Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 150
1967
— 148 —
Hóf vinnu um borð í m/s Laxá hinn 9. sept. 1966. Núverandi ástand:
Áberandi meiri sveigja á v. framhandlegg en á þeim hægri. Kraftur
virðist eðlilegur og vöðvar ekki rýrari. Húðskyn eðlilegt. Langatöng v.
handar devierar óeðlilega til hliðar. Hefur svo verið, síðan slysið henti,
og ekki lagazt kraftur í fingrum eðlilega. Slasaði telur, að hann þreytist
fjor í hinum slasaða handlegg og kveðst ennþá fá þreytuverki í hann,
ef hann reynir fast á hann eða tekur skyndilega á.“
Slasaði kom til skoðunar til undirritaðs 7. 4. og 21. 4. 1967. Hann
kvartar um, að hann þreytist óeðlilega fljótt í meidda handlimnum og
segist fá seyðingsverk í hann, einkum við og eftir vissa vinnu, t. d.
við að vinda. Byrjar verkurinn um úlnliðinn og leggur upp handlegg-
inn. Sýnileg sveigja er á vinstri framhandlegg, lateral angulation um
5°. Hreyfingar í liðum limsins eru góðar, nema vantar um 5° í fulla
supination fi'amhandleggsins, og kraftar góðir. Langatöng vinstri hand-
ar, sem einnig meiddist, nær ekki alveg fullri réttingu og er sveigð dá-
lítið til hliðar.
Þá liggur fyrir lýsing á röntgenmynd af hinum meidda handlegg
slasaða, tekinni í röntgendeild Borgarspítalans 11. maí 1967, svolát-
andi:
„Vinstri framhandleggur: 7. 3. 1966 hefur sjúklingur fengið þver-
fracturu í gegnum radiusskaftið, ca. 10 cm distalt við capitulum radii.
Fracturan er þá með corticalisbreiddardislocation ulnart, og í henni eru
tvö intermediafragmina, annað, sem liggur dorsalt og er vinklað um
rúma corticalisbreidd út úr beininu að ofanverðu, og hitt, sem liggur
ulnart og virðist vera án dislocationar. Við kontrollrannsókn 16. 4. er
situs í þessari fracturu óbreyttur, og sést enginn callus. Á röntgenrann-
sókn, sem gerð er 14. 5. 1966, er kominn talsverður endosteal og perio-
steal callus og corticalishakið í fracturunni að útfyllast. Status núna,
11. 5. 1967, er sá, að fracturan er algjörlega gróin og órofið corticalis,
en dálítið þykknað radialt, lítils háttar útbungun á beininu á fracturu-
staðnum, bæði volart og dorsalt, en enginn einkenni um pseud-arthrosu
eða önnur missmíði en það, sem lýst er.“
Slasaði kom enn til skoðunar til undirritaðs 28. júní 1967.
Líðan er að sögn alveg óbreytt í handlimnum, og skoðun er einnig
alveg óbreytt.
Ályktun: Um er að ræða 24 ára gamlan sjómann og verkamann, sem
varð fyrir slysi við vinnu sína á sjó fyrir 1 ári og nær 5 mánuðum síðan
og hlaut þá brot á vinstra framhandlegg og meiðsli á vinstri löngutöng.
Hann var alveg óvinnufær af afleiðingum slyssins til 30. júní 1966 og
vinnugeta hans verulega skert til 9. september 1966. Síðan hafa afleið-
ingar slyssins bagað slasaða nokkuð við vinnu, einkanlega þá, sem beita
þarf vinstri hendi við.
Tæpast er hægt að búast við frekari bata en orðinn er á afleiðingum