Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 157
— 155 —
1967
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráös:
Læknaráð fellst á það álit Þórðar Möller yfirlæknis, að ákærði sé
sakhæfur.
Þrátt fyrir lága greind sakbomings telur læknaráð ekki útilokað, að
einhver refsing kunni að bera árangur, þar eð hann virðist ekki i eðli
sínu kynvilltur.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 24. febrúar
1969, staðfest af forseta og ritara 23. apríl s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms .... 15. júní 1970 var ákærði, G. B-son dæmdur
1 eins árs fangelsi skilorðsbundið og honum gert að greiða allan kostnað sakarinnar.
4/1969
Bjarni K. Bjarnason borgardómari í Reykjavík hefur með bréfi,
dags. 4. febrúar 1969, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykja-
víkur 31. janúar s. á., á ný leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr.
1041/1966: R. H. gegn 0. H-syni, Á. H. og Sjóvátryggingarfélagi Is-
Jands h.f.
Málsatvik eru þessi:
1- Þau, er greinir í úrskurði læknaráðs nr. 6/1967.
2. Eftir að málið var afgreitt í læknaráði hinn 6. desember 1967, hafa
verið lögð fram á bæjarþingi Reykjavíkur þessi vottorð:
1- Vottorð Árna Björnssonar læknis, dags. 9. maí 1968, svohljóðandi:
_»,Frá því síðasta vottorð var gefið út hinn 3. 6. 1965, hefur R. H..
Kópavogi, legið inni á handlæknisdeild Landspítalans frá 2. 3. 1966 til
7- 3. 1966.
1 þeirri legu var gerð aðgerð á táragöngum á vinstra auga. Sú aðgerð
heppnaðist vel, þannig að tárarennsli úr auganu er nú ekki meira en
eðlilegt er.
Að öðru leyti er ástand algeriega óbreytt. Um er því að ræða varan-
eS andlitslýti, sem ekki eru líkur til, að bætt verði með frekari að-
Serðum.“
2. Vottorð Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, dags. 14. ágúst
1968, svohljóðandi:
>>Viðvíkjandi R. H., f.... 1948. Ég vitna til bréfs yðar frá 7. júní
1968 og bréfs míns frá 22. júlí 1968.
Ofannefndur maður kom til viðtals hjá undirrituðum 12. 8. 1968.
Bann skýrði frá því, að tárarennsli úr vinstra auga hafi minnkað
n°kkuð við aðgerð þá, er gerð var á táragöngum og til er vitnað í vott-
°rði Árna Björnssonar læknis frá 9. 5. 1968, en telur hins vegar, að