Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 29

Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 29
KYNN INGARBLAÐ Pabbi hvíslaði að mér að ég yrði aldrei sjómaður. Það herti mig all- verulega og ég sór þess að svara fyrir mig. LAUGARDAGUR 5. júní 2021 Sjómannadagurinn Hilmar Snorrason tók við starfi skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna árið 1991 og hefur því staðið þar í brúnni í þrjátíu ár. Hann segir alla sjómenn tengjast skipum sínum tilfinningaböndum og mest þeim sem þeir eru á þá stundina, enda geymi skipið líf þeirra og limi. Honum þyki því sjálfum vænst um skólaskipið Sæbjörgu, sem ber viðeigandi nafn; björgun úr sæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Dreymir um slysalaust sjómannslíf Hilmar Snorrason hefur í þrjátíu ár staðið vaktina sem skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Hann segir hafið hafa gríðarlegt aðdráttarafl, að sjómannslífið sé skemmtilegt og að varkárni sé mikilvægari en dirfska á sjó. 2 „Ég segi stundum að ég sé fæddur inn í Skipaútgerð ríkisins og þar endaði ég í efstu stöðu. Mamma var þerna hjá útgerðinni öll stríðsárin og pabbi varð seinna háseti hjá sömu útgerð. Þar gekk hann vaktir í brúnni á kaupskipum og sem barn fékk ég að kíkja í brúna. Ég var því ekki nema níu ára þegar ég ákvað að verða skipstjóri á stórum flutningaskipum. Ég hafði gaman af stjörnum, landafræði og því að kanna umhverfið, og um leið og ég hafði aldur til var ég mættur í Stýrimannaskólann og sestur á skólabekk til að læra til skipstjóra,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna. Hilmar var fyrir tilviljun dubbaður upp sem háseti þegar hann fylgdi föður sínum til sjós og vantaði tvo menn um borð. Það var árið 1972 og Hilmar átti fimmtán ára afmæli um borð. „Ég var reyndar ekki til stór- ræða í þeirri ferð því ég varð svo sjóveikur. Pabbi hvíslaði þá að mér að ég yrði aldrei sjómaður. Það herti mig allverulega og ég sór þess að svara fyrir mig í þeim efnum. Ég var svo allt þetta sumar á sjó og framan af sjóveikur en lét mig hafa það. Kosturinn við sjóveiki er að hún blossar upp skyndilega en hverfur um leið og skipið hættir að hreyfast og þótt maður æli lifur og lungum gleymist það fljótt. Svo er heldur ekki alltaf bræla á sjó þótt hafsvæðið við Ísland sé erfitt viður- eignar veðurfarslega yfir vetrar- mánuðina. Sjórinn hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl og stundum sagt að sjómenn séu þekktir fyrir að vera niðri á bryggju að fylgjast með skipum í fríum. Það væri eins og starfsmenn í álveri færu í Straums- vík til að horfa á verksmiðjuna í fríum. Slíkt þætti skrýtið en svona er nú eðli sjómannsins og sjórinn, hann lokkar og laðar,“ segir Hilmar og brosir. Skemmtilegt en öðruvísi líf Hilmar fagnar nú 30 ára starfsaf- mæli sem skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna. Áður átti hann farsælan feril sem skipstjóri á strandferðaskipum en einnig sigldi hann á flutningaskipum, farþega- skipum, olíuskipi og borskipi. „Það er skemmtilegt líf að vera til sjós, en það er öðruvísi líf og ég hvet alla sem vilja prófa sjó- mennsku að gera það endilega. Menn geta þó ekki búist við að fá strax pláss á aflamestu skipunum, þeir þurfa að byrja á minni skipum og fikra sig upp með aukinni reynslu. Þó er það þannig að Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.