Börn og menning - 01.04.2013, Síða 13

Börn og menning - 01.04.2013, Síða 13
Inngangur 1 Þessari ritsmíð verður fjallað stuttlega um tvo af helstu frásagnarfræðingum atdarinnar, þá Vladimir Propp og Algirdas Greimas og hugmyndir þeirra um formgerð frásagna (1. kafli). Einnig mun ég reyna gagnsemi þessara hugmynda á einu af þekktari ævmtýrunum 1 þjóðsagnasafni Einars Ólafs Sveinssonar, sögunni af Líneik og Laufey (2. kafli). Hvers vegna er það gert? Aðalástæðan er sú að þrátt fyrir að aðferðir þessara frásagnarfræðinga hafi verið íslenskum bókmenntafræðingum mikill innblástur áratugum saman reynist ekki auðvelt að finna á prenti stutta og aðgengilega kynningu á þeim. Verðugt rannsóknarefni væri einnig að bera hugmyndir þeirra Propps °g Greimas við stærri verk og ekki sist barnabækur þar sem sjálf sögufléttan er grundvallaratriðið og frásagnarfræðm leiðir þanmg i Ijos meginátök sögunnar. Rýmisins vegna gafst þó ekki kostur á því hér og bíður það verk þvi um sinn. Fyri kafli: Kenningin 1-1 Vladimir Propp og Formgerð aevintýrisins Árið 1928 kom út í Leningrad lítil bók sem átti eftir að bylta rannsóknum i Pjóðfræði °9 'e9gja grunn að þeirri tegund bokmenntarannsókna sem gjarnan er kölluð rásagnarfræði (narratologi). Þessi bók var Formgerð ævintýrisins (Morfológija skázki) enir Vladimir Propp (1895-1970). Höfundur hennar hefur gjarnan verið tengdur við rússneska formalismann sem var reyndar að líða undir lok um þetta leyti. Rannsóknir hans vöktu því litla athygli fyrr en ensk þýðing bókarinnar kom út í Bandaríkjunum árið 1958.1 Rússneski formalisminn var ekki langlff stefna. Hans blómaskeið var í Rússlandi frá 1915-1930, áður en Stalínisminn batt enda á slíka ævintýramennsku. Á hinn bóginn átti hann sér framhaldslíf í Póllandi og Tékkóslóvakíu en þangað héldu formalistar á borð við Jakobson, Trúbetskoj og Múkarovsky. Málvísindamenn stofnuðu félag um þessa stefnu í Moskvu árið 1915 og ári síðar var félag til rannsókna á skáldskaparmáli (Opoyaz) stofnað í Pétursborg. Síðar runnu þessi félög saman í eitt. Undanfarar formalismans voru fjölmargir. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að nefna þau 1 propp, Morphology of the Folktale (formáli Alan Dundes), xi.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.