Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 22
Genetísk og lagaleg tengsl ekki aðalatriði í fjölskyldu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna
‘78, segist þekkja þó nokkur dæmi þess að samkyn-
hneigt fólk eignist börn saman á svipaðan hátt og
um ræðir í grein þessari.
„Ég held að það hafi færst í aukana á undan-
förnum árum. Þetta er ein leið til að eignast börn,
þá sérstaklega fyrir pör tveggja karla, en þetta er þó
veruleiki sem hvergi er tekið tillit til í kerfinu okkar,“
útskýrir Þorbjörg og á þá við að ekki sé hægt að skrá
fleiri en tvo foreldra barns.
„Ekki er hægt að skrá fleiri frá upphafi en bara
líffræðilega foreldra. Fólk er að stofna til fjölskyldu
saman og lagaleg staða verður að vera tryggð. Það
er ýmislegt sem getur komið upp þar sem réttindi
barnsins gagnvart foreldri eru ekki tryggð, til að
mynda þegar kemur að erfðarétti eða flutningi milli
landa. Sem dæmi mætti nefna að ef kemur til skiln-
aðar hjá hommapari og annar aðilinn er skráður sem
faðir barnsins hefur hinn engan rétt til barnsins sem
þeir ákváðu að ala upp saman sem er augljóst brot á
rétti barnsins. Þetta getur verið rosalega flókið.
Þessi umræða hefur átt sér stað í Hollandi einu
landa að mínu viti. Þar var gerð mörg hundruð
blaðsíðna skýrsla og þó að á endanum hafi þetta
mál verið drepið er þessi umræða að fara af stað í
Evrópu,“ segir Þorbjörg, en Samtökin sendu umsögn
til Alþingis þegar unnið var að nýju fæðingarorlofs-
frumvarpi, þar sem bent var á að fjölskyldur væru
mun fjölbreyttari en ráða mætti af frumvarpinu. Í
umsögninni segir meðal annars:
„Mörg börn eiga fleiri en tvo foreldra og rétt væri
að löggjafinn tæki mið af því. Fjölskyldur hinsegin
fólks eru til dæmis oft samsettar frá upphafi, til að
mynda börn sem verða til þegar samkynja par og
einstaklingur stofna fjölskyldu saman, eða þegar
tvö samkynja pör gera það sama.“
Hagsmunir barnanna undir
„Í barnalögum er gert ráð fyrir því að þegar tvær
konur eignast barn saman sé það gert á tækni-
frjóvgunarstofnun,“ segir Þorbjörg sem þó þekkir
þá leið sem farin var í tilfellinu sem hér er fjallað
um. „Lögin ná ekki yfir allar leiðir sem hinsegin
fólk fer til að eignast börn og ef fólk er búið að
ákveða að eignast barn saman er mjög skiljanlegt
að það finni ekki ástæðu til að flækja málin og
auka kostnað með því að fara í gegnum ákveðna
stofnun.“
Þorbjörg segist gera ráð fyrir því að mikinn
undirbúning þurfi til þess að eignast barn á þennan
hátt. „Það þarf allt að vera á hreinu og því er baga-
legt að lagalega staðan sé svona óviss og það halli
svo á ákveðna aðila í málinu. Við innan hinsegin
samfélagsins vitum sem er að genetísk og laga-
leg tengsl er ekki það sem skiptir máli þegar við
stofnum til fjölskyldu. Allt kerfið er áratugum á
eftir í hugsun. Þó ég skilji að kerfisbreytingar gerist
hægt þá er mikilvægt að hagsmunir barns séu
tryggðir. Þeir eru fyrst og fremst undir.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna 78
segir mikilvægt að hagsmunir barna séu tryggðir og
kerfið sé áratugum á eftir í hugsun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
urra vikna fundi varð útséð með
að það tækist. Með því að búa ekki
lengur undir sama þaki var ljóst
að ekki yrði úr hugmyndinni með
fyrsta árið eins og upphaflega var
gengið út frá, en f leira virtist hafa
breyst, eins og hvenær væri stefnt
á að barnið myndi fyrst dvelja yfir
nótt hjá feðrunum.
Skert tengslamyndun
Sonurinn, Valur Sturla fæddist 7.
nóvember síðastliðinn, en mánuð
irnir á undan einkenndust af ósætti
foreldranna og tilraunum til sátta.
Þar upplifðu feðurnir að ákvarðanir
væru teknar á forsendum móður
innar og eins væri upplýsingagjöf
varðandi barnið einskorðuð við það
sem móðirin vildi gefa þeim upp.
„Það hefði mátt koma í veg fyrir
mikil særindi og andlegt ofbeldi sem
við höfum orðið fyrir, ef löggjöfin
væri einfaldlega skýr og barnið fengi
fullan aðgang að báðum foreldrum
frá fæðingu,“ segir Hermann, sem
hefði viljað að allir aðilar fengju ráð
gjöf í gegnum Sýslumannsembættið
frá fæðingu barnsins.
„En eins og staðan er þurfum við
að fara í forsjármál við hana með
tilheyrandi kostnaði og tíma. Hún
aftur á móti fær gjafsókn frá ríkinu,
þar sem hún er einstæð móðir. Ef
ferlið væri þannig að sáttaferli færi
af stað strax fyrsta mánuðinn væru
börnin betur sett. Þess í stað skerð
ist tengslamyndunin enda getur
móðirin dregið allt ferlið á langinn,“
segir Hermann.
„Við erum sammála um að barn
þarf á móður sinni að halda í upphafi
en okkur þykir mikilvægt að fá að sjá
barnið daglega. Nú hefur móðirin
sett reglu um að við megum sjá son
okkar fimm daga vikunnar í þrjár
klukkustundir í senn. Við þurfum
ítrekað að sækja hann í úthverfi til
foreldra hennar á meðan við lögðum
áherslu á að búa sem næst móður en
sjaldnast sækjum við hann þangað,
á lögheimili hans. Þetta gerir það að
verkum að um 40 mínútur af sam
verutíma okkar fer í akstur fram
og til baka og þá standa aðeins
eftir rúmar tvær klukkustundir
til tengslamyndunar við okkur
og okkar fólk,“ segir Hermann og
Benja min blandar sér inn í frásögn
ina: „Við gerðum þetta með mann
eskju sem við héldum að við gætum
treyst. Samkvæmt lögum á barn rétt
á jafnri umgengni við báða foreldra.
Því finnst mér það skjóta skökku við
að gengið sé út frá því að ef foreldrar
eru ekki giftir eða í sambúð, fari öll
réttindi til móðurinnar.
Er ekki einstæð móðir
Ég skil að á einhverjum tímapunkti
hafi það verið rétta viðmiðið, en við
verðum þó að spyrja okkur spurn
inga um það hvers vegna þetta er
enn svona, þegar fjölskyldugerðir
eru orðnar svo margvíslegar. Þegar
ósætti kemur upp vegna smámuna
hefur móðirin rétt á að labba í burtu
með barnið þitt, jafnvel þó að þú
viljir taka fullan þátt í uppeldi þess.
Mér finnst það undarleg staða í svo
litlu landi þar sem barneignir utan
hjónabands eru svo algengar. Að
mínu mati ætti að ganga út frá því
frá upphafi að réttindum og forsjá
sé skipt jafnt milli foreldra og sýslu
maður myndi skera úr ef ósætti
kæmi upp.
Eins spyr ég mig hver skilgrein
ingin á einstæðri móður er. Barns
móðir okkar er ekki einstæð móðir
þó hún nýti öll slík fríðindi sér í vil.
Hún gerði þetta ekki ein, þetta var
allt ákveðið fyrir fram og hún var
ekki yfirgefin af okkur,“ segir Benja
min með áherslu.
Móðirin fær allan rétt
Þeir benda á að þó breyting á barna
lögum þar sem skipt búseta barns er
leyfð sé mikið framfaraskref, hefði
mátt ganga skrefi lengra, enda sé
enn gengið út frá góðu samkomu
lagi foreldra.
„Jafnvel við Hermann erum oft
ósammála og þegar kemur að
barnauppeldi verða alltaf óþægileg
Benjamin og Hermann eru ósáttir við að þurfa að fara í forsjármál til að knýja fram jafna umgengni við son sinn.
umræðuefni sem þarf að taka á. Við
verðum öll með ólíkar skoðanir.“
Upphaf lega hugmyndin var að
aðlögun að viku og viku fyrirkomu
lagi hæfist við sex mánaða aldur, en
svo yrði það reglan frá 11 til 12 mán
aða aldri. Feðurnir segja að móðirin
hafi sífellt dregið að skrifa undir
samninginn og nú sé svo komið að
þeir verði að sætta sig við þá skertu
umgengni sem hér fyrr er lýst.
„Það bjóst enginn við að þetta
myndi gerast á einni nóttu enda
er hann svo lítill. Þetta þarf þó að
gerast og betra að venja hann við
rólega,“ segir Benjamin.
„Kerfið veitir móðurinni allan rétt
og faðirinn þarf að berjast fyrir því
að fá jafnan rétt, jafnvel þótt lögin
kveði á um hann. Margar mæður
líta einfaldlega á þetta sem sinn
persónulega rétt og af góðmennsku
sinni leyfi þær föðurnum að taka
þátt. En í raunveruleikanum er um
rétt barnsins að ræða,“ segir hann
með áherslu.
Allir drulluhræddir
„Það er engri manneskju heilbrigt
að lenda í þessu,“ segir Hermann og
það er augljóst að umræðan tekur
á. „Það er alveg jafn erfitt að sækja
hann og skila honum.“
Málið er eðlilega f lókið og þó að í
raun sé barnið getið í hjónabandi er
Hermann ekki líffræðilegur faðir og
því réttindalaus með öllu.
„Þú getur ímyndað þér hvernig
réttindaleysi mitt skemmir fyrir
tengslamyndun fjölskyldu minnar
við barnið. Það særir rosalega að
horfa upp á fjölskyldu mína passa
sig, ég sé alveg hvernig þau halda á
hinum frændsystkinum mínum,“
segir hann. „Það er svo ósanngjarnt
gagnvart honum. Það eru allir
drulluhræddir,“ segir Hermann og
bendir á að þó fjölskyldan verði allt
af tengd drengnum í gegnum hjóna
band þeirra Benjamins þá hafi staða
hans og téð ósætti áhrif.
Vikulega fara þeir þó með soninn
í matarboð til foreldra hans og vill
hann þannig gæta þess að hann
tengist þeim. „Ég vil ekki að hann
verði skíthræddur heima hjá besta
fólki í heimi sem eru mamma mín
og pabbi.“
Benjamin, sem hlýtt hefur á eigin
mann sinn, bætir við að lokum með
ákveðnum uppgjafartón; „Þvílík
sóun á almannafé að við þurfum að
fara þessa leið með mál sem mun
enda alveg eins og við ætluðum að
hafa það í upphafi.“ En nú þarf hann
að sækja fyrir dómstólum fulla forsjá
yfir syni sínum til þess að eiga von á
að fá skipta forsjá með barnsmóður
sinni. n
Við erum sammála um
að barn þarf á móður
sinni að halda í upp-
hafi en okkur þykir
mikilvægt að fá að sjá
barnið daglega.
Barnsmóðir okkar er
ekki einstæð móðir þó
hún nýti öll slík fríð-
indi sér í vil. Hún gerði
þetta ekki ein, þetta
var allt ákveðið fyrir-
fram og hún var ekki
yfirgefin af okkur.
22 Helgin 5. júní 2021 LAUGARDAGUR