Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 133
131 —
1967
II. Berklahæli ........................................ 48 0.2
III. Geðsjúkrahús .................................... 285 1.4
IV. Holdsveikraspítali ................................ 4 0.02
V. Hjúkrunarhæli ................................... 502 2.5
VI. Fæðingarheimili ................................... 32 0.16
Sjúkrahús samtals 2222 11.2
B. Aðrar sjúkrastofnanir
VII. Drykkjumannahæli ................................ 44 0.2
VtlII. Fávitahæli ................................... 189 0.9
Aðrar sjúkrastofnanir samtals 233 1.2
Samtals sjúkrahús og aðrar sjúkrastofnanir 2455 12.3
(Miðað er við 200 þús. íb.)
Af þessari skrá er ljóst, að sjúkrarúmafjöldinn í deildaskiptum
sjúkrahúsum nú er aðeins 4 rúm á hverja 1000 íbúa, en á næstu 3-4
árum má gera ráð fyrir, að hann aukist um 67 rúm í Landspítala, 52
rúm í Borgarspítala og að 64 rúm í Akranessjúkrahúsi dragist frá
tölu almennra sjúkrahúsa án deildaskiptingar og bætist við deildaskipt
sjúkrahús.
1 ársbyrjun 1972 má þannig gera ráð fyrir, að rúm í deildaskiptum
sjúkrahúsum verði orðin 993. Ef miðað er við svipaða fæðingatíðni
°8' nú er, verða það um 4.6 rúm á hverja 1000 íbúa. Einnig má þá gera
ráð fyrir, að eitthvert þeirra almennu sjúkrahúsa án deildaskiptingar,
sem nú eru í endurbyggingu utan Reykjavíkur, t. d. Sjúkrahús Húsa-
víkur eða Vestmannaeyja, verði þá komið í notkun, svo að ekki verði
í'ækkun sjúkrarúma í þeim sjúkrahúsaflokki.
Sjúkrarúmaþörf.
Ýmsar þjóðir hafa, einkum á undanförnum tveimur áratugum, reynt
að gera athugun á þessu viðfangsefni, og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur látið málið nokkuð til sín taka. Óskir og kröfur þjóða eru á þessu
sviði mjög mismunandi. Fer það að nokkru eftir menningarástandi
hverrar þjóðar, velmegun hennar og læknafjölda, ennfremur almennri
heilbrigði, fæðingatíðni, aldursskiptingu og langlífi. Eru Norðurlanda-
þjóðirnar hér að öllu leyti eðlilegastar til samanburðar við okkur. Á
öllum Norðurlöndunum hefur þessu vandamáli verið mikill gaumur
gefinn, en þó einkum í Svíþjóð, sem ótvírætt hefur forystu um athug-
anir á þessu sviði meðal Norðurlanda.