Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 22

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 22
BÖRN 06 /AENN|N6 til það deyr. Þá mætast draumamaðurinn og jarðarbamið á gulltúninu og „fá sama líkama og sömu sál til að fara með í himnaheimana.“ (90) Það má því líta á draumamanninn sem annað sjálf manneskjunnar og þetta sjálf virðist þroskast mun hraðar en aðrir hlutar hennar því draumamaður Gauta er gamall maður þótt hann sé aðeins 5 ára eins og Gauti. Það er svo þetta annað sjálf eða „þriðja auga“ sem veitir Gauta og Beggu nýja sýn á lífið og hjálpar þeim að horfast í augu við vanda sinn í „venjulega heiminum“. Þau læra til dæmis að trúa öðrum fyrir leyndarmálum sem hafa valdið þeim sársauka og þannig getur Gauti losað um sinn stærsta ótta, það er að einn daginn komi mamma hans ekki heim úr vinnunni eins og hún er vön. I ferðum þeirra Beggu er einnig velt upp spuming- um um fordóma, stríðni, öfund, reiði og fyrir- gefningu svo fátt eitt sé nefnt og er Vigdís ekki hrædd við stórar siðferðisspumingar hér fremur en annars staðar í verkum sínum. Gauti vinur minn er einlæg og hlý bók sem gaman er að lesa með baminu sínu; hún lætur ekki mikið yfir sér en texti hennar er auðugur og býður upp á áframhaldandi umræður og vangaveltur hvort sem er milli bams og fullorðins sem lesa hana saman eða innra með hverjum og einum lesanda. íslandsdeild IBBY Ef þið viljið gerast meðlimir í IBB Y, eða fáið góðar hugmyndir og viljið leggja eitthvað af mörkum til starfseminnar eða tímaritsins, þá hafið samband! ✓ Þið getið sent okkur línu: Barnabókaráðið - Islandsdeild IBBY Pósthólf 7191, Reykjavík Einnig getið þið hringt í formanninn, Iðunni Steinsdóttur í síma 553 2804, eða í ritstjórann, Kristínu Birgisdóttur í síma 566 7264. 20

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.