Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 39
Grænir skátar sérhæfa sig í að sækja drykkjarumbúðir með skilagjaldi í fyrirtæki, húsfélög og veitingahús, sem síðan fá hluta ágóðans til baka í formi einfaldrar peningagreiðslu. Torfi Jóhannsson hefur starfað hjá Grænu skátunum í fimm ár. „Það sem við erum að gera almennt er að hjálpa fyrirtækjum, veit- ingahúsum og húsfélögum með hagkvæmar endurvinnslulausnir á drykkjarumbúðum með skila- gjaldi. Við komum og sækjum, sköffum ílát ef þarf, og greiðum til baka ákveðið skilagjald. Þá er þetta ekki að safnast upp eða enda í ruslinu,“ útskýrir hann. Þrjú gildi að leiðarljósi „Grænir skátar hafa boðið þessa þjónustu í einhver tíu ár. Hug- myndin kviknaði eins og margar aðrar svipaðar hugmyndir þegar það fréttist að við værum að sækja í gáma og fyrirtæki fóru að biðja okkur um að koma þegar mikil hrúga hafði safnast upp. Við höfum líka verið með dósagám- ana okkar á grenndarstöðvum og endurvinnslustöðvum núna í einhver 32 ár.“ Starfsfólk Grænu skátanna kemur úr ýmsum áttum. „Hjá okkur starfa meðal annars yfir 20 einstaklingar sem eru með skerta starfsgetu, eða þurfa vinnu með stuðningi. Það hefur alltaf verið rauði þráðurinn í okkar vinnu, að geta boðið þeim upp á þennan möguleika í vinnu.“ Torfi segir starfsemi Grænu skátanna fyrst og fremst byggjast á þremur gildum. „Við tölum alltaf um að við séum að vinna eftir þessum þremur gildum, það er þá endurvinnslan sem snýr að því að bæta hag umhverfisins, síðan að bjóða þessum hópi sem þarf stuðning í vinnu ákveðið tækifæri á að vera í vinnu og svo að efla æskulýðsstarfið með styrkjum til skátanna. Grænir skátar eru í eigu Bandalags skáta og allur ágóði rennur til stuðnings æskulýðs- starfi skátanna.“ Þægilegt og einfalt Ferlið er afar einfalt og þægilegt. „Fyrirtækið sér bara um að safna í tunnuna eða pokann hjá sér og við komum svo og sækjum og skilum því í réttan farveg. Þetta er hagur fyrir alla – það vinna allir sem koma að þessu.“ Torfi segir þetta fyrirkomulag hafa reynst afar vel auk þess sem það endurspegli aukna áherslu á umhverfisvitund. „Þessi lausn sem við erum að bjóða í þessu umhverfisátaki sem heimurinn er í nýtur sífellt meiri vinsælda. Við höfum orðið vör við töluverða ásókn í að nýta þessa þjónustu.“ Þjónustan stendur öllum til boða. „Allir geta nýtt sér þetta. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist, við prófum bara og sjáum hvernig þetta virkar. Flestallir eru hjá okkur lengi og hætta ekkert, þetta er að virka vel. Við tökum við öllu með svokölluðu skila- gjaldi. Alveg sama hvað það er og í hvaða ljósi.“ Það er allur gangur á því hversu oft er sótt. „Við erum að þjónusta hátt í 120 aðila á einhverjum tíma- punkti í hverjum mánuði. Það er mismunandi tíðni eftir því hversu mikið hefur safnast. Allt frá því að fara tvisvar í viku í sum húsfélög yfir í að fara einu sinni í mánuði í önnur. Þá stillir maður tíðnina og annað, bæði eftir því sem hentar húsfélögunum og okkur.“ Aukning síðasta árið Ólíkt mörgum öðrum fyrirtækjum hefur verið óvenjumikið að gera hjá Grænu skátunum undanfarið ár. „Síðasta árið hefur verið gott á marga vegu. Það er meira af fólki heima fyrir og meiri neysla og þessi mikla aukning hefur skilað sér vel til okkar. Við erum eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa fundið jákvæða breytingu á þessum COVID-tímum,“ segir Torfi. „Við höfum líka mikið verið að þjónusta íþrótta- og skólahópa síðustu tvö ár. Það er oft þannig að þá er fólk frá íþróttafélögunum að labba í hús og við sjáum um rest. Þetta hefur gengið ákaflega vel og það hefur verið meira að gera síðasta árið. Við erum núna í samstarfi við einhver 6-8 íþróttafélög og það hefur gengið afskaplega vel fyrir sig.“ Einstaklingar geta einnig stutt við Grænu skátana á einfaldan hátt. „Einstaklingarnir skila í gámana á grenndarstöðvum og á Sorpustöðvunum á höfuðborgar- svæðinu, þar tökum við svo við umbúðunum. Allur ágóðinn rennur svo sem fyrr segir beint í æskulýðsstarf skátanna hringinn í kringum landið.“ Hægt er nálgast frekari upp- lýsingar í síma 550-9800 og á graenirskatar.is Við sækjum, þú færð greitt – eintóm hamingja Torfi Jóhanns- son í Grænum Skátum segir starfsemina byggjast á þremur gildum. Þau snúi að um- hverfinu, því að veita hópi sem þarf stuðning í vinnu tækifæri til að vinna og síðan að styrkja æskulýðsstarf Skátanna. MYND/ KRISTINNÓLAFSSON Fyrirtækjaþjónusta Grænu skátanna nýtur mikilla vinsælda. Flokkunartunnur Grænna skáta passa í allar geymslur, stórar sem smáar. kynningarblað 3LAUGARDAGUR 13. mars 2021 NYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.