Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Qupperneq 24

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Qupperneq 24
24 FJARÐARFRÉTTIR Jakob B. Crétarsson: Flensborg — Háskólinn Greinarhöfundur, Jakob B. Gréfarsson ásamt viðmælendum sínum, Daníel Helgasyni og Vigdísi Jóns- dóttur og ungu barni þeirra.____________________________________________________________________ Hafnfirðingurinn ætlaði í Há- skólann. Þegar hann mætti til inn- ritunar var hann spurður hvort hann væri búinn að velja sér grein. Hva — fæ ég ekki stól og borð eins og hinir? Þennan brandara kannast flestir við, en eru samskipti Hafn- firðinga við þessa æðstu mennta- stofnun landsins öll í þessum dúr? Það er e.t.v. ekki öllum kunnugt, en við H.í. stunda nú fjölmargir Hafnfirðingar nám. H.í. skiptist í fjölda deilda s.s.: guðfræðideild, læknadeild, lagadeild, viðskipta- deild, heimsspekideild, verkfræði- raunvísindadeild, o.s.frv. Þessar deildir hafa fjölmargar undirgrein- ar þannig að um þó nokkra sérhæf- ingu er að ræða. Til að geta lagt stund á fræði innan Háskólans verða menn að hafa lokið stúdents- prófi. Flensborg, fjölbrautaskóli Hafnarfjarðar, hefur brautskráð fjölda stúdenta. í námskrá segir að hlutverk mennta- og fjölbrauta- skóla sé m.a. að undirbúa nemend- ur fyrir háskólanám. Til að for- vitnast um það hvernig Flensborg mætti þessu hlutverki sínu höfðum við samband við Kristján Bersa Ólafsson skólameistara. Hann tjáði okkur að lítið sem ekkert hafi verið rannsakað hvert fólk færi eftir stúdentspróf en hann hefði grun um að hátt hlutfall færi ekki í H.í. heldur í annað nám t.d. Kennara- háskólann eða þá beint út á vinnu- markaðinn. Námskrá til stúdents- prófs er samræmd yfir landið og farið eftir gildandi reglugerðum ráðuneytisins um menntaskóla. Nýungin við tilkomu fjölbrauta- skóla er aukin fjölbreytni í náms- framboði sem miðar m.a. að betri undirbúningi til háskólanáms. Kristján Bersi Ólafsson, skóla- meistari. Aðspurður um samstarf milli mennta- og fjölbrautaskóla og H.í. sagði hann að það væri allt of lítið. Þó væru nú á döfinni fundarhöld með rektor H.í. og fjölda skóla- stjóra framhaldsskóla þar sem ræddir yrðu möguleikar á greiðara upplýsingastreymi þar á milli, t.d. til hvers einstakar háskóladeildir ætluðust af nemum, einnig að H.I. vissi meira um námsefni framhalds- skólanna. Þá spurðum við skólameistara hvort Flensborg hefði reynt að nýta sér reynslu „gamalla“ nema þaðan, sem nú leggðu stund á Háskóla- nám. Kvað hann það ekki hafa verið gert á kerfisbundinn hátt og ýmsir hefðu haft samband og bent á kost og löst við undirbúning sinn. Sem dæmi virðist sem í byrjun hafi Flensborg ekki gert nægilegar kröfur til stærðfræðikunnáttu á viðskiptabraut. Þær kröfur hafa nú verið auknar með tilliti til þeirra sem ætluðu sér í Viðskiptadeild H.í. Um samanburð á námsárangri Flensborgara og annara framhalds- skólanema í H.í. sagðist Kristján Bersi ætla að engin könnun hafi verið gerð sem segði manni neitt um það. Að vísu var könnun á þessu birt fyrir nokkrum árum en hún var lögð út á rangan hátt auk þess sem úrtök voru allt of fá. Ef slík könnun ætti að vera marktæk bæri að skoða árangur þeirra nema sem hlutaðeigandi skólar teldu góða því mikill munur er á undirbúningi nema með góða einkunn og ekki. Fækkun í Flensborg sagði hann mætti rekja aðallega til fleiri fram- haldsskóla í nágrenni Hafnarfjarð- ar sérstaklega fjölbrautaskólans í Garðabæ. Einnig væri það að óeðlilega margir Hafnfirðingar leituðu í skóla í Reykjavík. Engin einhlít svör væru við þessu en sjálf- sagt trúa þessir nemar og foreldrar þeirra að þeir fái betri menntun þar. Að einhverju leyti má rekja þá trú til þess að Flensborg hefur vanrækt að kynna starfsemi sína, ranghug- myndir ef ekki hleypidómar væru algengir um Flensborg. Bæjaryfir- völd kynntu þar að vissu leyti undir með því að veita nemendum sem stunda nám utan Hafnarfjarðar fargjaldastyrk, þó sambærilegt nám væri hægt að stunda í Flens- borg. Það eitt ætti þó ekki að ráða úrslitum. Flensborg hefur brautskráð 754 stúdenta. Hvað um þetta fólk hefur orðið vissi Kristján Bersi ekki en margir hefðu farið í framhaldsnám og gengið með ágætum. En hlut- verk skólans væri eðlilega ekki ein- göngu miðað við undirbúing til Háskólanáms og væri hann ekki í vafa um það að á þeim 10 árum sem fjölbrautaskólinn hefur starfað hefur almenn menntun Hafnfirð- inga aukist til muna. „Vissum fyrir að vinnuálagið er umtalsvert“ Til að athuga hvernig hafnfirsk- um háskólaborgurum líkaði há- skólaveran höfðum við tal af tveimur þeirra og lögðum nokkrar spurningar fyrir þau Daníel Helga- son og Vigdísi Jónsdóttur, en þau eru bæði á 1. ári í viðskiptadeild. Er H.í. öðruvísi en þið höfðuð ímyndað ykkur? Nei, við þekkjum fólk sem hafði verið þarna og vissum fyrir að vinnuálagið er umtalsvert. Þó má segja að það sé jafnvel enn meira en við bjuggumst við, en í viðskipta- fræðinni er námsefnið það mikið að maður má hafa sig allan við. Einnig tekur tíma að komast í takt við stofnunina og skipuleggja lífið í kring um námið. Er mikill munur á deildum? Eg (Daníel) var í lögfræði í fyrra og megin munurinn þar á milli felst í því að tímasókn er mun meiri í við- skiptafræðinni þannig að það gefst ekki eins mikill tími í það að „stúdera“ sjálfur. Það er ókostur

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.