Fjarðarfréttir - 01.12.1985, Side 51
FJARÐARFRÉTTIR
51
daglegt líf íbúanna
I Ilulissat, sjálfum bænum, virð-
ist daglegt líf íbúanna ekki ólíkt því
sem gerist í sjávarplássi á íslandi.
Eins og áður sagði vinna 95% íbú-
anna við fiskinn, hinir starfa við
þjónustu. Almenn menntun er góð
og þeim Grænlendingum fjölgar
stöðugt sem afla sér framhalds-
menntunar. Flestir búa í litlum
timburhúsum, en nokkuð er um
blokkir og raðhús. Þrátt fyrir það
að fjölskyldur séu yfirleitt fjöl-
mennari en á íslandi, eru hús yfir-
leitt ekki yfir 100 fermetrar að
stærð og íburður minni. Margir
eiga videótæki og bílaeign er nokk-
ur þó ekki sé hægt að aka nema
innan bæjarins og út á flugvöll.
Eitt af því sem talað er um er
drykkjuskapur Grænlendinga, en
hvorki urðum við vör við hann á
útiskemmtun á þjóðhátíðardaginn
né á hótelinu okkar þó margir
kæmu þangað til að dansa og
skemmta sér.
þeirra mjög góðir veitingastaðir.
Aðstaða er góð til móttöku ferða-
manna. Stórbrotið landslag, ís-
breiðurnar og mannlífið draga að
stöðugt fleiri ferðamenn.
GÓÐ AÐSTAÐA FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA
Skóla- og dagvistakerfið er
svipað og í Danmörku. Tveir skólar
eru í Ilulissat með um 850 nemend-
ur, annar er fyrir 1. -7. bekk en hinn
fyrir 1. -13. bekk. Frekara fram-
haldsnám er sótt til Nuuk og til
Danmerkur. Kennarar eru bæði
danskir og grænlenskir.
Um 90% kvenna vinna utan
heimilis og eru dagheimili fyrir flest
börn. Við heimsóttum eitt slíkt, en
það er notað sem tómstundaheimili
fyrir unglinga á kvöldin. Þar voru
flestir hlutir á hjólum og þannig
auðvelt að rúlla smábarnaleikföng-
unum í geymslu og taka fram það
sem tilheyrir unglingunum. Þarna
er aðstaða til að föndra, smíða,
leira, horfa á bíómyndir o.fl. Einnig
er þarna upphækkað svið. Þau
yngri nota það sem brúðuleikhús
og leiksvið, en unglingarnir fyrir
hljómsveitir, diskó o.fl.
ÁNÆGJULEG KYNNI
Ferðin var mjög ánægjuleg og
lærðum við margt um þessa nýju
vini okkar og lifnaðarhætti þeirra.
meta og virða þá menningu, sem
þarna blómstrar við erfið skilyrði.
Við þessi kynni breyttist skoðun
okkar á landi og þjóð.
Sjálfsbjargarviðleitni fólksins í
Ilulissat er mikil og Grænlendingar
hafa áhuga á að auka sjálfstæði
sitt. Þeir vilja taka upp samskipti
við aðrar þjóðir og hafa m.a. áhuga
á auknum viðskiptum og samvinnu
við íslendinga. Samstarf á sviði
fiskveiða, fiskiðnaðar og í sölumál-
um er þar efst á blaði, en einnig
hafa þeir hug á að senda nemendur
til náms í Fiskvinnsluskólanum.
Þeir vilja kanna möguleika á þjón-
Ferðalangarnh ásamt gestgjöf-
um og heimamönnum í
Rodebay.
ustu við bátaflota sinn hér á Iandi
og þátttöku íslendinga í mann-
virkjagerð o.fl. á Grænlandi. Einn-
ig koma til greina gagnkvæm sam-
skipti milli unglinga og íþrótta-
fólks.
Ef koma á auknu samstarfi við
þessa ágætu granna okkar í vestri er
nauðsynlegt að beinar samgöngur
séu á milli landanna. Nú mun í
athugun að hefja flug á milli
Reykjavíkur og Nuuk, höfuðstaðar
Grænlands. Ef af verður auðveldar
það mjög öll samskipti milli þjóð-
anna.
Nokkrar verslanir eru í bænum,
en mest ber á verslun KGH (Den
kongelige Grönlandske Handel)
sem selur allt milli himins og jarðar.
KGH er áberandi í Grænlandi því
auk verslunarreksturs er félagið
öflugt í fiskvinnslu, útflutningi og
annast samgöngur innanlands. Um
næstu áramót áformar heima-
stjórnin að yfirtaka rekstur KGH
og á það eflaust eftir að hafa í för
nieð sér aukin útgjöld fyrir Græn-
lendinga.
ferðamannabær
Talsverður ferðamannastraumur
er til Ilulissat og hafa bæjaryfirvöld
mikinn áhuga á að auka hann. í
bænum eru þrjú hótel og á tveimur
Móttökur voru mjög glæsilegar og
allan tímann var okkur vel sinnt.
Grænlendingar eru mjög þægilegir
í umgengni, lítið fyrir formlegheit
og virðast alltaf hafa nægan tíma.
Þarna norður í gróðurleysinu, inn-
an um ísfjöll, þrífst gott mannlíf,
sem byggir á dugnaði og útsjónar-
semi. í bænum hafa íbúarnir aðlag-
að sig nútíma lifnaðarháttum með
tilheyrandi vöruúrvali og þjónustu.
Áður en við fórum til Grænlands
höfðum við lesið okkur til um land
og þjóð og myndað okkur ákveðnar
skoðanir um það hvað biði okkar
þar. Tæplega vikudvöl í Ilulissat í
snertingu við stórhrikalega náttúru
Grænlands, gaf okkur innsýn í lífs-
baráttu fólksins og kenndi okkur að