Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags oft sézt við Ísland, en það hefir sjaldan verið fært í letur nema á 17. öld, þegar menn töldu slíkt fyrirboða merkilegra viðburða. Blóðlitur þessi hefir eflaust kom- ið af fjölgun smádýra eða jurta í sjónum.“ Hann tekur upp frásögn Hestsannáls af blóðsjó á Skagafirði 1712, og segir að þessa fyrirbæris sé miklu oftar getið í annálum.11 [Heimildir um blóðsjó á 19. öld getur víða verið að finna, svo sem í fréttapistlum í gamla Skírni, Almanaki Þjóðvinafélagsins og í bók- inni Annáll 19. aldar I–VI eftir Pétur Sigurðsson, en seinlegt er að leita þeirra.] Sigfús Sigfússon hefur smá- kafla undir fyrirsögninni „Blóðsjór“ í þjóðsögum sínum, er hann ritaði á tímabilinu 1900–1920, og getur þar um blóðsjó í Reyðarfirði 1852. Það er til að sjór og vatn sýnist verða eins og blóð á litinn og vita menn nú orðið að það kemur af þarategundum, smá- urtum. Sama getur orðið með vatn. Fyrr meir trúðu menn því að þessi litur vatns boðaði stríð og blóðsúthellingar. Síðar meir þótti það vita á mjög mikil harðindi og það enda síðan menn vissu af hverju liturinn kom. Þessi furða segja menn að oft hafi sést á Norður- og Austur- landi. Hefir það þá þótt boða harðan vetur. Halldór Jónsson, nefndur af sumum kúði, sagði að haustið 1852 hafi Reyðar- fjörður eystra orðið rauður sem blóð og óhreinn mjög, þ.e. blandinn einlægum urtaflækjum. Vetur hinn næsti var mjög harður eystra, svo fjarðamenn og útsveitungar ráku unnvörpum á uppsveitir fénað sinn.12 Í Íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar, I.–V. bindi, 1983– 1986, er aðeins minnst á blóðsjó á einum stað, í II. bindi: „Oft er getið um blóðöldu og blóðsjó í annálum, einkum frá 18. öld, en liturinn talinn stafa frá fjölda smádýra eða urta í sjónum.“ (Vitnað er í þjóðsögur, annála og Lýsingu Íslands).13 Blóðsjórinn rannsakaður Á árunum 1903–1905 fór danska rannsóknaskipið Thor nokkrar ferðir til að kanna sjó og sjávarlíf kringum Ísland og fékk Bjarni Sæmundsson dýrafræðingur að vera með í þeim ferðum þegar hann gat eða vildi. Hann sagði frá þessum ferðum í nokkrum greinum í blaðinu Ísafold. Í grein sinni 1904 ritar hann um blóðsjó í Seyðisfirði: Þegar vér komum inn í Seyðis- fjörð var sjór þar sótrauður á stórum blettum; það var blóð- sjór, sem kallað er. Vér námum staðar og skutum út silkiháfun- um. Í þann sem var allra þétt- astur fekst dálítið af rauðu efni, sem reyndist í smásjá vera urmull af örsmáum frumdýrum, líkum í laginu kringlóttum hatti með uppbrettum börðum og bifhárum hringinn í kring. Þessi dýr eru svo smá að þau fara í gegnum tálknagrind síldar- innar; enda var engin síld með þeim.144. mynd. Blóðsjór. Ljósm.: Alexis, 17. júlí 2005.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.