Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 38

Fréttablaðið - 13.03.2021, Síða 38
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Þegar Andri Jónsson og Guðríður Gunnlaugsdóttir stofnuðu Barna- loppuna á sínum tíma óraði þau ekki fyrir því hversu vinsæl hún yrði á meðal Íslendinga. Hugmyndin var fersk og spenn- andi og enda þótt flóamarkaðir hafi lengi verið til á Íslandi, var þjónustustigið hvergi jafn full- nægjandi og hjá Barna- og Extra- loppunni. Loppan tikkaði í öll boxin „Þegar við fluttum heim frá Dan- mörku langaði okkur að stofna fyrirtæki sem væri ekki bara vinnan okkar, heldur vildum við leggja okkar af mörkum hvað varðar samfélagsábyrgð. Við komum bæði úr umhverfislega þenkjandi fjölskyldum þar sem vel er hugað að endurvinnslu, f lokkun og takmörkun á matarsóun. Barnaloppan náði þannig að tikka í nokkur box hjá okkur báðum sem og hjá íslensku þjóðinni. Þá voru þetta okkar fyrstu skref í að taka þátt í hringrásarkerfi Íslands með samfélagslega ábyrgum rekstri,“ segir Andri. „Við fundum snemma fyrir áhuga fólks á sambærilegri verslun fyrir eldri kynslóðina og því tókum við saman við hana Brynju Dan Gunnarsdóttur og opnuðum Extraloppuna í Smáralind. Brynja er mikill baráttujaxl á ýmsum sviðum og hörkudugleg og því var hún tilvalin sem samstarfsaðili í Extraloppunni. Samstarfið við hana hefur heldur betur blómstrað síðan við opnun 2019.“ Tími til kominn Brynja Dan segist hafa haft sam- band við Guðríði um leið og þau Andri hrintu Barnaloppunni úr vör. „Ég spurði hana hvort við þyrftum ekki að opna sambærilega verslun fyrir fullorðið fólk. Þetta hefur því legið lengi á borðinu og ári síðar, 2019, ákváðum við að kýla á þetta. Sjálf hafði ég verið í markaðsmálum í tíu ár og langaði að fara út í eigin rekstur. Ég er 50 prósent eigandi í Extraloppunni og vinn hér í versluninni. Andri og Guðríður koma með sína þekk- ingu og reynslu af rekstri Barna- loppunnar og ég kem inn með mína þekkingu í markaðsgeir- anum. Mér fannst strax mikilvægt að verslun með fullorðinsfatnað þyrfti að vera staðsett í verslunar- miðstöð þar sem er hátt til lofts og þar sem eru aðrar sambæri- legar verslanir, til þess að halda hugmyndinni frá hefðbundinni flóamarkaðsstemningu. Einnig fannst mér atriði að hafa allt útlit í versluninni og á samfélagsmiðlum einfalt og stílhreint. Þó svo báðar verslanir byggi á sömu hugmynda- fræði þá eru þær í grunninn ólíkar. Önnur selur nauðsynjavörur á meðan hin verslar með munað. Það kom mér óneitanlega á óvart hversu vel var tekið á móti Extraloppunni og síðan við opn- uðum hefur verið biðröð í að selja í básum hjá okkur. Fólk er mjög spennt að geta selt fatnað sem það notar ekki lengur og fá eitthvað upp úr því án þess að þurfa að standa yfir sölubás allan daginn. Við erum fyrst og fremst þjónustu- fyrirtæki og það er það sem fólk sækir í.“ Fordæmisgefandi loppa Andri segir að það sé gaman að upplifa að loppurnar séu for- dæmisgefandi, enda hafa margir farið út í áþekkan rekstur. „Það er magnað að sjá hve mikið af fatnaði og öðrum vörum selst í þessum búðum sem hefði eflaust farið til spillis annars. Þá er gaman að segja frá því að sumar vörur hafa komið til okkar tvisvar og jafnvel oftar, sem segir okkur að það má greini- lega nýta hlutina mun betur en margir gera sér grein fyrir.“ Gífurlegur sparnaður í sporum Andri nefnir að í samvinnu við umhverfisverkfræðinga frá Eflu hafi þau reiknað út kolefnissporin sem hafa sparast frá því þau Guð- ríður stofnuðu Barnaloppuna. „Þá kom í ljós að á einu og hálfu ári í rekstri höfum við sparað útblástur frá 5.200 bifreiðum á ári, sem jafn- gildir 30.000 alklæðnuðum fyrir börn, útifötum, skóbúnaði, leik- föngum og fleiru sem hefur farið í endurnýtingu. En núna eftir tæp þrjú ár hefur þessi sparnaður rúm- lega tvöfaldast í kolefnissporum. Núna erum við að vinna í því að reikna út kolefnissporin sem hafa sparast frá því við opnuðum Extra- loppuna og verður spennandi að sjá útkomuna. Við búumst jafnvel við að tölurnar verði sambærilegar eða hugsanlega hærri en reiknað var með í fyrstu.“ Extra stórt loppuspor fyrir umhverfið Samstarf þeirra Andra Jóns- sonar, Guðríðar Gunnlaugsdótt- ur og Brynju Dan Gunnars- dóttur hefur blómstrað í Extraloppunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR. Það er alltaf gaman að gramsa í Extra- loppunni enda kennir þar ýmissa grasa. Ekki skemmir fyrir hvað versl- unin er stílhrein og falleg. Það má greinilega nýta hlutina mun betur en margir gera sér grein fyrir. Andri Jónsson Elín Kjartansdóttir hefur vakið töluverða athygli fyrir fallegar mottur úr óvenjulegum endur- nýttum efniviði. Um er að ræða forláta mottur úr rúllubagga- plasti sem hún vefur í falleg mynstur. Elín er búsett norður í Þingeyjar- sveit og hóf störf sem skólaliði og síðan í eldhúsi Þingeyjarskóla fyrir hartnær átta árum. Nú býður hún nemendum skólans upp á spenn- andi möguleika í handverki, sem er ólíklegt að sé í boði í mörgum grunnskólum í dag. „Það kom upp í starfsmannaspjalli að ég hefði verið með þemaviku í skólanum fyrir 15-20 árum og leiðbeint yngri deildunum í vefnaði. Hálfur skólinn fékk að spreyta sig og úr varð langur refill í ýmsum litum úr alls konar hráefni sem hékk lengi uppi á vegg í skólanum. Skaut skólastjórinn því að hvort ég vildi ekki kenna vefnað í skólanum,“ segir Elín og bendir á að í Þing- eyjarskóla sé vel staðið að verk- og listgreinakennslu. Fá nemendur fjölbreytta menntun í ýmsu hand- verki og taka að auki þátt í stórri uppsetningu á ári hverju með tón- listar- og leiklistarflutningi. Kennir vefnað og nýtingu Elín hóf á síðasta ári að leiðbeina nemendum á mið- og unglinga- stigi um vefnað einn dag í viku. „Það þarf einfaldlega vissa hæð til að geta unnið við vefstólinn, en ég stefni á að bæta við spuna og tóvinnu í vor fyrir nemendur á öllum aldri og leikskólastigið líka. Þá geta börnin spunnið ull, til Vefur eftirsóttar mottur úr rúllubaggaplasti Elín er hér stödd í skólavefstofunni og rífur niður efni í viðeigandi búta fyrirvefnaðinn. Mynd/Alexandra. Gunnar er einn nemandi Elínar og sést hér vefa dýrindis mottu úr gömlum og slitnum rúmfötum. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@ frettabladid.is dæmis af sínum eigin kindum eða jafnvel af hundinum á heimilinu. Sjálf hef ég spunnið úr einum sex til átta dýrategundum.“ Elín var strax ákveðin í því að vefnaðurinn byggðist eingöngu á hráefni sem til félli, ekkert yrði keypt nýtt nema uppistöðugarnið. „Við leitum, klippum og rífum efni sem kemur mestmegnis úr tiltekt á heimilum. Þegar kemur að vefnaði þá er allt mögulegt. Það er hægt að klippa niður eða rífa hvaða textíl sem er og vefa úr honum. Tvær hafa til dæmis ofið úr gallabuxum. Það kemur allur textíll og ýmislegt fleira líka til greina.“ Til eru tveir fullbúnir vefstólar sem nemendur keppast um að komast í og fá að vefa. „Því miður er ekki hægt að skipta um vefnað í stólnum og því geta bara tveir nemendur ofið í einu. Fyrsta verkefni allra er einskeftumotta sem er einfaldasti vefnaðurinn og þegar hafa tíu nemendur fengið að spreyta sig í vefstólunum. Ég er mjög sátt við samskiptin við nem- endur og finnst frábært hvað þau hafa verið áhugasöm og meðvituð um umhverfismál og nýtingu. Við vinnum með nærumhverfið, endurnýtingu og hugmyndaflug.“ Ef þessu tilraunaverkefni verður haldið áfram næsta vetur vonast Elín til þess að geta boðið nem- endum upp á framhaldskennslu í f lóknari vefnaði með möguleika á mynsturgerð. „Ég veit ekki til þess að boðið sé upp á vefnaðarkennslu í vefstólum í öðrum grunnskólum á landinu en það væri mjög gaman að frétta hvort svo er.“ Rúllubaggaplastið svínvirkar Elín er sjálf stolt og fær handverks- kona og hefur marga fjöruna sopið í þeim geira. „Ég er afskaplega nýtin og nokkuð gamaldags ef svo má að orði komast. Mér er ekkert gefið um að kaupa nýjar flíkur og henda án þess að gjörnýta þær. Ef ég hendi einhverju þá geta allir treyst því að það er alveg ónýtt. Það er nefnilega hægt að búa til ýmislegt úr slitnum textíl og það gildir um allt frá rúllubaggaplasti og upp í slitinn nærbol. Rúllubaggaplastið er fyrir aug- unum á öllum í sveitum síðustu ára- tugi. Nú kemur þetta í fjölbreyttum litum, hvítu og svörtu, grænu, bleiku og bláu. Litaða plastið er erfiðara í endurvinnslu og þá er um að gera að endurnýta það, fyrst þetta er komið í notkun á annað borð. Ég hugsaði með mér að þetta hráefni væri vel nýtilegt í vefnaðinn og prófaði. Þá tók ég þvælur utan af rúlluböggum og setti í þvottavél. Það er náttúrulega smá lím í þessu sem þarf að þvo úr til að gera efnið meðhöndlanlegra. Þetta svínvirkar alveg. Motturnar henta vel þar sem er mikil umgengni og eru stamar á gólfi. Undanfarin ár hef ég ekki haft tíma til að gera mikið af þessu en vonast til að geta sinnt handverkinu meira í framtíðinni.“ Það er hægt að búa til ýmislegt úr slitnum textíl. 2 kynningarblað 13. mars 2021 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.