Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 48

Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Page 48
48 FJARÐARFRÉTTIR Hafnfirðingar á þingi Ýmislegt er það í þjóðlífinu sem vart getur farið fram hjá neinum. Svo er t.d. með hið háa Alþingi og ekki verður svo flett dagblaði að ekki sé einhverra alþingismanna getið fyrir eitthvað tnerkilegt eða miður gott sem þeir hafa staðið að. Hitt er ekki eins áberandi að til þess aö starfsemi Alþingis geti gengið snurðulítið þá er fjöldi starfsmanna á þönum til þess að leysa hin margvíslegu verkefni sem fylgja þingstörfum. Meðal þessara starfsmanna eru nú þrír Hafnfirðingar, þeir Stefán Sigurðsson, Gunnlaugur Ingason og Guömundur Guðbergsson. Við brugðum okkur einn daginn inn á Alþingi og spjölluðum stutt- lega við þá þremenninga, í hverju störf þeirra væru fólgin og hvernig þeim líkaði starfið. Hvarvetna var fólk á ferli i húsinu. Menn að leita eftir stuðningi einstakra alþingis- manna í sjálfsagt mikilsverðum málum. Við fundum okkur þó stað í „Kringlunni“ sem svo er nefnd og það er Stefán Sigurðsson sem fyrst- ur verður fyrir svörum. „Ég byrjaði hér 1978 og kann alveg prýðilega við mig. Það er að vísu nóg að gera en dagurinn er líka fljótur að líða. Ég vinn á skrif- stofunni og annast ýmislegt það sem til fellur. Hér er oft þröng á þingi og oft þarf að sýna bæði inn- lendum og erlendum gestum húsa- kynni hér. Það þarf því að kunna vel skil á sögu hússins. Þá fellur oft í minn hlut að sinna ýmsum erind- um utan hússins, í ráðuneytin, bankaferðir o.fl. Maður kynnist hér mörgum og alþingismenn er prýðis- fólk að vinna fyrir. Þeir eru auð- vitað misjafnir eins og gengur með mannfólkið en þetta eru allt sóma- menn. Ég sakna margra sem voru hér mín fyrstu ár á staðnum eins og Vilmundar heitins, sem alltaf var gaman að hlusta á, Jóns Sólness, sem sópaði af og Ólafs heitins Jóhannessonar sem var einstakur sómakarl. Þá var Gunnar heitinn Thoroddsen ógleymanlegur maður. Það er auðvitað erfitt að gera upp á milli þeirra sem hér eru núna. Ég kann sérstaklega vel við Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, maður sem ekki má vamm sitt vita. Matthías Á. Mathiesen er líka mjög skeleggur ræðumaður og vel máli farinn. Ég tel líka að það sé mikill fengur að fá Þorstein Pálsson, hann er örugglega mjög traustur maður. Það fer ekki hjá því að maður fylgist töluvert með því sem al- þingismenn segja, því hátalari er á skrifstofunni þannig að allt heyrist sem fram fer í þingsölum. Allt er tekið upp á segulbönd og síðan vél- ritað og er það að sjálfsögðu gríðarmikil vinna. Síðan fá al- þingismenn ræður sínar í handriti og geta gert við sínar athugasemdir og þá loks er gengið endanlega frá ræðunni. Sumir gera aldrei athuga- semdir en meira þarf að hafa fyrir öðrum eins og gengur. Stundum er auðvitað dálítil spenna í loftinu og oft mæðir mikið á starfsfólki og þá skrifstofustjóranum, Friðriki Ólafssyni. Hann er nýkominn til starfa, sérstaklega geðugur og fær maður. En þrátt fyrir eril þá kann ég mjög vel við starfið og alla þá sem hér eru. Gunnlaugur Ingason: „Þetta er fimmta árið mitt hérna, ég byrjaði 1981. Hér finnst mér mjög gott að vera. Mitt starf er fyrst og fremst varsla á áheyrendapöllum í þingsöl- um efri og neðri deildar. Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af póli- tík og ég ólst upp við miklar um- ræður um pólitík og á mínu heimili er mikið talað um stjórnmál. Mér finnst alltaf gaman að hlusta á snarpar ræður og það er nóg af slíku hér. Hér eru margir frábærir ræðumenn og mjög mælskir. Margir þeirra eru líka bráðfyndnir og nota það óspart á andstæðing- inn. En það er nú svo að þótt menn hnakkrífist í pontunni og láti hvorn annan fá það óþvegið, þá virðist allt grafið og gleymt þegar sennunni er lokið og menn sitja yfir kaffiboll- anum og ræða málin. Hér er öllum frjálai að koma og hlusta á umræður og nær alltaf eru hér einhverjir áhorfendur, mis- margir þó. Stundum er allt troðið og komast mun færri að en vilja. Þá

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.