumbo-sacralis vel og eðlilega út, og specielt sjást
hvergi einkenni til fyrri fractur.
Rtg. d: Osteochondritis juvenilis columnae thorac.“
Vegna höfuðóþæginda ráðlagði undirritaður drengnum að fara til
augnlæknis, og það liggur fyrir vottorð .... læknis frá 12. febrúar 1969,
þar sem sjúkdómsgreining er insufficiens accomodationis, en ekki verð-
ur talið, að það sé í neinu sambandi við slysið.
Ályktun: Hér er um að ræða 17 ára gamlan pilt, sem slasaðist fyrir
tæplega 5 árum. Við slysið þá hlaut hann áverka á handlim og mjaðmar-
grindarbrot.
Síðan slysið vai-ð, þá hefur slasaði haft óþægindi í baki og niður í
mjaðmir, einkum hægi-a megin. Hann hefur ekki getað stundað skóla-
íþróttir og ekki tekið þátt í öðrum íþróttum. Hann á greinilega erfitt
með að stunda erfiðisvinnu. Við röntgenskoðun er ekki annað að sjá
en að brotið hafi gróið mjög vel, og í baki finnast breytingar, sem
benda á vaxtartruflanir.
Það verður að telja, að pilturinn hafi hlotið varanlega örorku vegna
slyssins 22. september 1964, og telst sú örorka hæfilega metin 5%.“
Máliö er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er álits á eftirfarandi:
a. Fellst læknaráð á örorkumat læknisins?
b. Ef ekki, hvernig ber þá að meta örorku slasaða?