Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 2009, Page 47
47 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags oft sézt við Ísland, en það hefir sjaldan verið fært í letur nema á 17. öld, þegar menn töldu slíkt fyrirboða merkilegra viðburða. Blóðlitur þessi hefir eflaust kom- ið af fjölgun smádýra eða jurta í sjónum.“ Hann tekur upp frásögn Hestsannáls af blóðsjó á Skagafirði 1712, og segir að þessa fyrirbæris sé miklu oftar getið í annálum.11 [Heimildir um blóðsjó á 19. öld getur víða verið að finna, svo sem í fréttapistlum í gamla Skírni, Almanaki Þjóðvinafélagsins og í bók- inni Annáll 19. aldar I–VI eftir Pétur Sigurðsson, en seinlegt er að leita þeirra.] Sigfús Sigfússon hefur smá- kafla undir fyrirsögninni „Blóðsjór“ í þjóðsögum sínum, er hann ritaði á tímabilinu 1900–1920, og getur þar um blóðsjó í Reyðarfirði 1852. Það er til að sjór og vatn sýnist verða eins og blóð á litinn og vita menn nú orðið að það kemur af þarategundum, smá- urtum. Sama getur orðið með vatn. Fyrr meir trúðu menn því að þessi litur vatns boðaði stríð og blóðsúthellingar. Síðar meir þótti það vita á mjög mikil harðindi og það enda síðan menn vissu af hverju liturinn kom. Þessi furða segja menn að oft hafi sést á Norður- og Austur- landi. Hefir það þá þótt boða harðan vetur. Halldór Jónsson, nefndur af sumum kúði, sagði að haustið 1852 hafi Reyðar- fjörður eystra orðið rauður sem blóð og óhreinn mjög, þ.e. blandinn einlægum urtaflækjum. Vetur hinn næsti var mjög harður eystra, svo fjarðamenn og útsveitungar ráku unnvörpum á uppsveitir fénað sinn.12 Í Íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar, I.–V. bindi, 1983– 1986, er aðeins minnst á blóðsjó á einum stað, í II. bindi: „Oft er getið um blóðöldu og blóðsjó í annálum, einkum frá 18. öld, en liturinn talinn stafa frá fjölda smádýra eða urta í sjónum.“ (Vitnað er í þjóðsögur, annála og Lýsingu Íslands).13 Blóðsjórinn rannsakaður Á árunum 1903–1905 fór danska rannsóknaskipið Thor nokkrar ferðir til að kanna sjó og sjávarlíf kringum Ísland og fékk Bjarni Sæmundsson dýrafræðingur að vera með í þeim ferðum þegar hann gat eða vildi. Hann sagði frá þessum ferðum í nokkrum greinum í blaðinu Ísafold. Í grein sinni 1904 ritar hann um blóðsjó í Seyðisfirði: Þegar vér komum inn í Seyðis- fjörð var sjór þar sótrauður á stórum blettum; það var blóð- sjór, sem kallað er. Vér námum staðar og skutum út silkiháfun- um. Í þann sem var allra þétt- astur fekst dálítið af rauðu efni, sem reyndist í smásjá vera urmull af örsmáum frumdýrum, líkum í laginu kringlóttum hatti með uppbrettum börðum og bifhárum hringinn í kring. Þessi dýr eru svo smá að þau fara í gegnum tálknagrind síldar- innar; enda var engin síld með þeim.144. mynd. Blóðsjór. Ljósm.: Alexis, 17. júlí 2005.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.