Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 05.06.2021, Qupperneq 4
Við höfum eðlilegar áhyggjur því við höfum verið á riðufríu svæði og viljum halda því áfram. Halldóra Lóa Þorvalds- dóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar. n Tölur vikunnar 350 atvinnuleitendur hafa sætt viður- lögum vegna höfnunar á starfs- tilboði eða skylduvirkni frá því átakið „Hefjum störf“ hófst. 800 hafa verið ráðin til Icelandair fyrir sumarið. 40 teiknimyndir eru nú aðgengilegar með íslenskri talsetningu á Disney+. 7,9 prósenta hækkun er á fasteignamati íbúða á landinu samkvæmt Þjóðskrá. 7.340 í aldurshópnum 55 ára og eldri voru greind með þunglyndi árið 2020. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB Við verðum að draga línu í sand­ i n n og ha f na a l fa r ið f rek a r i e i n k a v æ ð i n g u í h e i l b r i g ð i s ­ kerfinu. Einka fram kvæmd er ekki töfra orð sem lækkar kostnað. Eins og Rúnar Vil hjálms son prófess­ or benti á í erindi á opnum fundi BSRB, eykur einka fram kvæmd al­ mennt kostnað vegna kostnaðar­ liða á borð við stjórnunar kostnað, arð greiðslur og aukins kostnaðar eftir lits aðila. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar Það er allt of erfitt fyrir ungt fólk að uppfylla grunn­ þarf ir sínar og sinna: Það eru grundvallar mann­ réttindi að geta búið sér heimili og fætt og klætt sig og sína sómasam­ lega, án þess að þurfa að steypa sér í óheyrilegar skuldir eða vinna myrkranna á milli. Mörður Árnason áhugamaður um íslenska náttúru og fyrrverandi alþingismaður Maður spyr svo í f ram haldinu, a f þv í þ j ó ð ­ garðurinn var eitt af því sem VG taldi sér til tekna í þessari stjórn: Sagði for maður VG sínu fólki ekkert frá fyrir vara Fram sóknar í nóvem­ ber 2017? Var stuðningur við stjórn­ ina í þing flokki og flokks ráði VG þá að þessu leyti ekki á sann ferðugum for sendum? Eða var enginn fyrir­ vari? n n Þetta sögðu þau Vegfarandi sá hrævökvann sullast úr bílnum frá Norðurárdal og alla leið inn í Leirársveit. FRÉTTABLAÐIÐ/PJÉTUR MAST telur þann riðu­ smitaða úrgang sem sullaðist úr flutningabíl í Borgarfirði ekki kalla á jarðvegsskipti eða umfangsmiklar aðgerðir. Borgfirðingar hyggjast fá álit utanaðkomandi sérfræðings.  kristinnhaukur@frettabladid.is VESTURLAND Sveitarstjórn Borgar­ byggðar hyggst fá álit utanaðkom­ andi sérfræðings til að meta hættu á riðuveiki í sveitarfélaginu eftir slys við f lutning smitaðra hræja í mars. Matvælastofnun, MAST, hefur útskýrt aðgerðarleysi sitt bréf­ leiðis en sveitarstjórn telur það ekki nægjanlegt. Mikill ótti sé við riðu í Borgarbyggð. „Við höfum eðlilegar áhyggjur því við höfum verið á riðufríu svæði og viljum halda því áfram,“ segir Hall­ dóra Lóa Þorvaldsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, sem óskaði eftir skýringum frá MAST. Þann 18. mars síðastliðinn var verið að flytja kindahræ úr Skaga­ firði, þar sem riðusmit kom upp, til brennslu í Kölku á Suðurnesjum. Hleri á f lutningabíl gaf sig vegna þrýstings frá hræjunum með þeim afleiðingum að úrgangur sullaðist úr bílnum. Uppgötvaðist þetta áður en bíllinn komst að Hvalfjarðar­ göngunum og var honum snúið til Akraness þar sem hræin voru færð í annan bíl. „MAST telur sig hafa hugmynd um hvenær hlerinn hafi opnast en þeir geta ekki fullvissað okkur hversu langur vegarkafli þetta er og vita ekki hversu mikið magnið er,“ segir Halldóra. „Við ætlum nú að fá annað álit, frá utanaðkomandi sér­ fræðingi í smitvörnum dýra, áður en við ákveðum hvort við förum fram á frekari aðgerðir.“ Í bréfi MAST til Borgarbyggðar kemur fram að stofnuninni hafi borist ábending frá vegfaranda um að slest hefði úr flutningabílnum af og til frá Norðurárdal niður í Leirár­ sveit, yfir nær allan hringvegskafla sveitarfélagsins. Eftir skoðun hafi MAST ákveðið að litlar líkur væru á því að sauð­ fénu stafaði hætta af vökvanum því magnið væri lítið og féð gengi ekki á þessu svæði fyrr en eftir nokkra mánuði. Þá væru ýmsir umhverfis­ þættir til þess fallnir að minnka virkni efnisins, það er að smitefni brotni niður í sól og ágangi veðurs. „Riða er ekki bráðsmitandi sjúk­ dómur og töluvert mikið smitefni þarf til að kindur sýkist“, segir í bréfinu. MAST mun þó biðja Vega­ gerðina að fylgjast með smölun á umræddu svæði í sumar og sýni verða tekin úr fé á bæjunum næstu sláturtíðir. Halldóra segir Borgarbyggð þó hafa áhyggjur í ljósi þess að vega­ stæði eru víða ekki nægilega vel afgirt og ekki hægt að treysta því að sauðfé komist ekki að veginum. Þá bendir hún á að á Akranesi, þangað sem flutningabíllinn fór, var farið í mjög umfangsmiklar aðgerðir. Þar var svæði girt af og jarðvegi skipt út. „Við viljum vita af hverju þetta var ekki gert á þessu svæði líka,“ segir hún. n Óttast riðusmit og vilja annað álit Íslendingar hafa búið við riðu í sauðfé í um það bil 130 ár. Hún kom fyrst upp í Skaga- firði og breiddist fljótt út um Mið-Norðurland. Úr Læknablaðinu BJÓÐUM UPP Á 37” - 40” BREYTINGAPAKKA BREYTINGAVERKSTÆÐI ÍSBAND, SMIÐSHÖFÐA 5, SÉRHÆFIR SIG Í BREYTINGUM Á RAM PALLBIFREIÐUM. ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.421.210 KR. ÁN VSK. 9.202.300 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 4 Fréttir 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.