Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 40

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 40
40 FJARÐARFRÉTTIR Matur á jólabordid fyrir okkur núna fyrir jólin. Krist- inn er eigandi Veislueldhússins Gæðamat. Kristinn lærði á Gaflin- um og hefur síðan starfað m.a. á Aski, Hótel Borg og Hellinum. HRÁTT HANGIKJÖT M/MELÓNU OG FER3KJGM FORRÉTTOR FYRIR 4 400 gr. hrátt hangikjöt 1 stk. melóna 1 pk. piparrót 1 ds. sýrður rjómi 4 sn. brauð 4 stk. salatblöð 2 stk. ferskjur Skerið hangikjötið í mjög þunnar sneiðar (ath. betra að hafa örlítið frost í kjötinu), Snúið sneiðarnar upp í kramarhús. Skerið ferskjurnar í litla strimla frá öðrum enda án þess að fara í gegn. Látið heila enda ferskj- unnar lenda inn í kramarhúsið og lát- ið líkjast blævæng. Kúlið melónuna í litlar kúlur og setjið með á diskinn. Ristið brauðið rétt áður en rétturinn er borinn fram. SÓSAM: (Borin fram með eða sett á diskinn). Sýrðum rjóma og piparrótarmassa (úr glasi eða pakka) blandað saman eftir smekk og örlitlum sykri blandað út í. KALT SJÁVARRÉTTASALAT í GRAPEALDINI FORRÉTTUR FYRIR 4 200 gr humar í skel 100 gr hörpudiskur 100 gr rækjur 100 gr kræklingur smjör 2 stk. grapealdin (meðalstór) X' ds. sýrður rjómi ÍOO gr. olíusósa (mayonase) Seafood seasoning framan á hnífsoddi karry hunang eða ristað brauð má bæta með hvítvíni Borið fram í kampavínsglasi, servíetta (rauð) sett í glasið, grapið þar ofan á, sett á disk og borðað með ristuðu brauði. Humar og hörpuskel kraumað á pönnu í smjörinu, kryddað með hvít- laukssalti og örlitlu salti. Humarinn tekinn úr skelinni, brytjaður niður í smærri bita (ca. sömu stærð og hörpudisksbitana). Kælt niður. Avöxturinn skorinn í tvennt (ath. þvert á ávöxtinn). Kjötið tekið innan úr á milli laufa. Skiljið himnuna eftir og hendið. Sýrði rjóminn, olíusósan og kjötið úr aldininu hrært saman, kryddað með karrý, hunangi og Seafood seasoning (Mc. Cormick) (mjög sterkt krydd, farið varlega). Fisk- inum blandað saman við og kælt í V2 klst. í kæliskáp. Þá sett í aldinhýðið, borið fram í servíettu. Jon Pálsson, matreiðslumeistari og annar eigandi Gaflsins útskrif- aðist úr Naustinu árið 1964. Hann hefur starfað á mörgum stöðum þ.á.m. í Statshuskælderen í Stokk- hólmi, á Aski og ásamt Einari Sigurðssyni meðeiganda sínum á Gaflinum við framleiðslu á veislu- mat í fyrirtækinu Jóni og Einar. Árið 1968 keyptu þeir félagar Kokkinn að Reykjavíkurvegi 68. Nú nýlega hafa þeir eignast hús- næðið þar sem þeir reka fyrirtæki sitt Gaflinn að Dalshrauni 13. Jon varð fúslega við þeirri beiðni okkar að láta okkur hafa uppskrift af veislumat sem gott væri að nota yfir jólin. FYLLTAR GRÍSAKÓTILETTUR M/ROBERTSÓSCI FYRIR 4 4 beinlausar grísakótilettur 150 gr. pr.st. sellerísalt hvítlaukssalt engifer piparmix FYLLING: 1 laukur 1 paprika 50 gr. nýir sveppir 30 gr. skinka 1 msk. smjör V2 dl. rjómi 2 msk. brauðrasp salt pipar hvítlaukssalt (þetta er allt skorið mjög smátt og rjóminn settur út í). Skerið í hliðina á kótilettunum vel inn fyrir miðju, fyllingin sett í og barið létt á kantana með buff- hamri. Síðan er þeim velt upp úr hveiti, eggi og raspi, brúnaðar í smjöri og kryddaðar. Sett inn í of í 30 mín við 150° hita. Borið fram með gulrótum, blóm- káli, ananas, fersku salati og stein- seljukartöflum. ROBERTSÓSA 2 smáttsaxaðir laukar V2 fl. hvítvín (Torres) bein af svínahryggnum 3 gulrætur 2 msk. franskt sinnep Beinin eru brúnuð ásamt lauk, gulrótum og soðin í 30 mín. í 2 1. af vatni. Soðið sigtað frá. Smátt saxaður laukurinn er brún- aður í smjöri, hvítvínið sett út í og soðið niður til hálfs, bakað upp og soðið af beinunum sett út í. Soðið í 15 mín. Bragðbætt með smjöri og sinnepi. Birgir Pásson, matreiðslumeist- ari í Skútunni sér um eftirréttinn að þessu sinni. Birgir Iauk námi árið 1962 frá Hótel og veitingahúsaskólanum. Hann var þó í millitíðinni eitt ár við nám í Kaupmannahöfn. Birgir hefur starfað m.a. hjá Storkklúbbnum, Glaumbæ, Lido, Skiphól og Glæsibæ. Birgir og kona hans Eygló Sigur- liðadóttir ráku veitingahúsið Snekkjuna í 9 ár. Veitingaeldhúsið Skútan stofn- uðu þau hjónin fyrir tveimur árum og starfa þar bæði. JÓLATOPPAR 3 stk. pr. mann Litlir, fylltir súkkulaðibollar er fljótlagaður og skemmtilegur ábæt- isréttur. Má fylla þá með ferskum ávöxtum eða þurrkuðum söxuðum ávöxtum sem eru látnir liggja í ávaxtasafa eða líkjöri. Ofan á er svo sprautað rjómakremi sem hefur ver- ið bragðbætt á 3 vegu. Rjómakremið er sama uppskrift og mandarinukrem nema appelsínu- þykkninu er sleppt. 3ÚKKULAD1KREM Bætt með bræddu súkkulaði. Lát- ið rúsínur, döðlur og makkarónu- massa í bollann. Kremið sprautað í toppa ofan á. JARDARBERJAKREM Bætt með söxuðum jarðarberjum eða jarðarberjagraut. Látið jarðarberjasultu, muldar makkarónur og jarðarber í bollann. Sprautið kreminu í toppa ofan á. ALLABUÐ vesturbraut 12, Hafnarfirði «51632 VIPSKIPTAVINIR ATHUCIÐ! BREYTTUR OPNUNARTÍMI: Mánudaga - föstudaga frá kl. 9.00 -12.30 og 14.00 - 19.30 Laugardaga kl. 10-18.00 10% afsláttur af öli og gosi í heilum kössum ALLT í JÓLAMATINN — MUNIÐ VINSÆLA HANGIKJÖTIÐ

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.