Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 15

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 15
FJARÐARFRÉTTIR 15 meiri reynslu af þess háttar kennslustarfi af veru minni vestra. Tilviljun réð að ég var svo bóka- vörður eitt ár eftir að Ólafur hætti. Mér veitti ekki af að vinna mikið því fram undan var dýrt framhalds- nám. Ég átti hlut að byggingu bóka- safnshússins við Mjósund. Ég var þá formaður bókasafnsstjórnar sem var byggingarnefndin og að hálfu leyti bæjarfulltrúi eða 1. vara- maður í meirihlutanum. Ég setti metnað minn í að koma upp þessu fyrsta sérbyggða nýtískualmenn- ingsbókasafnshúsi á landinu og ég naut þess hvað ég átti innangengt í bæjarstjórninni. Búið var að teikna einnar hæðar hús þarna á lóðinni en okkur í bókasafnsstjórn fannst það fjarstæða að byggja svo lítið hús. Ég fór í fjárhagsráð og fékk leyfi fyrir annarri hæð sem við svo leigðum Iðnskólanum til að afla fjármuna fyrir útbúnað bókasafns- ins. Það voru hæg heimatökin, ég var þá orðinn formaður skóla- nefndar Iðnskólans! Við Anna Guðmundsdóttir sem þá var orðin bókavörður eftir mann sinn látinn settum metnað okkar í að gera safn- ið sem best úr garði. Við settum líka metnað okkar í að það yrði opnað á hálfrar aldar afmæli kaupstaðar- ins 1958. Það tókst með herkjum og ég held ýmsir bæjarstjórnarmenn hafi alls ekki gert sér grein fyrir því hvað nýja safnið var í raun merkileg stofnun fyrr en norrænu gestirnir fóru að dást að því! Mér var það einnig mikið gleðiefni að ég átti sem bókafulltrúi ríkisins hlut að skipu- lagningu efri hæðar bókasafns- hússins og gat gaukað í það fáein- um krónum. Og þá er ég kominn að bókafull- trúanum! Jú, jú, ég kunni vel við mig í því starfi og þekkti öll vanda- mál sem þá var við að etja. Það hafa aldrei verið til nógir peningar í bókasöfn á íslandi! Annars tók ég að mér embætti bókafulltrúa ríkis- ins að beiðni menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, eða öllu heldur ég gerði það fyrir flokkinn. Benedikt Gröndal sem þá var vara- formaður flokksins ef ég man rétt þurfti að fá embætti, þingmanns- launin þóttu þá harla lág. Mennta- málaráðherra taldi sig ekki geta veitt honum bókafulltrúastarfið en hann var fjölmiðlamaður og hafði eitthvað fengist við að láta gera kvikmyndir svo að ráðherra taldi allt i lagi að hann yrði forstöðu- maður kvikmyndasafns. Hann bað mig því að skipta um starf og raun- ar þeir báðir. Og ég gerði það, mér var alls ekki þvert um geð að starfa í þágu bókasafna. Á þeim næstum hálfum öðrum áratug sem ég var forstöðumaður Fræðslumyndasafns og bókafull- trúi ríkisins voru samskipti mín við starfssystkini og stofnanir erlendis mjög lærdómsrík og ánægjuleg. Árlega voru filmuvikur í ýmsum löndum álfunnar og þær voru eins konar námskeið í gerð, vinnslu, gildi og dreifingu fræðslumynda. Samvinna bókafulltrúanna á Norð- urlöndum var náin og skemmtileg og þeir héldu tvisvar fundi hér á landi í minni tíð. Þetta var sannar- lega lærdómsríkt tímabil. En ef við snúum okkur nú að pólitíkinni. Hver voru fyrstu af- skipti þín á þeim vettvangi? Ég var pólitískur frá fermingar- aldri, gekk um það leyti í F.U.J. og var orðinn ritari þess félags þegar ég var í Flensborg, sjálfsagt innan við þann aldur sem reglur sögðu til um. Ég var þannig áhugasamur um póli- tík frá unga aldri en ég var held ég aldrei neinn verulegur pólitíkus, enginn pólitískur streðill. Ég var oft skeleggur bardagamaður í ræðu og riti en kosningasmali var ég aldrei, fannst alltaf fáránlegt að segja þyrfti fólki hvað það ætti að kjósa. Þess vegna hef ég verið fylgjandi því að banna persónulegan áróður og sekta fólk fyrir að kjósa ekki. Mér hefur alltaf fundist hróplegt að segja þurfi fólki hvaða skoðanir það eigi að hafa. Hins vegar hef ég sjálfur oft verið fastur fyrir og vitað hvað ég hef fyrir satt þótt ég hafi aldrei verið sérlega vel rækur í flokki. Ég hef verið sósíaldemó- krati og félagshyggjumaður síðan ég komst til vits og ára og verð það vafalaust til loka. En pólitíkin átti ekki alltaf við mig og þá var gott að vera kennari og rithöfundur. Yfir- leitt var leitað til mín að vera í nefndum og þess háttar störfum, það féll mér aldrei að keppa um slíkt við félaga mína. Ég lenti eitt kjörtímabil næstum inn í bæjar- stjórn, var 1. varamaður en lét næsta varamann mæta eins oft. Ég hafði ekki áhuga á að vera í bæjar- stjórn þótt mér væri boðið öruggt sæti á lista árið 1958. Ég var líka á framboðslista til Alþingis einum tvisvar sinnum, flaut meira að segja inn á Alþing í tvær eða þrjár vikur eitt árið. Ég er líklega eini þing- maðurinn sem setið hefur á þingi án þess að hafa sæti! Ég var vara- maður Emils Jónssonar ráðherra á þingi og átti sæti í neðri deild. Þá var laust sæti handa mér. Svo var fundur i Sameinuðu þingi, þá var hvert sæti skipað í salnum nema ráðherrasætið og ekki mátti ég sitja þar. Ég fékk svo bara stól í hliðar- herbergi og undi mér ágætlega! En ég kunni ekkert vel við mig á Alþingi og hafði engan metnað til þess hlutskiptis. Síst af öllu vildi ég berjast fyrir sæti þar og slag í próf- kjöri gat ég alls ekki hugsað mér. Ég hafði ekki lund eða skaphöfn til að berjast við félaga mína, kunningja og vini um sæti á framboðslista, mér fannst það hreinlega fráleitt. En ég hafði að sjálfsögðu alltaf metnað á öðru sviði og næg verk- efni. En voru ekki átökin sneggri í pólitíkinni hér í bænum áður fyrr og blaðaútgáfa flokkanna líflegri? Jú, ekki verður því neitað. Það var hart barist. En allir komu nú að mestu leyti óskaddaðir út úr því. Það var samt heitt í kolunum og stundum meira en góðu hófi gegndi. En oftast var þó reynt að sneiða hjá persónulegum illmælum eða svívirðingum. Ég skrifaði stundum í kosningablöð og stýrði sumum en ég gat aldrei fengið mig til að skamma menn persónulega, ég vildi halda mér við orð þeirra og gerðir. Og eftir að ég fór að kynnast börnum andstæðinga minna í pólitík fannst mér ég verða mildari í þeirra garð. Ég man eftir því að eitt sinn þegar einn félaga minna var að segja eitthvað miður fallegt um andstæðing okkar og smurði vel á að mitt viðbragð var: „Hann getur ekki verið svona afleitur, hann á svoddan indælis telpu“. Stundum var vegist í vísum. í alþingiskosningunum 1934 var mikill handagangur í öskjunni eins og oft í kosningaslögum á þeirri tíð. Þeir voru í kjöri bæjarfulltrúarnir Þorleifur Jónsson ritstjóri Hamars og Emil Jónsson bæjarstjóri. í her- búðum jafnaðarmanna þótti mönnum Hamar gerast helst til djarfur í að eigna sínum mönnum afrek sem þeir ættu engan hlut að. Þá birtist þessi vísa í Alþýðublaði Hafnarfjarðar og mun hafa verið eftir Hannes Jónsson frá Spákonu- felli þótt ekki væri þess getið: Ihaldið nú ygglir brá — eins og dœmin sanna, flýgur stolnum fjöðrum á fram til kosninganna. í næsta Hamri kom svo kosn- ingavísa sem eins konar svar við þessari og hefur Þorleifur vafalaust ort hana en hann var ágætur hag- yrðingur eins og kunnugt er: Kjósið ekki á þingið þremil, þann sem vill á frelsið hemil, lœrissveininn litla Emil I^enins karls við fótaskemil. Þá var ekki ennþá gerður svo mikill munur á krötum og komm- um. En þótt vísan sé góð og raunar talsverð rímþraut varð hún ekki að áhrínsorðum; Emil fékk sjaldan betri kosningu en í þetta sinn. Þú sast mörg ár í fræðsluráði. Hvers er helst að minnast þaðan? Já, ég var í fræðsluráði um tutt- ugu ára skeið. Þaðan er margs að minnast. Á þessu tímabili gerðist margt í skólamálum bæjarins og ég held að reynsla skólamannsins hafi komið mér að gagni í störfum mínum í ráðinu. Nýir skólar voru reistir og tóku til starfa, eldri skól- um var breytt o.s.frv. Vissulega voru stundum skiptar skoðanir en þegar upp er staðið finnst mér að oftast hafi mál verið leyst með samkomu- lagi. Ég var lengst í minnihluta í fræðsluráði sem svo er kallað en ég fann aldrei mikið fyrir því. Og það mega félagar mínir og flokksbræð- ur, sem kusu mig í ráðið, eiga að þeir létu mig afskiptalausan og sögðu mér aldrei fyrir verkum. Það er þakkarvert af manni sem aldrei hefur átt gott með að taka við fyrir- skipunum þótt hann sé kannski sæmilega samvinnuþýður ef allt fer með felldu. Ég var einnig formaður skólanefndar Iðnskólans í nær ald- arfjórðung, skipaður af einum þremur ráðherrum að mig minnir. Mér er ljúft að minnast þess að þótt oft hafi verið þungt fyrir fæti í mál- efnum skólans og talsvert þurft að basla efldist hann samt á þessu tíma- bili að miklum mun, bæði á bók- lega og verklega sviðinu, og er nú meðal virtustu iðnskóla landsins. Störf þín hjá Hjartavernd eru ekki á allra vitorði. Hve lengi hefur þú unnið þar? Það mun hafa verið vorið 1971 að formaður Hjartaverndar, dr. Sig- urður Samúelsson, hringdi til mín

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.