Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 26

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Blaðsíða 26
26 FJARÐARFRÉTTIR Eiríkur Smith, listmálari: „Ég er alltaf jafn upptekinn af umhverfi mínu og íslenskri náttúru" „Ég verð alltaf jafn undrandi þegar fólk kem- ur til mín og falast eftir myndunum mínum. Ég hef lifað tímana tvenna í þessum efnum. Hér á ár- um áður kom fyrir að ekkert seldist langtímum saman, öðrum stundum var einhver hreyfing á söl- unni, og nú hin síðari ár dembast þessi ósköp yfir allt í einu. Enn í dag á ég bágt með að trúa því að ég þurfi ekki lengur að velta fyrir mér hverri krónu t.d. við efniskaup. Já, ég hef reynt allan skalann.“ Þannig hófst spjall okkar Fjarðarfréttamanna við Eirík Smith. Hann hafði gefið okkur loforð um að lána Fjarðarfréttum listaverk eftir sig til að prýða for- síðu blaðsins. Þegar við sóttum myndina til hans var okkur boðið upp á kaffi á vinnustofu Eiríks og yfir bollunum bar margt á góma. Þegar við forvitnuðumst um hvað Eiríkur væri að fást við um þessar mundir, svaraði hann: „Það sem ég er að vinna núna er í sjálfu sér ekkert frábrugðið því sem ég hef verið að gera. Ég er alltaf jafn upptekinn af umhverfi mínu og náttúrunni. En sé maður ekki staðnaður verður alltaf einhver breyting á stílnum og framsetning- unni. Ég finn ekki fyrir stöðnun ennþá, en það kemur sjálfsagt að henni. Ég á samt ekki von á því að gamall karl eins og ég fari að skapa einhver framúrstefnuverk. Slíkt til- heyrir unga fólkinu. Þannig var það þegar ég var ungur og að sjálfsögðu upplifði ég það á sínum tíma. Hjá mér hefur heilmikill efniviður safn- ast upp og úr þvi get ég unnið enda- laust. En ég er hreyfanlegur og leit- andi í stíl, og á nokkurra ára fresti verður hjá mér breyting á framsetn- ingu og tækni.“ Hvenær sýndir þú síð- ast? „Ég sýndi síðast á Listasafni alþýðu í desember 1983. Þá varð ég að sýna þar vegna samnings, sem ég var bundinn af vegna útkomu lista- verkabókar um mig. Þessi sýning var ekki á heppileg- um árstíma, þótt hún gengi ágæt- lega, og ef til vill var fullstuttur tími liðinn frá næstu sýningu á undan“ Það var sýningin eftir- minnilega að Kjarvals- stöðum vorið 1981, ekki satt? „Já, það var heilmikil dúndur- sýning og sló í gegn, ef svo má segja. Ég hef aldrei upplifað jafn undarlega stemmningu og var við opnun hennar, og reyndar allan tímann sem hún var uppi. Af ein- hverri ástæðu snart þessi sýning svo marga á óvenjulegan hátt, líkast því sem maður upplifir við flutning á mögnuðu tónverki. Þess háttar viðbrögð eru besta krítik sem hægt er að fá“ Fer að líða að næstu sýningu? Eg stefni að stórri sýningu eftir VA-2 ár og vinn að henni hægt og bítandi. Mér finnst mátulegt að láta u.þ.b. 4 ár líða milli sýninga og ég vil helst halda stórar sýningar. Ég vil gjarnan geta boðið öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa gott til mín gegnum tíðina, að vera við opnun sýninganna minna og allt það fólk rúmast ekki í litlum sölum“ Er hafnfirskt umhverfi þér ótæmandi nægta- brunnur? „Já, ég er alltaf í þörf fyrir að ausa úr honum. Umhverfi Hafnar- fjarðar og reyndar Reykjanesið allt er mitt aðalsvæði. Ég tek samt 1-2 rispur út á land á hverju ári, en þær skila sér ekki mjög vel. Víða verð ég verulega snortinn af gullfallegum mótífum íslenska landslagsins, en þau höfða ekki endilega til mín sem listamanns. Til dæmis finnst mér landslagið umhverfis Hornafjörð nánast of fallegt. Þar nálgast það rómantíska Alpafegurð. Þá eru Öræfin dæmi um landslagsfegurð sem segja má að ljósmyndarar hafi hreinlega kálað. Afraksturinn af ferðum mínum þarna austur hefur ekki verið mikill, þótt ég hafi notið þeirra sem náttúruunnandi. Þó málaði ég þarna m.a. eftirminnilega mynd af Lómagnúpnum að austan, öfugt við það sem flestir aðrir hafa gert“ Er það þá umhverfi þitt hér sem fyrst og fremst magnaði þig upp sem lista- mann? „Því er erfitt að svara. Ég er ís- lendingur, þjóðlegur náttúruunn- andi fyrst og fremst, hvort sem ég vil eða ekki, og verð fyrir áhrifum víða um land. Samt er eins og hér í nágrenninu verði þessi áhrif sterk- ust, ef til vill valda því einhver til- finningatengsl. Erlendis get ég ekki þrifist sem málari. Það tæki mig einfaldlega allt of langan tíma að vinna úr því sem þar er að finna. Ég hef prófað að taka skissur hér og þar í útlönd- um, en ég þekki ekki sjálfan mig í þeim. Þetta geta verið ágætar myndir, en þær eru bara ekki eftir mig, heldur einhvern allt annan. Að sjálfsögðu fylgist ég samt með því sem er að gerast í málaralistinni víða í heiminum og tileinka mér tækni og tek við áhrifum hvaðan- æva að. En það er hin íslenska „atmosf- era“ sem ég hrærist í. Hrikalegt landslag, breytileg veðrátta og kyngimagnað andrúmsloft íslands höfðar ætíð mest til mín.“ Gerirðu upp á milli vatnslita og olíu? „Ég get ekki svarað því játandi þegar á heildina er litið. Hvort tveggja eru heillandi, en afskaplega ólík efni. Þau þarf að nálgast hvort á sinn máta og beita gjörólíkri tækni. Að mála með vatnslitum er tæknilega mjög erfitt, en þegar réttu tökunum er náð, eru mögu- leikarnir ótæmandi. Ég eignaðist vatnsliti sem ungur drengur og hef alla tíð síðan fengist við vatnslitun og þjálfað hana. Lengi vel varð ég að taka stærri tarnir sitt á hvað úr olíu í vatnsliti, en nú er ég eins og kamelljón, skipti á milli hvenær sem mér þóknast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.