Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 2009, Side 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags blóðsjó og önnur óvenjuleg fyrir- bæri í sjónum. Samkvæmt ofangreindum rann- sóknum virðist rauðlitun sjávar geta stafað af ýmsum örsmáum þörung- um eða frumdýrum í sambýli við þörunga, sem gefa þeim lit. Blóðsjór mun vera nokkuð algengt fyrirbæri, a.m.k. á norðlægum haf- svæðum, og gætir hans að jafnaði mest við strendur og í fjörðum. Á ensku kallast blóðsjórinn red tide (rauðflæði), sem virðist alkunnugt hugtak í Bretlandi og Norður- Ameríku. Á alnetinu eru fleiri en milljón færslur skráðar og við laus- lega yfirsýn virðist red tide oftast vera tengt eitruðum þörungum af flokki skoruþörunga. Hins vegar hafa ekki fundist samsvarandi orð á öðrum Norðurlandamálum eða þýsku. Í hinni norsku Aschehougs Konversasionsleksikon finnst það ekki og í Orðabók Blöndals er blóð- sjór nefndur rødfarvet Havvand á dönsku. Af því mætti ráða að fyrir- bærið sé fátítt við strendur Norður- landa og Þýskalands. Rauðátuflekkir sem blóðsjór Í skýringum Eggerts Ólafssonar og Ólafs Olaviusar, sem tilgreindar voru hér að framan, nefna þeir ‚sjávarskordýr‘ sem hugsanlega skýringu á blóðsjó, og eiga þá eflaust við smákrabbadýr. Af ummælum Bjarna Sæmundssonar í Ísafoldar- grein hans 1904 er svo að skilja að blóðsjór geti orsakast af rauðátu (Calanus finmarchicus), sem er norð- lægt krabbadýr, rautt á lit, allt að 0,5 cm langt, sem oft kemur að ströndum landsins á vorin og er upp- áhaldsfæða síldarinnar (7. mynd). Bjarni ritar: Stundum kemur blóðsjór af rauð- um smákröbbum, sem eru risar í samanburði við þessar agnir [þ.e. frumdýrið M. rubrum]. Það er meiri síldarvon þegar þess konar blóðsjór er; þau eru síldarfæða.21 Í bókinni Sjórinn og sævarbúar (1943) segir hann um rauðátu: „Þar sem hún er þétt lítur hún til-sýndar út eins og rautt grugg.“ Hann segir rauðátu koma fyrst að suðurströnd- inni snemma vors en síðan berist hún með hlýsjónum umhverfis landið.22 Árni Friðriksson segir í Síldarsögu Íslands að rauðáta sé afar algeng „og litar oft sjóinn rauðan á stórum svæð- um. Náskyld tegund (C. hyperboreus) er einnig mjög algeng.“23 Í Lesbók Morgunblaðsins 1952 er smágrein um blóðlit á sjó, líklega skrifuð af Árna Óla ritstjóra hennar. Þar segir m.a.: „Nú er þess beðið með óþreyju á hverju sumri að blóðliturinn sjáist, því að honum fylgir síldin. Þessi blóðlitur hefir ekki verið annað en rauðátan.“ Síðan vitnar hann í Síldarsögu Íslands.24 Jón Jónson (1994) virðist telja blóðsjó til vitnis um gott ástand í lífríki sjávar. Hann ritar: Frekari dæmi um hagstætt árferði til sjávar komu fram í frá- sögnum annála af svonefndum blóðsjó (þörungablóma) á Eyja- firði haustið 1765. Blóðsjór sást ennfremur víða við Norðurland 1767. Þetta haust gekk mikið af smáþorski inn á firði og fjarðar- botna norðanlands, svo að fáir þóttust muna slíkt. (Höskulds- staðaannáll, bls. 526, 527.)25 Samband blóðsjávar og fiskveiða kemur líka fram í Ballarárannál 1650, sem fyrr segir. Jón Karl Úlfarsson á Eyri, Fáskrúðsfirði, sem til fullorðinsára átti heima á Vattarnesi við Reyðar- fjörð og alla ævi stundaði sjósókn á Austfjörðum, Vestmannaeyjum og víðar, minnist þess ekki að hafa séð blóðsjó eins og hér er lýst eftir heimildum, en fyrr á árum gerð- ist það stundum að sjórinn á mið- um Vattarnesinga litaðist rauður á flekkjum af rauðátu á vorin, en hann segist ekki hafa séð rauðátu við Austurland í seinni tíð (munnl. heimild 27.03.07). Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði segist kannast við „átu- flekkina“ rauða og gráa, og telur að mikil rauðáta hafi stundum gefið sjónum rauðan lit og það hafi líklega verið nefnt blóðsjór. Einnig hafi sumir sjómenn ráðið í síldargöngur af lit sjávar.26 Af þessum dæmum virðist ljóst að sjómenn og jafnvel fræðimenn hafa kallað rauðátuflekkina blóð- sjó. Hins vegar getur það varla gilt sem almenn skýring á fyrirbærinu, heldur verður að skoðast sem önnur merking orðsins. Íslenskum sjómönn- um verður varla ætlað annað en að þeir hafi þekkt rauðátuna, sem sést vel með berum augum og var árviss á miðunum, svo naumast var ástæða til að færa hana í annála eða tengja við ógnvænlega atburði. Auk þess stemma lýsingar annála ekki við það. 7. mynd. Rauðáta (Calanus finmarchicus) og rauðátulirfa (Nauplius) til hægri.22

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.