Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 84

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2021, Page 84
B ókin „Þegar karlar stranda – og leiðin í land“ eftir Sigríði Arnar- dóttur (Sirrý) kom út árið 2020. Bókin er gefin út í samvinnu við VIRK líkt og bókin „Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið“ sem kom út árið áður. Höfundurinn Sirrý segir að spurningar hafi vaknað í kjölfar fyrri bókarinnar sem hún vann í samstarfi við VIRK um hvernig þessum málum sé háttað hjá karlmönnum. Kulna þeir, örmagnast eða brotna þeir? Sirrý lýsir bókinni sem viðtalsbók við sigur- vegara, karla sem hafa strandað í lífinu en rifið sig upp og náð landi í einkalífi og starfi. Langvarandi streita, örmögnun og alvarleg áföll virðast ýta undir það að æ fleiri, karlar EYSTEINN EYJÓLFSSON verkefnastjóri hjá VIRK BÓKARÝNI ÞEGAR KARLAR STRANDA – OG LEIÐIN Í LAND og konur, lenda í ógöngum og hrekjast jafnvel af vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að við karlar tölum síður um líðan okkar. Við veljum margir hverjir að bíta á jaxlinn og bera harm okkar í hljóði. Bókin samanstendur af viðtölum við karl- menn á ólíkum aldri, úr ólíkum áttum og með mismunandi stöðu í samfélaginu sem veita einstaka innsýn í líf sitt og líðan. Hópur viðmælenda er fjölbreyttur: framkvæmdastjóri, starfsmaður á leikskóla, vörustjórnunarfræðingur, sjómenn, grafísk- ur hönnuður, leikari og húsasmiður. Reynslusögur karlanna eru mismunandi eins og þeir eru margir en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa strandað og upplifað verulega vanlíðan. Þeir gátu ekki unnið, festust í óvirkni og voru við það að gefast upp. Þeir segja frá ólíkri reynslu sinni, allt frá því að detta úr skóla eða vinnu og festast við tölvuna í ofsakvíða og óvirkni yfir í að upplifa langvarandi streitu og ofurálag í stjórnendastarfi og lenda í alvarlegri kulnun. Allir eiga það sameiginlegt að grípa til aðgerða, opna sig um líðan sína, fara að vinna í sínum málum og komast í land. Í bókinni er einnig fjallað um það hvernig karlmenn fyrri tíma brugðust við örmögnun og áföllum og rætt við sálfræðing og félags- ráðgjafa um veruleika þeirra sem stranda í lífinu sem gefur bókinni aukna dýpt og gildi. Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur segir að 84 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.