Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Side 20

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Side 20
20 FJARÐARFRÉTTIR Hvers konar smíði lagðir þú áherslu á í byrjun? Silfrið heillaði mig mikið til smíða og ég byrjaði feril minn á sérstæðri skartgripaframleiðslu, með stórkostlegt úrval af íslenskum steinum eins og íslenskum opal, jaspis og hrafn- tinnu sem efnivið. Þetta fékk strax gífurlega góðar undirtektir allt frá því að fyrsti kúnninn steig inn í verslun mína á Austurgöt- unni og er vinsælt enn í dag. Hafnfirðingar og íbúar í ná- grannabæjunum hafa sýnt þessu mikinn áhuga og veit ég ekki dæmi þess að fólk hafi annars staðar sýnt eins mikinn áhuga og ánægju af íslenskum steinum í silfri og gulli. Pessi smíði hefur samt ekki nægt til að standa undir rekstrinum? Nei, ég gat ekki setið og smíðað silfur-skartgripi enda- laust fyrir verslun mína. Fólk kom til mín og fékk sérsmíðaða hluti úr gulli og silfri og valdi sér náttúrusteina að eigin geðþótta eða kom jafnvel með sína eigin steina. Viðgerðarþjónustu sinnti ég einnig mikið og geri enn í dag enda er hún fastur liður í vinnu hvers gullsmiðs því skartgripir slitna við notkun eins og hver önnur nytjalist. Hefurðu tekið þátt í sýningum? Eg hef nokkrum sinnum farið út fyrir bæjarmörkin og tekið þátt í samsýningum gull- smiða, meðal annars í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1979. Þar héldu gullsmiðir upp á 75 ára Með góömálmum og eðalsteinum Rætt við Láru Magnúsdóttur Lára Manúsdóttir hefur stundað gullsmíði í rúman áratug hér í Hafnarfirði, og hefur vakið athygli fyrir margan fagran og listrænan gripinn. Síðustu árin hefur hún ásamt Stefáni B. Stefánssyni rekið Demantahúsið að Reykjavíkurvegi 62, en áður starfrækti Lára verzlun og verkstæði í gömlu timburhúsi að Austurgötu 3. Fjarðarfréttamenn heimsóttu Láru nýverið og forvitnuðust um feril hennar og leituðu svara við nokkrum spurningum. Lára nam gullsmíði hjá Andrési Bjarnasyni gullsmíðameistara á árunum 1970-1974. Hún er uppalin í Hafnarfirði og hugur hennar stefndi alltaf að því að opna sitt eigið fyrirtæki hér suður frá sem og hún gerði. Verslunina og verkstæðið opnaði hún 1. des. 1974 eftir að hafa skrapað, málað og tekið húsnæðið í gegn og innréttað það. Ekki var vörulagerinn stór í fyrstu enda mörg járn í eldinum og gull- og silfur- málmar ekki það ódýrasta sem hægt var að fá til vinnslu. — En hefjum nú spjallið. afmæli Félags íslenskra gull- smiða og má segja að það hafi verið hálfgerð yfirlitssýning, enda margt fagurra gripa að sjá. íslenskir gullsmiðir hafa verið frekar íhaldssamir og mikið fyrir að skapa sinn eigin stíl og þar af leiðandi ekki blandast mikið erlendum áhrifum. Til að gefa fólki betri innsýn í það sem við erum að gera dags daglega og Kvengullsmiðir létu því ekki sitt eftir liggja og tóku þátt í list- sýningu kvenna að Kjarvalsstöð- um 1980 og vorum við sjö kven- gullsmiðir sem sýndum list okkar. Eftir þessar utanbæjarsýning- ar gafst mér tækifæri til að sýna skartgripi hér í Hafnarfirði á 75 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar á samsýningu sem haldin var í Há- holti 1983. Varð mikil breyting við stofnun Demantahússins? Eftir níu ára ánægjulegt samfellt starf sem ég átti á Aust- urgötunni, við mína hafnfirsku viðskiptavini, færði ég út kví- arnar og stofnaði Demantahúsið að Reykjavíkurvegi 62 árið 1984 ásamt Stefáni B. Stefánssyni silfur- og gullsmið. Þar getum við boðið Hafnfirðingum upp á ennþá betri þjónustu og stærra vöruúrval, meðal annars í demöntum og demants-skartgripum, sem ryðja sér mjög til rúms hér heima eins og úti í hinum stóra heimi. Hvað eruð þið fyrst og fremst að fást við núna? Við sérhæfum okkur mikið í smíði á demanta-hvítagulls- skartgripum og notum einnig mikið af öðrum eðalsteinum og þá ekki síst perlur og íslenska steina sem átt hafa hug minn undanfarin ár og við héldum áfram á þessari braut. I fyrra- haust komum við með nýjung þegar við héldum fyrstu eðal- steinasýningu með skartgripum hér á landi. Hún vakti slíka eftir- tekt og ánægju á Stór-Reykja- víkursvæðinu að annað eins hafði ég ekki getað ímyndað mér. Eitthvað í lokin, Lára? eins það að árin líða ótrúlega hratt og sá tími er ég hef starfað hér á verkstæði mínu hefur verið mér það mikil ánægja að tímann hef ég varla eygt. Að svo búnu hélt Lára áfram við smíðar sínar og við kvöddum hana og héldum á braut. um hvað gullsmíðafagið snýst, efndum við til samsýningar í Listmunahúsinu 1982. Þar tóku flestir starfandi gull- smiðir þátt í að sýna listmuni sína. Jafnframt unnum við á litlu verkstæði sem við komum okk- ur upp á meðan á sýningunni stóð og vakti þetta framlag okk- ar mikla athygli og þá sér í lagi silfrið og íslensku steinarnir mínir. Við kVengullsmiðir í Félagi ísl. gullsmiða höfum alltaf látið þó nokkuð að okkur kveða, þótt við séum hlutfallslega ekki margar starfandi og sat ég í stjórn F.I.G. tvö tímabil.

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.