Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Síða 18

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Síða 18
18 FJARÐARFRÉTTIR Söngurinn göfgar sálina Rætt við Guðnýju Árnadóttur Við fregnuðum að ung stúlka, Guðný Árnadóttir, væri við söng- nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Vakti það áhuga okkar á að fræðast nánar um það hvers vegna fólk legði út á þá braut. Eins fýsti okkur að vita hvernig svona nám færi fram og um aðdragandann. Við áttum því stutt spjall við Guðnýju og fer það hér á eftir. Ekki gamall draumur að læra að syngja ,,Eg hef alltaf haft sérstaka ánægju af söng. Á heimili mínu hefur söngur og tónlist alltaf verið í hávegum höfð. Frá því ég var smástelpa hef ég sungið í kór. Á ég þar við kór Þjóð- kirkjunnar. Ég er ennþá í kórn- um en hef þó gert hlé á milli svona við og við. Þá hef ég alltaf saknað söngsins sérstaklega um jólin. Það að læra að syngja var ekki gamall draumur sem nú er að rætast. Þvert á móti. Ég söng lengi í kirkjukórnum og fannst ég ekki gera neitt gagn. Síðan varð ég mér úti um tilsögn til þess að ég gæti sungið skamm- laust. Eftir því sem ég lærði meira fannst mér ég kunna minna svo þetta endaði eigin- lega þannig að ég gat ekki hætt. Það má segja að ég eigi það Páli Kr. Pálssyni að þakka að ég er nú í söngnámi. Hann hvatti mig eindregið til þess að læra og aðstoðaði mig á allan hátt. Hann kom mér í samband við Rut Magnússon. Ég hafði ailtaf verið mjög hrifin af hennar söng. Hún tók mig í nokkra tíma til reynslu og hvatti mig síðan til að halda áfram og fara í nám. Og það varð úr. Syngjandi frönsku- kennari * Eg hóf söngnámið 1982. Það má segja að ég hafi byrjað frekar seint. Ég var búin að Ijúka B.A. prófi í frönsku og sálarfræði frá Háskóla íslands þegar ég byrj- aði. Ég hef alltaf unnið með skól- anum þangað til í vetur. Ég kenndi 2 vetur frönsku í Flens- borg en núna helga ég mig ein- göngu söngnáminu og syni mínum. Ég hafði orðið engan tíma fyrir hann, var á eilífum ferðalögum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Söngnámið er nefnilega heljarmikil vinna. Tímarnir eru margir og fjöl- breyttir. Einn söngtími er á viku og annar sem kallast undirleiks- tími. Þá er spilað undir sönginn. Aðra hverja viku er samsöngur. Þá syngjum við nemendurnir hver fyrir annan og fáum svo gagnrýni. Það er alveg nauðsyn- legt. Einn tími er í hljómfræði, tveir í tónheyrn og tveir tímar í tónlistarsögu í hverri viku. Síðan er píanónám skyldu- grein með söngnáminu. Ég hafði svolitla undirstöðu, var búin að læra svolítið á píanó sem krakki en hafði þá hætt. Ég sé mikið eftir því núna að hafa ekki haldið áfram þá. * Ibúðir í nágrenninu fallið í verði Svo má ekki gleyma stórum þætti námsins. Það eru æfing- arnar heima. Mjög lítil aðstaða er í skólanum til æfinga. Mér hefur verið strítt á því að íbúðir í ná- grenninu þar sem ég bý hafi fall- ið í verði eftir að ég byrjaði að syngja heima við. Ekki veit ég nú hvað hæft er í því en núna hef ég aðstöðu til að æfa mig í Þjóð- kirkjunni bæði sönginn og píanóleikinn. Það er mjög gott, þar hef ég algjört næði og þar er líka sérstakt andrúmsloft. Ég syng altrödd og sagt er að þær taki seinna við sér en sópranraddir. Kannski er það þess vegna að ég byrjaði svona seint á þessu. Þegar ég byrjaði að læra hvarflaði ekki að mér að ég myndi nokkurn tíma getað náð sumum tónum sem ég næ núna. Þetta sýnir að allt virðist hægt með æfingunni. Stefni á einsöngs- tónleika 1987 Pegar ég byrjaði fór ég í undirbúningsdeild í eitt ár. Þaðan lauk ég 5. stigi. 6. stig tók ég næsta vetur á eftir og ætla mér að taka 7. stig annað hvort fyrir eða eftir áramót. Ég held að enginn sem fer inn í Tónlistarskóia Reykjavíkur í söngnám fari þar inn án alls undirbúnings. Minn undirbún- ingur var kórsöngurinn og það sem ég hafði lært í píanóleik. Lokastigið í söngnáminu er 8. stig. Þegar því er lokið get ég .. haldið áfram í einsöngspróf. Ég er nú ekki farin að hugsa svo langt. Ég stefni á 8. stigið vorið 1987. Þá velur maður efni með aðstoð kennarans og heldur síðan einsöngstónleika. Þeir eru opnir almenningi. Ljóðasöngur á frönsku er mitt uppáhald Pegar 7. stigið er tekið þarf líka að syngja mörg einsöngslög. Það eru ekki opnir tónleikar. Það þarf því að læra mörg lög og marga texta á ýmsum tungu- málum. Ég hef mjög gaman af að syngja á frönsku, þá aðallega ljóðasöng. Mér finnast ljóðin skemmtilegust. Ég held að það sé algengur misskilningur hjá fólki að halda' að það sé miklu auðveldara að syngja Ijóð en óperur. Ég hef allt aðra skoðun. Það er miklu erfið- ara að syngja veikt en sterkt og Ijóðin krefjast sérstakrar túlk- ungr. Það liggur mikil vinna að baki eins lítils ljóðs sem sungið er. Framtíðin óráðin. Frakkland draumalandið. Eg tel mig hafa verið mjög heppna að fá Rut Magnússon sem kennara. Hvað ég geri er ég lýk námi hér? Það er alveg óráð- ið. Það er endalaust hægt að læra eitthvað nýtt í söngnum. Að sjálfsögðu langar mig að komast til útlanda til frekara náms. Þá er Frakkland draumalandið. En allt er þetta mjög mikil vinna og hvað verður læt ég ráð- ast. Ég hef engin ákveðin áforM í huga sem stendur.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.