Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 12
Heil- brigðisráð- herra hefur verið borið á brýn að vera heldur fylgjandi ríkis- rekinni heilbrigðis- þjónustu en hinni einka- reknu. Það móðg- ast enginn við það að vera talinn mannauðs- stjóri að ósekju. Það sama verður ekki sagt um ræsti- tækna. Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is n Mín skoðun n Gunnar Sif Sigmarsdóttir Um síðustu helgi birtist athyglis-vert viðtal í Fréttablaðinu við Fidu Abu Libdeh. Árið 1995, þegar Fida var sextán ára, f lutti hún til Íslands frá Palestínu ásamt móður sinni og systkinum. Fida þráði að ganga menntaveginn en átti erfitt með að fóta sig. „Kerfið gerði ekki ráð fyrir okkur,“ sagði Fida. Hún gafst þó ekki upp og af harð- fylgi lærði hún íslensku, útskrifaðist úr orku- og umhverfistæknifræði frá Háskóla Íslands og stofnaði eigið fyrirtæki. Fida segist þó enn ekki vera álitin jöfn þeim sem fæddust á Íslandi. Þegar hún verslar í stórmörkuðum er hún gjarnan spurð hvort hún vinni þar. Nýverið gekk hún inn á kaffistofu fyrirtækis þar sem vörur eru framleiddar fyrir fyrirtæki hennar. Hópur karlar stóð á fætur og spurði: „Ertu komin til að þrífa?“ Fida svarði: „Af hverju í fokkinu haldið þið það?“ Slíkar staðalhugmyndir eru útbreiddar. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Frétta- blaðsins, sem tók viðtalið við Fidu, sagði sögu í leiðara í vikunni af því þegar hún ritstýrði eigin tímariti. Hún sat við tölvuna á skrifstofu blaðsins í opnu rými sem hún deildi með fleiri fyrirtækjum þegar þrír karlar gengu inn á leið- inni á fund. Þeir sneru sér að Björk og spurðu: „Gætirðu sótt fyrir okkur kaffi?“ Síðan hlógu þeir dátt að háðsglósunum. Á yfirborðinu eru þessar tvær frásagnir dæmi um hve lengi lifir í gömlum glæðum; fordómar í garð innflytjenda eru þrautseigir; enn glittir í gömul viðhorf um að konur séu handlangarar merkilegra manna sem tryggja að jörðin snúist um möndul sinn. Undir yfir- borðinu leynist hins vegar önnur saga, saga hóps sem býr við svo alltumlykjandi fordóma að við sjáum þá ekki frekar en loftið sem við öndum að okkur. Fullkomlega tilgangslaus Hin sextíu og sjö ára Julie Cousins sagði starfi sínu lausu á dögunum. Cousins starfaði sem ræstitæknir hjá breska bankanum HSBC og hafði þrifið banka í þrjátíu og fimm ár. Upp- sagnarbréf sem Cousins skrifaði yfirmanni sínum fór eins og eldur í sinu um internetið. Þar greindi hún frá ástæðu uppsagnarinnar sem hún sagði „óvægin og grimm“ orð yfir- mannsins í hennar garð. Cousins bætti við: „Þær endurspegla þinn innri mann en ekki minn.“ Samstarfsfólki sínu í bankanum bar hún kveðju: „Í veröld þar sem þið getið verið hvað sem er, verið góð – því þið eruð ekkert merkilegri en ræstitæknirinn.“ Skoðanakönnun sem var gerð í Bretlandi árið 2015 sýndi að 37% fólks á vinnumarkaði taldi starf sitt vera með öllu óþarft. Mann- fræðingurinn David Graeber skrifaði met- sölubókina „Bullshit Jobs“ byggða á könnun- inni, þar sem því er haldið fram að meira en helmingur starfa í nútímasamfélagi séu full- komlega tilgangslaus, en flest séu þau á sviði fjármálastarfsemi, lögfræði, mannauðsstjórn- unar, almannatengsla og ráðgjafastarfsemi. Það móðgast enginn við það að vera talinn mannauðsstjóri að ósekju. Það sama verður ekki sagt um ræstitækna. Skömmu fyrir sviplegt andlát David Gra- eber í september síðastliðnum flutti Breska ríkisútvarpið hugleiðingar hans um kóróna- veirufaraldurinn. „Lokun samfélaga í sótt- varnaskyni hefur sýnt okkur að því fleiri sem njóta góðs af því sem einstaklingur vinnur við, því lægri eru laun hans,“ kvað Graeber. Það sama virðist gilda um virðingu. Starfs- titlar þeirra sem sinna gagnlegustu störfum samfélagsins, störfum á borð við ræstingar og afgreiðslu í matvöruverslunum, eru taldir hin mesta smán. Þeir eru notaðir til að móðga og við tökum þeim hugsunarlaust sem móðgun. „Hvað er svona merkilegt við það ...?“ sungu Grýlurnar forðum. Hvað er svona merkilegt við það að vinna á skrif borðsstól á hjólum? Hvað er svona merkilegt við það að sitja fundi, senda tölvupósta og skrifa skýrslur? Julie Cousins veit svarið: Ekkert. n Hvað er svona merkilegt við það? Þótt við stærum okkur af framúrskarandi heilbrigðisþjónustu eru á henni agnúar sem treglega gengur að sníða af. Biðlistar eftir lífs-bætandi heilbrigðisþjónustu eru til vitnis um það. Nefna má liðskiptaaðgerðir sem dæmi í því samhengi. Í því tilviki þurfa þeir sem búa við skert lífsgæði að bíða misserum saman eftir liðskiptum, til að mynda í hné eða mjöðm, á opinberu sjúkrahúsi, þegar í boði er að minnsta kosti jafngóð lausn í einkarekstri en þá þarf sá þjáði að standa straum af kostnaðinum sjálfur og án greiðsluþátttöku hins opinbera. Umræða um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er ekki ný af nálinni hér á landi. Um árabil hefur heilbrigðis- þjónusta verið veitt með blönduðu fyrirkomulagi, sumt á vegum einkarekstrar og annað á hendi ríkis. Fyrir stuttu kynnti BSRB könnun sem Félagsvísinda- stofnun framkvæmdi. Um niðurstöðu könnunarinnar sagði bandalagið á heimasíðu sinni að þjóðin hafni einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Í vikunni birtust hér í blaðinu tvær aðsendar greinar. Önnur eftir formann BSRB, þar sem fullyrt var að niðurstaða könnunarinnar sýni að mikill meirihluti landsmanna vilji heilbrigðiskerfi sem rekið er af hinu opinbera fyrir skattfé og hafni aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hina skrifuðu formaður Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í félaginu um uppslátt bandalagsins að sú staðhæfing rími ekki við niðurstöður könnunarinn- ar. „Gögnin eru afdráttarlaus um að þetta eigi vissulega við um sjúkrahúsrekstur en ef aðrir þættir heilbrigðis- kerfisins eru skoðaðir er niðurstaðan þveröfug.“ Í gær spurðist út að læknastofum Domus Medica verði lokað um næstu áramót. Þar hefur verið hýst fjöl- breytt heilbrigðisþjónusta frá því 1966 við börn og full- orðna. Haft var eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að um sé að kenna ríkisvæðingarstefnu stjórnvalda. Heilbrigðisráðherra hefur verið borið á brýn að vera heldur fylgjandi ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu en hinni einkareknu, enda eru engin merkjanleg teikn um að ráðherrann styðji í verki hið blandaða kerfi einkarekinnar og ríkisrekinnar heilbrigðisþjónustu sem verið hefur hér við lýði í áratugi. Þvert á móti hefur hún stigið áberandi skref til ríkisvæðingar. Nýlega var krabbameinsleit í brjóstum og leghálsi kvenna flutt úr höndum Krabbameinsfélagsins til hins opinbera. Ekki verður beinlínis sagt að sú framkvæmd hafi gengið snurðulaust. Til stendur að innleiða nýtt bókhaldskerfi í opinber- um heilbrigðisrekstri með það að markmiði að greitt verði fyrir hvert viðvik líkt og í einkarekna kerfinu. Um hríð hefur kerfið verið til reynslu innan Landspítalans og ættu heilbrigðisyfirvöld því að hafa góða hugmynd um hvað hver aðgerð kostar hjá hinu opinbera annars vegar og hjá einkaaðilum hins vegar. Fyrirkomulag þessara mála til framtíðar hlýtur að verða eitt af stóru kosningamálunum í haust. Áður en gerðar verða fleiri kannanir, og sérstaklega áður en þetta mikilvæga mál fer í dóm kjósenda, þarf að fá þessar upplýsingar fram. Umræðuna þarf að byggja á staðreyndum en ekki því sem manni finnst, hvort sem um ráðherra eða formann hagsmunasamtaka er að ræða. n Á bið 44% 18-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* *Samkvæmt prentmælingum Gallup 20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — 68% 55-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* Sími: 550 5050 – soludeild@frettabladid.is NÁÐU TIL FJÖLDANS! SKOÐUN 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.