Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 24

Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 24
Elín Vigdís Guðmundsdóttir var unglingur þegar hún veiktist alvarlega af átröskun. Nýverið stofnaði hún, ásamt þeim Margréti Helgadóttur og Elísu Guðrúnu Brynjólfs- dóttur, samtökin SÁTT um átröskun og tengdar raskanir. Ég var alvarlega veik fyrir sextán árum og fór til Kanada í meðferð í þrjá mánuði beint eftir að ég kláraði stúdentsprófið. Ég ætlaði ekki að segja neinum frá þessu,“ segir Elín Vigdís og leggur mikla áherslu á orð sín. Veikindin bar ekki brátt að heldur ágerðust smám saman í kjölfar áfalla sem Elín Vigdís upplifði í sínu lífi. Fyrst sem barn og svo sem ung- menni í menntaskóla. Að hennar sögn hafi henni fundist átrösk- unin deyfa kvíða og vanlíðan, með ofþjálfun og svelti sem ágerðist og hún missti fljótt stjórn á. „Það vissi enginn af þessu eða hversu illa mér leið og ég skil ekki hvernig ég lifði þetta af,“ segir hún. Hún segir að í menntaskóla, á meðan veikindunum stóð, hafi hún fengið útrás í gegnum leiklist. Þar hafi hún fengið að vera einhver önnur en hún sjálf og gat gleymt því hversu mikið hún þjáðist. „Ég fékk í raun bara frekar jákvæð skilaboð, að vera grönn og smá skrít- in,“ segir Elín Vigdís. „Hins vegar var það leiklistarkennarinn minn sem hafði samband við mömmu fyrst og hafði áhyggjur af mér og mamma fékk áfall þegar hún sá mig á sviði. Ég man enn eftir því.“ Lífið tók við eftir meðferð Hún segir að áður en hún fór í með- ferðina hafi hún verið á hræðilegum stað andlega og ekki séð leið út, en samþykkti þó, með semingi, að fara í meðferðina. Eftir meðferðina lifði Elín sínu lífi eins og flestir gera. Fór í nám, byrjaði í vinnu, stundaði áhugamálin sín og eignaðist svo börn. „Lífið tók bara við og ég var ekk- ert mikið að spá í þetta fyrr en ég fór fyrir ári síðan að kenna jóga og hug- leiðslu í átröskunarteyminu,“ segir hún, en þar hefur allt sem hún lærði í meðferðinni í Kanada nýst henni vel. Hún segir að það sé frábært fólk að vinna að þessum málum á Íslandi, sem sannarlega reyni að gera sitt besta og nýta það sem er í boði, en er mjög gagnrýnin á hversu lítið er í boði og hversu mikill misskilningur er enn við lýði um sjúkdóminn. „Ég fékk sjokk þegar ég byrjaði í þessu. Það sem er í boði er gjörsam- lega óásættanlegt. Fólk heldur að þetta sé allt öðruvísi. Að þetta sé val og að þeir sem eru veikastir séu ótrú- lega mjóir en þetta er ekki þannig. Þú getur verið í kjörþyngd, í geggj- uðu formi, að taka þátt í einhverjum keppnum og verið með allt á hreinu á yfirborðinu, en á sama tíma verið á barmi þess að fremja sjálfsmorð úr sársauka og þessum geðsjúkdómi,“ segir Elín Vigdís. Sjúkdómurinn herjar að miklu leyti á ungt fólk og sérstaklega stelpur. Hún segir að sjúkdómurinn taki á sig ólíka mynd hjá hverjum og einum. Hjá henni hafi þetta verið eins og fíkn, en hún telur að sama hvernig sjúkdómurinn kemur fram sé hann verulega lífsgæðaskerðandi og lífshættulegur. „Það var í það minnsta í mínu til- felli, og það tala ekki allir um þetta þannig, en þetta var mér fíkn. Birt- ingarmyndirnar eru auðvitað mjög margar og fjölbreyttar, en þær geta orðið mjög alvarlegar þegar það er til dæmis einhver áfallasaga að baki og þetta þjónar þeim tilgangi að draga úr sársaukanum. Það er svo auð- velt að missa stjórn á þessu og þetta verður yfirþyrmandi á mjög stuttum tíma,“ segir Elín Vigdís. Kraftaverk að verða ólétt Af leiðingar átröskunarsjúkdóma Við sem samfélag berum ábyrgð á þessum veikindum Elín Vigdís Guðmundsdóttir stofnaði samtökin SÁTT og vill bæta meðferð og forvarnir fyrir átröskunarsjúklinga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI geta verið mjög alvarlegar líkamlega ef fólk glímir lengi við sjúkdóminn eins og lifrarbilun, beinþynning og nýrnabilun, auk þess sem sjúkdóm- urinn getur haft áhrif á frjósemi. „Mér fannst í raun kraftaverk að ég hefði getað orðið ólétt. Ég varð rosalega þakklát en á sama tíma meðvituð um ábyrgðina. En þá fann ég líka í fyrsta skipti raunverulega sjálfsumhyggju og virðingu fyrir líkamanum mínum,“ segir Elín Vig- dís. Hún segir að meðgöngunni hafi einnig fylgt vilji til að vera hraust og heilbrigð og hlustun á líkamann. Hún hafi líka hugsað mikið um hvað það skipti miklu að eiga heil- brigt samband við mat í uppeldi barna sinna og vera meðvituð um þau skilaboð sem við sendum þeim um mat. Til dæmis að eiga góðar samverustundir í kringum mat, setja ekki jákvæða eða neikvæða til- finningu á mat, að það sé góður eða vondur matur og svo framvegis. Að hlusta á líkama sinn, einblína á hvað við getum gert með líkamanum og fyrst og fremst að hugsa og tala vel um okkur sjálf. „Ég vil senda dóttur minni skila- boð um að stelpur séu sterkar og öflugar. Femínistahjartað mitt fór alveg á milljón í meðgöngunni en á sama tíma var ég mjög meðvituð um átröskunina. Það er ekki hægt að vera fullkominn alltaf og auð- vitað dett ég í að finnast hún sjúk- lega sæt og það á ekkert að refsa sér fyrir það. Það er bara mikilvægt að vera meðvitaður um það hvernig þú talar um barnið og til þess og að þú notir alls konar orð eins og klár, fal- leg, skemmtileg, því það er alltaf það sem er fallegast við fólkið manns. Þau sem maður elskar finnst manni falleg,“ segir Elín Vigdís. Hún segir það hættuleg skilaboð til barna að þau séu eitthvað betri en önnur því þau eru sætari. Því það er í raun hrein tilviljun hvernig mann- eskja lítur út. „Þegar þú heldur að þú sért betri út af einhverju svoleiðis ertu kom- inn á hættulegan stað og orðinn fangi þess,“ segir Elín Vigdís. Kallar eftir mótvægi Hún kallar eftir því að það sé eitt- hvað mótvægi í samfélaginu á móti skilaboðum sem börn og ungmenni, og fullorðnir líka, fá í samfélaginu um líkamsímynd. „Vegna þess að átröskun er ekki lengur virkur partur í mínu lífi þá var ég kannski pínulífið sofandi fyrir því hversu alvarlegt þetta er orðið í samfélaginu okkar. Samfélagsmiðl- arnir eru komnir inn og valda miklu áreiti og álagi á ungt fólk. Ég hef haft áhyggjur af því, en var ekki að átta mig almennlega á því að það væri svona lítið í boði,“ segir Elín Vigdís. Þörf á að umbylta öllu kerfinu Hún telur að með því að breyta sam- félaginu og auka aðgengi að heild- rænni meðferð, verði það raunhæft fyrir fólk sem glímir við átröskun að ná raunverulegum bata. Hún telur að það þurfi að umbylta öllu kerfinu og byrja fyrr. Það eigi að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu, minnka greiðsluþátttöku og að sú meðferð sem sé í boði sé heildræn og einstaklingsmiðuð. Elín Vigdís er jógakennari og kennir stúlkum í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans jóga einu sinni í viku. Hún segir að „stelpurnar sínar“ á Kleppi hafi verið henni mikil hvatning, en er mjög gagnrýnin á þá þjónustu sem er þar í boði. „Það er ófullnægjandi aðbún- aður, minnkuð þjónusta, starfs- mannaekla og ótrúlega langir bið- listar sem lengjast ár eftir ár. Þetta er mjög alvarlegt. Sérstaklega því sjúkdómurinn þrífst í misskilningi og þöggun,“ segir Elín Vigdís. „Það þarf að verða kerfislæg breyting. Ég er að reyna að vera ekki of harðorð en það er eins og það sé verið að refsa fólki fyrir að vera veikt.“ Hún segir að tímasetningin við stofnun samtakanna sé ekki til- viljun. Eftir kórónaveirufaraldurinn hafi allir séð hversu mikilvægt er að hlúa að geðheilsunni, auk þess sem það styttist í Alþingiskosningar. „Það eru allir meðvitaðir um mikilvægi geðheilsunnar og það er mjög líklegt að þau sem ekki höfðu áður glímt við sársauka eða ein- manaleika hafi gert það núna. Við verðum að grípa núna inn í svo að afleiðingarnar verði ekki þeim mun hræðilegri,“ segir Elín Vigdís. n Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Fólk held- ur að þetta sé allt öðru vísi. Að þetta sé val og að þeir sem eru veik- astir séu ótrúlega mjóir en þetta er ekki þannig. Nánar á frettabladid.is 24 Helgin 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.