Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 36
Helen Svava, sem leggur stund á mastersnám í myndlist, var 27 ára gömul þegar hún áttaði sig heldur óvænt á því að hún vildi leggja fyrir sig listsköpun. „Það telst líklega mjög seint en þá ákvað ég hálf óvart að fara í myndlistaskólann því ég vildi fresta því að raungera minn innri lögfræðing í eitt ár til viðbótar,“ segir Helen og hlær. „Ég hefði líklega átt von á því að finna mig í f lestu öðru. En mig langaði að læra að teikna, því mér fannst eins og því fylgdi eitthvert óskilgreint frelsi.“ Skemmtileg YouTube-komment Helen segir innblásturinn koma víða að. „Innblástur er ekki beint hlutur sem ég tengi við að komi og fari. Ég get gert marga hluti sem mér finnst frábærir alla daga ef ég vil – en ég kýs að vera ekki alltaf að gera. Það er svo hollt að leyfa sér bara vera. En lífið er auðvitað einn stans- laus innblástur. Mér finnst mjög gaman að fara til Feneyja og sjá hafið glitra betur þar en hér en mér finnst líka bara mjög gaman að vera heima og lesa YouTube-kom- ment.“ Hvað ertu að fást við á sýning- unni? „Að búa til myndlist síðasta árið hefur fyrir mig verið rosalega mikið fólgið í því að loka bara augunum og ímynda mér hluti og tala um þá eins og ég tryði því að á einhverjum tímapunkti myndi ég gera þá. Ég trúði því ekki og er virkilega hissa og ánægð með að hafa náð að raungera það sem hefur bara verið til á bak við augn- lokin síðasta árið. Það eru í raun þessir hlutir sem ég hef náð að svona tengja við að séu partur af því að vera í þessu COVID-ástandi – þar sem maður er extra fastur í líkamanum sínum með hugsunum sínum. Að þeir komi frá mínum svona hug- myndafræðilega ysta parti, sem er eitt tattú af rós sem ég er með á innanverðum handleggnum og svo frá kjarnanum sem væri þá hjartað. En hjartað er líka fyrsta háls- menið sem ég keypti mér og rósirnar eru úr Góða hirðinum og hafa fylgt mér f lest síðustu ár. Þannig að ég gæti farið með þetta í margar áttir og af því hún hefur verið svo lengi ekki til, eða að segjast ætla að verða til, þá hafa myndast mjög margar tengingar. Svo er ég líklega mest að fást bara við efni og vil tala heiðarlega um það. Að sjóða stál, tálga við og þess háttar.“ Helen segir gesti sýningarinnar umfram allt eiga von á hefð- bundinni skúlptúrsýningu. „Tvær mannhæðarháar rósir, eitt risastórt hjartahálsmen og einn smáhlutur sem er örlítið meira abstrakt, en ber titilnafn sýn- ingarinnar.“ Djúpur sannleikur Lil Wayne Helen skrifaði lokaritgerð um tón- listarmanninn Lil Wayne. Hvernig kom það til? „Hann móðgaði mig svo mikið í fyrsta skipti sem ég heyrði lag eftir hann að það kannski reyndist ekki erfitt einhvern veginn að fá uppreist æru. Það fór svo í taugarnar á mér að einhver skyldi gera mikið verra lag en upphaflega lagið af sömu tón- listartegund. Mér fannst tilvist þess því truflandi. En svo gerðist eitthvað fyrir svona fimm árum. Ég setti lagið á í gríni og fílaði það betur en upphaflega Outkast- lagið og skildi ekki hvernig það gat gerst án þess að ég hefði heyrt það allan þennan tíma,“ útskýrir Helen. Lagið sem um ræðir er lagið Jazzy Belle með Outkast en endur- hljóðblöndun Lil Wayne er hið stórgóða Pussy, Money, Weed. Helen segir margt heillandi við textasmíðar Lil Wayne. „Það væri þá einhver innsæ, ljóðræn dýpt sem mér finnst svo oft vera til staðar. Það er eitthvað við þessa dagbókarlegu texta sem ná ein- hverju fram sem er ekki oft sett fram á þennan hátt. Hálft lagið snýst kannski um hvað hann er góður í kynlífi en svo læðast inn setningar sem eru einhver svona algildur djúpur sannleikur um ást og tilfinn- ingar. Þannig að kannski þegar það kemur, kemur það á óvart og nístir mig á annan hátt. Það er líka þetta við að henda endalaust út af efni þar sem leynast demantar og drasl. Mér finnst mjög skemmtilegt að vera bombarderuð af alls konar efni og þurfa sjálf að sjá um að sor- tera og ákveða hvað það er sem mér finnst gott og hvað ekki. Sérstak- lega á vettvangi tónlistar sem ég er ekkert sérstaklega vitur á. En fyrir mér hefði hann alveg eins getað verið Lana del Rey. Sem gerir texta sem ég elska fyrir sömu hversdags- legu ljóðrænuna, en hún er ekki með sömu brestina og heildarkons- eptið hennar er miklu skiljanlegra. Gott lag, vont lag, dæmi.“ Hvernig er annars að vera lista- kona á tímum COVID? „Ég er á vernduðum stað í námi þannig að reynsla mín í raun- heimum er ekkert sérstaklega víðtæk en hins vegar hefur þessi almenni COVID-kvíði líklega læðst inn hjá f lestum og hefur auðvitað sett sitt mark á þessa tíma. Maður er stanslaust að takast á við mjög miklar and- stæður um það sem skiptir máli í lífinu. Þannig að tilfinningin við að búa til list þegar það er heims- faraldur verður ýkt tilgangslaus en við það öðlast hún einhverja ofsafegurð líka.“ Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Ýkt, tilgangslaus ofsafegurð Helen Svava Helgadóttir stendur nú fyrir einkasýningu í húsakynnum Listaháskólans á Laugarnesi. Sýningin verður uppi frá 12.-21. mars. FRÉTT- BLAÐIÐ/STEFÁN Helen Svava Helgadóttir opnaði nýverið einkasýninguna Augn- lok. Helen fær innblástur víða, hvort sem það er úr YouTube- kommentum, glitrandi hafinu í Feneyjum eða frá tónlistar- manninum Lil Wayne. 4 kynningarblað A L LT 13. mars 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.