Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 28

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 28
FJARÐARFRÉTTIR FJARÐARFRÉTTIR 29 verðlaunagetraun Fjaröarfrétta: Þekkið þið fólkid? Árið 1942 var Hafnfirðingum gert skylt að bera sérstakt vegabréf. Ástæðan var sú að heims- styrjöldin síðari geisaði og hér var erlendur her. Eins og venjan er þegar vegabréf eru afhent, héldu yfirvöld eftir myndum og upplýsingum um vega- bréfshafana. Þessi gögn eru nú í vörslu Byggða- safns Hafnarfjarðar. Magnús Jónsson, safnvörð- ur, veitti okkur góðfúslega leyfi til að nota myndir úr þessu safni í verðlaunagetraun Fjarðarfrétta að þessu sinni. Færum við honum bestu þakkir fyrir greiðasemina. Myndirnar sem valdar voru í getraunina eru af fólki sem verið hefur nokkuð áberandi í bæjarlífinu áratugum saman, og er enn á lífi. Svo til allir eru búsettir í Hafnarfirði enn í dag, eða hafa lengst af verið það. En myndirnar eru rúmlega 40 ára gamlar og því getur verið erfitt að greina svipinn, þótt fólk- ið sé vel þekkt. Þeir lesendur sem taka þátt í get- rauninni eru beðnir að sendá lausnir á lausu blaði til Fjarðarfrétta, pósthólf 57, Hafnarfirði. Þrenn verðlaun verða veitt þeim sem næst komast rétt- um svörum. 9 12 15 18

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.