Fréttablaðið - 13.03.2021, Side 32
Hannes S. Jónsson hóf ungur að árum að star fa innan körfuboltans en þegar hann var fimmtán ára gam-
all settist hann í stjórn körfubolta-
deildar Breiðabliks og sama ár, árið
1990, sat hann sitt fyrsta ársþing
KKÍ. Fyrir þann tíma hafði Hannes
ekki æft körfubolta og ekki haft
mikinn áhuga á íþróttinni.
„Litli bróðir pabba fór í skiptinám
til Bandaríkjanna og kom til baka
til Íslands með körfuboltabakteríu
sem hann smitaði mig af. Ég varð
strax heltekinn af körfuboltanum
og sökkti mér í starfið hjá Blikum.
Rétt eftir fermingu var ég kominn
í stjórn körfuboltadeildar Breiða-
bliks og mætti á mitt fyrsta ársþing
KKÍ fimmtán ára gamall. Ég var
ekki mikið að stunda félagslífið
þegar ég var í menntaskóla þar sem
körfuboltinn átti hug minn allan,“
segir Hannes um rót körfubolta-
áhuga síns.
Afi fékk hjartaáfall í kirkjunni
„Það stakk smá í stúf að svona
ungur maður væri kominn í stjórn
deildar. Fjölskylduaðstæður höfðu
mótað mig mikið en þegar ég var
unglingur þurfti ég oft að hafa
áhyggjur af því að það væri ekki
til mjólk út á morgunkornið. Ég er
elstur af þremur bræðrum og ég lét
yngri bræður mína oft vera í for-
gangi þegar kom að því að fá það
sem þurfti,“ segir hann um upp-
vaxtarár sín.
„Við vorum bara venjuleg fjöl-
skylda sem bjó í Kópavogi, á
Flúðum og í Breiðholti. Pabbi og afi
voru með fyrirtæki saman sem fór
í gjaldþrot og þeir feðgar töluðust
ekki við í kjölfar þess. Ég man það
vel að fyrsta stóra ákvörðunin í líf-
inu hjá mér var þegar það var lagt
upp í hendurnar á mér að ákveða
hvort að afa og ömmu yrði boðið í
fermingarveisluna mína sem síðan
var greidd að einhverju leyti af
fermingarpeningunum mínum.
Ég ákvað að bjóða þeim, og svo
í fermingunni fær afi minn hjarta-
áfall og er sóttur af sjúkrabíl í kirkj-
una. Þetta hafði töluverð áhrif á mig
og ég varð vanur því að taka mikla
ábyrgð á unglingsaldri. Þegar ég er
svo 27 ára gamall lést faðir minn
langt fyrir aldur fram en hann var á
svipuðum aldri og ég er núna. Þessi
áföll hafa þjappað fjölskyldunni
saman sem var mjög náin fyrir.
Þrátt fyrir þær aðstæður sem ég rek
hér að framan ríkti mikill kærleikur
innan fjölskyldunnar og mamma
og pabbi gerðu allt sem þau gátu til
þess að láta okkur bræðrunum líða
vel,“ segir þessi 45 ára gamli maður.
Hrundi niður vegna mikils álags
„Sonur minn, Jón Gautur, er skírður
í höfuðið á afa sínum og ég passa
upp á að halda minningu pabba í
heiðri og þrátt fyrir að börnin mín
tvö hafi ekki fengið að hitta afa sinn
þá finnst þeim þau þekkja hann. Ég
sakna hans og stundum verð ég
reiður yfir að hann hafi farið frá
okkur svona snemma. Ef ég er sem
dæmi að dunda mér eitthvað heima
fyrir og heyri lag sem við kunnum
báðir að meta þá óska ég þess heitt
að hann væri hér enn hjá okkur.
Söknuðurinn hverfur aldrei og
pabbi verður alltaf með mér,“ segir
hann.
Fyrir nokkrum árum tók síðan
vinnan sinn toll hjá Hannesi þegar
líkaminn hrundi og hann var lagður
inn á sjúkrahús vegna of mikils
líkamlegs og andlegs álags.
„Við þurftum að taka á erfiðum
málum innan KKÍ árin 2014 og
2015 og þar á eftir stækkaði sam-
bandið vegna velgengni karla-
landsliðsins og annarra landsliða.
Samhliða því að við jukum starf-
semi okkar komu hins vegar ekki
tekjur frá afrekssjóði Íþrótta- og
Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, þar
sem ríkissjóður lagði sjóðnum til
mjög lítið framlag þar til bara fyrir
örfáum árum. Engar tekjur komu
heldur frá Alþjóðakörfuboltasam-
bandinu, FIBA, á þessum tíma. Af
þeim sökum var fjárhagsstaðan í
lok árs 2017 orðin mjög slæm sem
olli mér töluverðum áhyggjum og
auknu álagi á andlegu og líkamlegu
hliðina.
Blóðþrýstingurinn var orðinn allt
of hár og líkaminn hrundi á endan-
um. Það tók nokkurn tíma að jafna
mig og ég viðurkenni það alveg að
mér var hugsað til skyndileg fráfalls
pabba og Ólafs E. Rafnssonar vinar
míns á þessum tíma. Það er búið að
niðurgreiða vel skuldir undanfarin
ár og koma því sem eftir er í réttan
farveg, og er fjárhagur sambandsins
í mun betra jafnvægi í dag,“ segir
formaðurinn.
„Þessi tími kenndi mér það að
þrátt fyrir að ég hafi mjög mikla
ástríðu fyrir körfubolta hef ég
reynt að taka ekki inn á mig öll þau
vandamál sem eru til staðar í körfu-
boltasamfélaginu því ég verð að
setja mér mörk. Það þykir sjálfsagt
að maður sé til taks öllum stundum
sólarhringsins og það er hið besta
mál. Ég vil að allir sem koma nálægt
íþróttinni okkar frábæru geti rætt
málin við mig á opinskáan hátt og
þannig er það áfram en ég reyni að
passa betur upp á að hvíla mig á
milli tarna.
Jón Gautur hefur fengið sinn
skerf af erfiðleikum vegna starfs
míns. Sem dæmi má nefna að þegar
hann var rúmlega tíu ára gamall
vatt fullorðinn einstaklingur sér að
honum og bað hann um að skila því
til mín að ég væri fáviti fyrir mín
störf fyrir KKÍ,“ segir þessi ástríðu-
fulli körfuboltaáhugamaður.
„Það skiptir mig líka mjög miklu
máli að eiga góða að eins og fjöl-
skylduna mína og samstarfsfélaga
hjá KKÍ til að ræða málin á góðum
nótum. Yndisleg fjölskylda, vinir og
góðir samstarfsfélagar er dýrmætur
demantur að eiga og þar datt ég svo
sannarlega í lukkupottinn,“ segir
þessi mikli fjölskyldumaður.
Ofbeldi aldrei liðið innan KKÍ
Snemma á þessu ári spratt upp
umræða um kynferðislega áreitni
innan vébanda KKÍ og hefur sam-
bandið verið gagnrýnt fyrir að taka
ekki nógu hart á þeim málum.
„Um aldamótin, þegar ég var að
koma inn í stjórnina, þá var tíðar-
andinn allt annar og einstaklingar
töldu sig geta leyft sér ýmislegt
sem myndi aldrei líðast í dag. Það
er mjög gott að tíðarandinn hefur
breyst, við eigum aldrei að líða
of beldi af nokkrum toga
Þeim málum, sem hafa komið
inn á borð hjá KKÍ þar sem talið
er að einstaklingar á vegum sam-
bandsins hafi gerst sekir um kyn-
ferðislega áreitni eða óviðeigandi
samskipti, hefur verið tekið á og
engum málum sópað undir teppið.
Okkur hjá KKÍ sárnar það afar
mikið að heyra að við eigum að
hafa sett mál til hliðar eða ekki
tekið mark á þeim. Til þess að við
getum tekið á málum þá verða þau
hins vegar að koma formlega inn á
borð til okkar, það er ekki hægt að
taka jafn viðkvæm mál fyrir bara á
sögusögnum.
Ég hvet þá sem verða fyrir áreitni
af einhverju tagi til að stíga fram
og láta okkur vita. Þeim málum
verður tekið alvarlega, í dag höfum
við samskiptaráðgjafa íþrótta- og
æskulýðshreyfingarinnar sem tók
til starfa í fyrra. Til hans er hægt
að vísa þessum málum,“ segir þessi
reynslumikli maður.
Fyrir komandi ársþing hafa verið
lagðar nokkrar tillögur eins og
gengur og gerist og hafa nokkrar
þeirra fengið meiri umræðu en
aðrar. Þar á meðal er tillaga Ung-
mennafélags Kjalarness um að leyfa
stúlknaliðum að leika á strákamót-
um á ákveðnu aldursstigi. Brynjar
Karl Sigurðsson er hugmynda-
smiðurinn að tillögunni en heim-
ildarmyndin þar sem hann og lið
hans eru í aðalhlutverki, Hækkum
rána, hefur vakið þó nokkra athygli
í samfélaginu undanfarið.
„Þessi tillaga mun fá efnislega
meðferð á þinginu eins og allar
aðrar. Hingað til hefur sú stefna
orðið ofan á að hafa mótahald í
grunninn kynjaskipt en ákveðin
kynjablöndun hefur verið leyfð ef
þjálfarar beggja liða hafa samþykkt
það og það má örugglega skerpa á
okkar regluverki. Ákvörðun um
róttæka breytingu á mótahaldi
er tekin á ársþingi en ekki innan
stjórnar.
Um þjálfunaraðferðir þjálfara
almennt, er það ekki mitt sem
formanns að hafa skoðun á þeim.
Félögin í landinu hafa tækifæri
til að ræða tillöguna á þinginu og
ákveða hvað skal gera,“ segir Hann-
es um tillögu Kjalnesinga.
Kitlar að fara á kaf í rallý aftur
Það sem kannski fáir vita er að
Hannes var á sínum tíma í fremstu
röð í rallýheiminum þar sem hann
vann titla sem aðstoðarökumaður.
„Ég hef verið mikið í kringum
rallýbransann síðan ég var ungling-
ur en árið 2002 ákvað ég að verða
aðstoðarökumaður hjá Hlöðveri
Baldurssyni og við náðum að landa
Íslandsmeistaratitli í nýliðaf lokki
sem þá hét og í f lokki einsdrifsbíla
ásamt því að lenda í öðru sæti yfir
heildina á Íslandsmótinu. Rallý er
frábær íþrótt og ég hef mjög gaman
af því að fylgjast með því. Báðir
bræður mínir hafa einnig verið á
fullu í rallinu og í dag er litli bróðir
formaður BÍKR ásamt því að vera
varaformaður körfuknattleiks-
deildar Breiðabliks. Ég vil líka taka
það skýrt fram að þrátt fyrir áhuga
á sportinu þá er ég vita vonlaus
þegar kemur að því að gera við bíla
og get með engu móti hjálpað til í
þeim efnum,“ segir ökuþórinn.
Erfiðir tímar hafa mótað mig
Hannes S. Jónsson verður sjálfkjörinn sem formaður Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi þess sem fram
fer í dag. Hannes er á leið inn í sitt 16. starfsár sem formaður sambandsins en hann tók við keflinu árið 2006.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur upplifað ýmislegt á æviskeiði sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
FJÖLSKYLDUAÐSTÆÐUR
HÖFÐU MÓTAÐ MIG MIKIÐ
EN ÞEGAR ÉG VAR UNG-
LINGUR ÞURFTI ÉG OFT AÐ
HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ
ÞAÐ VÆRI EKKI TIL MJÓLK
ÚT Á MORGUNKORNIÐ.
Hjörvar
Ólafsson
hjorvaro@frettabladid.is
1 3 . M A R S 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð