Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 118
1967
— 116 —
í eftirfarandi yfirliti: 23 lyfjafræðing'ar (cand. pharm.), 17 karlar og 6
konur, 23 aðstoðarlyfjafræðingar (exam. pharm.), 5 karlar og 18 kon-
ur, 6 lyfjafræðistúdentar (stud. pharm.), 2 karlar og 4 konur, og
annað starfsfólk 211 talsins, 18 karlar og 193 konur, eða samtals 263
karlar og konur. Nokkuð skortir enn sums staðar á, að ákvæðum 36.
gr. lyfsölulaga nr. 30 1963, um að lyfsala til aðstoðar skuli vera a. m. k.
einn lyfjafræðingur, sé fullnægt.
Húsakynni, búnaður o. fl.: Nokkrar breytingar urðu á árinu, að því er
húsakynni og búnað snertir. Ein lyfjabúð flutti í nýtt húsnæði, bygg-
ingu annarrar miðaði vel áfram, og byggingarframkvæmdir voru hafn-
ar við þá þriðju. Allvíða voru ýmsar endurbætur framkvæmdar á húsa-
kynnum og nýrra tækja aflað.
Rannsóknir á lyfjum o. fl.:
1. Gerlarannsóknir: Aðaláherzla var að þessu sinni lögð á að athuga,
hversu mikið af gerlum væri að finna í plastílátum, sem nú er mikið
farið að nota undir lyf í lyfjabúðunum, en ílát þessi, sem yfirleitt eru
framleidd hérlendis, munu að jafnaði ekki hreinsuð sérstaklega, held-
ur notuð eins og þau berast frá seljanda. Sæfingarpróf var framkvæmt
á 54 plastílátum úr 25 lyfjabúðum, og reyndist gerlagróður nokkur í 6
ílátum (11%) og auk þess mygla í einu þeirra.
2. Eftirlit með lyfjum, er fyrnast við geymslu: Ófullnægjandi eftir-
lit með lyfjum þessum gaf tilefni til athugasemda í 13 lyfjabúðum.
Bækur og færslur þeirra: Fyrirskipaðar bækur, sbr. 6. gr. augl. nr.
197 19. sept. 1950, voru yfirleitt vel færðar, en í öllum lyfjabúðunum,
utan 9, gaf þó ónákvæmni í færslum, sem oftast var smávægileg, tilefni
til athugasemda. Þó var í einu tilviki um langvinna vanrækslu að ræða
í færslu vörukaupaskrár.
Regluger&ir: Hinn 8. júní 1967 gekk í gildi reglugerð um breyting á
reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja nr. 30 16. maí 1966.
Notkun ómengaðs og mengaðs vínanda: Samkvæmt upplýsingum
Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins öfluðu lyfjabúðirnar sér neðan-
greindra áfengislyfja á árinu, svo sem hér segir. Magnið er gefið
upp í kg:
1967 1966
Alcohol absolutus .................................... - 7
Spiritus alcoholisatus .............................. 2095 1984
— acidi borici ................................. 99 81
— bergamiae ................................... 262 253
— denaturatus ............................... 13212 11764
— lavandulae ................................... 54 72
— mentholi ................................... 2178 2257
Glycerolum 1+ Spiritus alcoholisatus 2 .... 687 750
Aether spirituosus ................................... 379 340
— — camph............................ 59 74
Tinctura pectoralis ................................. 2346 2702