Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 44

Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 44
Nánari upplýsingar veita Þóra B. Helgadóttir framkvæmdastjóri á sviði rekstrar, (thora.helgadottir@sedlabanki.is) og Erla Trausta- dóttir sérfræðingur á mannauðssviði (erla.traustadottir@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 14. júní nk. SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling í starf forstöðumanns rekstrarþjónustu á sviði rekstrar. Rekstrarsvið er eitt af stoðsviðum Seðlabankans og er hlutverk þess að sinna fjölbreyttri þjónustu er varðar innri starfsemi bankans ásamt því að bera ábyrgð á innkaupum og rekstrarbókhaldi. Deild rekstrarþjónustu er ný eining á sviðinu og er markmið hennar að stuðla að nútímalegu og heilsueflandi starfsumhverfi fyrir starfsfólk og gesti bankans. Deildin ber ábyrgð á þjónustu bankans við starfsfólk og gesti, hefur umsjón með eignum ásamt framkvæmdum og viðhaldi þeim tengdum, auk þess að sjá um rekstur mötuneytis, veitingaþjónustu og safna bankans. Rekstrarþjónusta hefur einnig umsjón með viðburðastjórnun og framkvæmd öryggismála í bankanum. Forstöðumaður rekstrarþjónustu SEÐL ABANKI ÍSL ANDS Helstu verkefni: • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi deildarinnar • Dagleg verkstjórn og mótun liðsheildar • Umsjón með lausafjármunum, fasteignum og framkvæmdum • Umsjón með þjónustu við starfsfólk og gesti • Umsjón með mötuneyti, veitingaþjónustu og viðburðum • Umsjón með framkvæmd öryggismála Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Viðeigandi reynsla af störfum er tengjast rekstri og þjónustu • Sterkir leiðtogahæfileikar og marktæk stjórnunarreynsla • Sterkir skipulagshæfileikar og rík þjónustulund • Reynsla af framkvæmdum er kostur • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur • Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjald- eyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn um starfið þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjara- samningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upp- lýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 2019 - 2022 Tveir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 80-100% starf Leitum að tveimur einstaklingum með íslenskt hjúkrunarleyfi og reynslu. Leyfi í skurðhjúkrun æskilegt. Önnur staðan er stjórnunarstaða með yfirumsjón með skipulagi og verkefnum á skurðstofunum og mun í fyrstu vinna samhliða núverandi stjórnanda sem mun láta af störum á næstunni sakir aldurs. Verksvið er vinna og skipulag á skurðstofum, innkaup, gæðastarf og eftirlit. Samskipti við sjúklinga og leiðbeining. Æskileg er góð tölvukunnátta (word/excel), frum­ kvæði, forystu­ og samskiptahæfni, stundvísi og faglegur metnaður. Upplýsingar veitir Stefán E. Matthíasson framkvæmda stjóri sem tekur við umsóknum með náms­ og starfs ferils skrá auk meðmælenda, rafrænt á stefan@laekning.is, eða í síma 696 7585. Starfskjör eru samningsatriði en grundvallast á samningi SA og viðkomandi stéttarfélags. Skurðstofan ehf hóf starfsemi árið 1996. Þar eru gerðar dag skurð­ að gerðir í almennum­, æða­, lýta­ fegrunar­, bæklunar­ og kven­ sjúk dóma skurðlækningum. Frá stofnun rúmlega 45000 aðgerðir. Alger endurnýjun tækja og búnaðar hefur átt sér stað undanfarið og býr fyrirtækið nú yfir bestu fánlegu tækni á sínu sviði. Skurðstofan er lítið fyrirtæki með samheldnum hópi starfsmanna þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu og gæði. Vinnutími er að öllu jöfnu frá kl 8­16 virka daga. Lágmúla 5, 108 Reykjavík. S. 590 9213. Leitum að öflugum liðsauka Um sóknar frestur er til 15.06. 2021. Arkitekt með reynslu af samkeppnum, gerð aðaluppdrátta og verk- teikninga. Reynsla af eftirfarandi forrritum: Autocad, Revit, Skechup og Adobe forrit. Landslagsarkitekt með reynslu af landslags- og borgarhönnun, lóðahönnun og gerð skipulagsuppdrátta. Reynsla af eftirfarandi forrritum: Autocad, Gis, Skechup og Adobe forrit. Helstu verkefni framundan eru hönnun 1. lotu Borgarlínu, hönnun íbúðabygginga, Náttúrufræðisafn á Nesi, ýmis verkefni á vegum ríkis og sveitarfélaga og fjöldi þróunar- verkefna. Mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði er mikils metið. Viðkomandi þarf að hefja störf í ágúst/september. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknir þurfa að inni- fela ferilskrá og portfolio og skal senda á solveig@yrki.is. Yrki arkitektar leita að góðu starfsfólki sem er tilbúið í áskoranir Launafl er iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð með fjölbreytta starfsemi í flestum greinum sem lúta að iðnaði. Í fyrirtækinu er skemmtilegur starfsandi og öflugt starfsmannafélag. Austurland er góður búsetukostur, kynntu þér það nánar á www.austurland.is Launafl ehf – www.launafl.is – sími 414-9400 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið Mannauðsstjóra • Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni mannauðsmála • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðsmálum • Þróun starfsumhverfis, þ.m.t. mannauðsstefnu, jafn- launakerfis, starfsþróunar/Endurmenntunaráætlunar • Umsjón með mannauðsmælingum og ánægjukönnunum • Ábyrgð á fræðslu stjórnenda og almennra starfsmanna, þ.m.t. móttaka og þjálfun nýliða • Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum í samvinnu við stjórnendur • Ábyrgð á uppfærslu og útgáfu starfsmannahandbókar • Öryggi og velferð starfsmanna • Framkvæmd og ábyrgð á launakeyrslum • Fylgja eftir framkvæmd kjara- og stofnanasamninga • Þátttaka í ýmsum verkefnum og starfshópum Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, æskilegt að viðkomandi er með framhaldsmenntun í mannauðsmálum. • Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði • Reynsla af stefnumótun og áætlunargerð á sviði man- nauðsmála • Mjög góð almenn tölvufærni • Gott vald á íslensku og ensku til að miðla upplýsingum bæði í ræðu og riti • Lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót • Frumkvæði, góð skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Hvetjum alla áhugasama að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2021. Umsóknir, ferilskrár og kynningarbréf sendist til magnus@launafl.is eða í gegnum www.launafl.is Upplýsingar veitir Magnús Helgason framkvæmdarstjóri í síma 840-7211 og magnus@launafl.is Launafl ehf. – www.launafl.is – sími 414-9400. Mannauðsstjóri Launafl ehf leitar að metnaðarfullum, skemmtilegum og drífandi einstaklingi til að starfa sem mannauðsstjóri fyrirtækisins á Reyðarfirði. Umsækjendur þurfa að hafa góða samskiptafærni, skipulagshæfileika og faglega þekkingu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.