Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 18
VIRK VAR MITT BJÖRGUNARSKIP GUNNLAUGUR HÓLM TORFASON ÉG SEGI ALLT FÍNT,“ SEGIR GUNNLAUGUR HÓLM TORFASON SEM BÝR NÚ Í REYKHOLTI Í BORGARFIRÐI EN VINNUR Í KEFLAVÍK. Í SAMTALI VIÐ GUNNLAUG KEMUR FRAM AÐ HANN HAFI NÝLEGA LOKIÐ STARFSENDURHÆFINGU HJÁ VIRK SEM HAFI BJARGAÐ HONUM FRÁ ÖRVÆNTINGU OG SJÁLFSVÍGSHUGSUNUM TIL ANDLEGRAR OG LÍKAMLEGRAR HEILSU. „Við hjónin keyptum okkur einbýlishús hér í Reykholti eftir kulnunarástandið. Hér er sú friðsæld og fegurð sem sálin þarfnast eftir langvarandi stríð við kvíða og heilsuleysi,“ bætir hann við. En hvenær fór Gunnlaugur Hólm að finna fyrir kulnunareinkennum? „Þetta vatt upp á sig. Upphafsins er kannski að leita allt til þess tíma þegar ég sem vélstjóri hóf störf árið 1999 hjá fiskeldisfyrirtæki í Öxarfirði. Á Kópasker flutt- um við hjónin með ung börn og vorum þar í sex ár. Smám saman fór ég að finna fyrir þreytueinkennum sem ég taldi vera vegna vinnunnar. Við ákváðum því að flytja aftur til Keflavíkur, þar sem ég fæddist 1965 og ólst upp,“ segir Gunnlaugur. „Ég fékk vinnu hjá Sorpeyðingarstöð Suður- nesja í Keflavík. Samhliða stofnaði ég fljótlega fyrirtæki sem þjónustaði fiskeldisstöðvar. Í sjö og hálft ár vann ég eina viku í mánuði vaktavinnu hjá sorpeyðingarstöðinni og samhliða því vann ég fullt starf í fyrirtækinu mínu. Þetta tók á. Næturvaktir reyndust mér erfiðar og síminn gekk á fullu næstum allan sólarhringinn. Til þess að slaka á fór ég að fá mér í glas um helgar.“ Ég gekk gjörsamlega á vegg Hvenær gerðir þú þér grein fyrir ofálaginu? „Ekki strax. Ég hætti að vinna hjá sorp- eyðingarstöðinni árið 2013. Þá kom inn meðeigandi og jafnframt tók fyrirtækið að sér æ meiri þjónustu varðandi fiskeldið. Kvíði minn óx smám saman, ég gerðist félagsfælinn og fullur vanlíðunar. Svo kom að því einn daginn að ég gat ekki risið upp. Lá bara í rúminu og sá ekki leið til þess að vera áfram til. Ég hafði þá þurft að fara á bráðadeild vegna þess að ég var með allt of háan blóðþrýsting, þjáðist einnig af ofþreytu, ofsakvíða og þunglyndi. Allur pakkinn. Ég 18 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.