Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags blóðsjó og önnur óvenjuleg fyrir- bæri í sjónum. Samkvæmt ofangreindum rann- sóknum virðist rauðlitun sjávar geta stafað af ýmsum örsmáum þörung- um eða frumdýrum í sambýli við þörunga, sem gefa þeim lit. Blóðsjór mun vera nokkuð algengt fyrirbæri, a.m.k. á norðlægum haf- svæðum, og gætir hans að jafnaði mest við strendur og í fjörðum. Á ensku kallast blóðsjórinn red tide (rauðflæði), sem virðist alkunnugt hugtak í Bretlandi og Norður- Ameríku. Á alnetinu eru fleiri en milljón færslur skráðar og við laus- lega yfirsýn virðist red tide oftast vera tengt eitruðum þörungum af flokki skoruþörunga. Hins vegar hafa ekki fundist samsvarandi orð á öðrum Norðurlandamálum eða þýsku. Í hinni norsku Aschehougs Konversasionsleksikon finnst það ekki og í Orðabók Blöndals er blóð- sjór nefndur rødfarvet Havvand á dönsku. Af því mætti ráða að fyrir- bærið sé fátítt við strendur Norður- landa og Þýskalands. Rauðátuflekkir sem blóðsjór Í skýringum Eggerts Ólafssonar og Ólafs Olaviusar, sem tilgreindar voru hér að framan, nefna þeir ‚sjávarskordýr‘ sem hugsanlega skýringu á blóðsjó, og eiga þá eflaust við smákrabbadýr. Af ummælum Bjarna Sæmundssonar í Ísafoldar- grein hans 1904 er svo að skilja að blóðsjór geti orsakast af rauðátu (Calanus finmarchicus), sem er norð- lægt krabbadýr, rautt á lit, allt að 0,5 cm langt, sem oft kemur að ströndum landsins á vorin og er upp- áhaldsfæða síldarinnar (7. mynd). Bjarni ritar: Stundum kemur blóðsjór af rauð- um smákröbbum, sem eru risar í samanburði við þessar agnir [þ.e. frumdýrið M. rubrum]. Það er meiri síldarvon þegar þess konar blóðsjór er; þau eru síldarfæða.21 Í bókinni Sjórinn og sævarbúar (1943) segir hann um rauðátu: „Þar sem hún er þétt lítur hún til-sýndar út eins og rautt grugg.“ Hann segir rauðátu koma fyrst að suðurströnd- inni snemma vors en síðan berist hún með hlýsjónum umhverfis landið.22 Árni Friðriksson segir í Síldarsögu Íslands að rauðáta sé afar algeng „og litar oft sjóinn rauðan á stórum svæð- um. Náskyld tegund (C. hyperboreus) er einnig mjög algeng.“23 Í Lesbók Morgunblaðsins 1952 er smágrein um blóðlit á sjó, líklega skrifuð af Árna Óla ritstjóra hennar. Þar segir m.a.: „Nú er þess beðið með óþreyju á hverju sumri að blóðliturinn sjáist, því að honum fylgir síldin. Þessi blóðlitur hefir ekki verið annað en rauðátan.“ Síðan vitnar hann í Síldarsögu Íslands.24 Jón Jónson (1994) virðist telja blóðsjó til vitnis um gott ástand í lífríki sjávar. Hann ritar: Frekari dæmi um hagstætt árferði til sjávar komu fram í frá- sögnum annála af svonefndum blóðsjó (þörungablóma) á Eyja- firði haustið 1765. Blóðsjór sást ennfremur víða við Norðurland 1767. Þetta haust gekk mikið af smáþorski inn á firði og fjarðar- botna norðanlands, svo að fáir þóttust muna slíkt. (Höskulds- staðaannáll, bls. 526, 527.)25 Samband blóðsjávar og fiskveiða kemur líka fram í Ballarárannál 1650, sem fyrr segir. Jón Karl Úlfarsson á Eyri, Fáskrúðsfirði, sem til fullorðinsára átti heima á Vattarnesi við Reyðar- fjörð og alla ævi stundaði sjósókn á Austfjörðum, Vestmannaeyjum og víðar, minnist þess ekki að hafa séð blóðsjó eins og hér er lýst eftir heimildum, en fyrr á árum gerð- ist það stundum að sjórinn á mið- um Vattarnesinga litaðist rauður á flekkjum af rauðátu á vorin, en hann segist ekki hafa séð rauðátu við Austurland í seinni tíð (munnl. heimild 27.03.07). Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði segist kannast við „átu- flekkina“ rauða og gráa, og telur að mikil rauðáta hafi stundum gefið sjónum rauðan lit og það hafi líklega verið nefnt blóðsjór. Einnig hafi sumir sjómenn ráðið í síldargöngur af lit sjávar.26 Af þessum dæmum virðist ljóst að sjómenn og jafnvel fræðimenn hafa kallað rauðátuflekkina blóð- sjó. Hins vegar getur það varla gilt sem almenn skýring á fyrirbærinu, heldur verður að skoðast sem önnur merking orðsins. Íslenskum sjómönn- um verður varla ætlað annað en að þeir hafi þekkt rauðátuna, sem sést vel með berum augum og var árviss á miðunum, svo naumast var ástæða til að færa hana í annála eða tengja við ógnvænlega atburði. Auk þess stemma lýsingar annála ekki við það. 7. mynd. Rauðáta (Calanus finmarchicus) og rauðátulirfa (Nauplius) til hægri.22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.