Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Síða 5

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Síða 5
FJARÐARFRÉTTIR 5 — segir Arnar Klemensson, sem er umst á um forustuna allt hlaupið en ég vann á síðustu metrunum. Áður en við fórum til Finnlands var haldið íslandsmót á Akureyri og þar vann ég 100 m hjólastólarall. Ég telst því víst íslandsmeistari í þeirri grein. Á keppnisstólnum mínum kemst ég á 45 km hraða niður brekku en um 30 á jafnsléttu. Á þeim gamla kemst maður ekkert að ráði. Hvernig er með skemmtanir? Ég fer á skemmtanir í skólanum þegar þær eru. Það hefur verið ágætt. Maður hefur verið að spá í að læra að dansa en ég veit ekki hvort ég legg í svoleiðis. Maður er svo feiminn, en þú ferð ekkert að skrifa um það. En maður á erfitt með að losa sig við feimnina, eða þannig. Framtíðin? Ég er ekkert farinn að spá í hana. Ég ætla þó örugglega að halda áfram að æfa íþróttirnar. Maður verður líka að reyna að standa sig vel í skólanum, hvað sem verður með framhaldið. Eitt er þó þræl- skipulagt hjá mér. Þó mér líði alveg prýðilega hérna þá fer ég heim um jólin, jafnvel þó ég þurfi að fara alla leið í hjólastólnum. landi sl. sumar. Ég varð steinhissa en var samt fljótur að segja já. Ég hafði aldrei komið út fyrir lands- steinana áður. Það voru um 150 þátttakendur á mótinu. Ég tók þátt í kúluvarpi úr hjólastól og tókst að vinna það. Ég keppti líka í hjóla- stólaralli bæði í 100 og 400 metrum og varð í öðru sæti í báðum. Ef ég hefði verið búinn að fá keppnisstól- inn minn sem ég á núna þá hefði ég örugglega unnið 100 metrana. Það munaði svona Zi metra á mér og fyrsta manni. íslendingar sendu líka boðsveit í Boccia og við urðum í 2. sæti. I boðhlaupinu urðum við líka í 2. sæti og ég var með þar. ís- lenska liðið fékk mjög góða dóma og ég held að við höfum komið mjög á óvart. Mér finnst þessi ferð ógleyman- leg og ég vona sannarlega að maður fái tækifæri til þess að fara aftur svona ferð. Eftir að ég kom frá Finnlandi hef ég lítið keppt. Ég var þó með á haustmóti i Kópavogi og keppti þar í hjólastólaralli, 100 og 400 m. Ég vann í bæði skiptin. Ég var í 3. sæti í kúluvarpi. Þarna kepptu fullorðn- ir menn með, alveg um tvítugt. Ég vinn þá seinna. Það var dúndur- keppni í 400 m rallyinu. Við skipt- nánast lamaöur á fótum Hann heitir Arnar Klemensson og er fæddur og uppalinn á Seyðis- firði. Aldurinn er ekki hár, 15 ár. Hingað til Hafnarfjarðar kom hann í haust til þess að stunda nám í 9. bekk Öldutúnsskóla. Mörgum þykir sjáifsagt ofanrit- aðar upplýsingar ekki í frásögur færandi. En því má bæta við að drengurinn státar af einum Norður- landameistaratitli og íslandsmeist- aratitli þá er skýring komin á við- talinu. Arnar er fæddur með klof- inn hrygg og nánast lamaður á fót- um. Hann hefur stundað skóla á Seyðisfirði með jafnöldrum sínum og tekið þátt í flestum greinum skólastarfsins, ekki síst leikfimi. Hann dvelur nú hjá móðurbróð- ur sínum í vetur, Stefáni Björgvins- syni og konu hans Huldu Ólafs- dóttur, að Klausturhvammi 17. „Ég er tilfinningalaus fyrir neðan hné og báðir fæturnir eru spelkaðir. Það var samt fyrst í fyrrasumar sem ég fékk hjólastól. Ég hef notast við stafi og geri það auðvitað að mestu enn. Það er bara þegar ég er að fara eitthvað langt sem ég nota stólinn. Maður æfist í að nota stafina til hjálpar og ég hef getað verið með t.d. í leikfimi og mér þykir gaman í leikfimi. Maður stekkur náttúrlega ekki yfir hestinn en reynir við flest annað“ Það er greinilegt að Arnar er ekkert beiskur þegar hann talar um fötlun sína. „Nei, ég er ekkert beiskur. Það þýðir sko ekkert. Ég reyni að taka þátt í öllu sem ég mögulega get. Það er líka heilmikið gert fyrir mig, og þó dagurinn sé stundum lengi að líða þá finnst mér oftast bráð- skemmtilegt að vera til. Og hvernig líður svo dagurinn? Ég vakna um 7 leytið og fer að út- búa mig í skólann, festa á mig spelkurnar og svoleiðis. Yfirleitt fer ég labbandi því ég bý svo stutt frá skólanum. Þetta er svona 5 mín- útna gangur. Skólinn gengur sinn vanagang, misjafnlega gaman eins og gengur. Krakkarnir eru fínir og mér finnst ágætt að vera með þeim. Ég reyni að læra eitthvað strax og ég kem heim úr skólanum, hvort sem þú trúir því eða ekki. Heima spila ég og tefli þegar tími er til. Hulda og Stebbi eru æðislega hress og vilja allt fyrir mig gera. Mér finnst tím- inn fljótur að líða þegar maður hef- ur eitthvað fyrir stafni. Oftast hef ég nóg að gera. Stundum leiðist manni, fær kannski heimþrá. Það er eins og gengur með alla. En það er nú frekar sjaldan. Þú stundar íþróttir af kappi? Ég er í lyftingum og æfi svo frjálsar íþróttir, helst kúluvarp og kringlukast. Ég fer svona tvisvar í viku og er svona tvo tíma í einu. Það er stutt síðan ég fékk áhuga á íþróttum. Það var kynningarmót á Egilsstöðum í fyrra og kunningi minn kom mér í þetta. Ég fór að æfa heima á Seyðisfirði og æfði mig fyrst og fremst í hjólastólnum. Ég var eiginlega nýbúinn að fá hann svo þetta var ágætt að æfa sig í að fara með hann. Einu sinni lá nú við að illa færi. Maður komst náttúr- lega ekkert áfram því þetta var nú enginn keppnisstóll sem ég var á. Jæja, ég fór í eina brekkuna og lét mig húrra niður. Ætli ég hafi ekki komist í 30 km hraða. Neðst var stansmerki, en ég var nú ekkert að hugsa um það. Auðvitað þurfti lög- reglubillinn einmitt að fara framhjá rétt í þessu og ég ók náttúrlega á hann. Þeir út með það sama og ég var auðvitað hundskammaður. Lá við að ég missti réttindin. Nú ég var að æfa mig þarna um sumarið og sl. vetur. Þegar ég var svo heima í vor þá hringir síminn. Mamma svarar og þá er þar komin kona Ómars Ragnarssonar. Þau eiga fatlaðan son sem ég þekki. Hann hefur sagt mömmu sinni frá mér, því hún vildi endilega að ég færi með hópnum sem átti að taka þátt í Norðurlandamótinu í Finn- „Ég ætla örugglega að áfram aö æfa íþróttir

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.