Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 74

Fréttablaðið - 05.06.2021, Síða 74
Sjómennskan er líkamlega erfitt starf og því skiptir miklu máli að bjóða upp á hollan og fjölbreyttan mat um borð. Sigurður Jónsson hefur starfað sem kokkur til sjós frá árinu 2013 og líkar vel við starfið. Sigurður Jónsson, kokkur á Viðey RE 50 sem Brim gerir út, eldar mat ofan í þrjár kynslóðir sjómanna og þarf því að bjóða upp á fjölbreyttan og um leið hollan mat sem fellur vel í kramið hjá svo fjölbreyttum hópi. Áhöfnin telur fimmtán manns og eru túrarnir yfirleitt 4–6 daga langir en aldrei lengri en vika í senn. „Lengd túranna fer svolítið eftir árstíma en skipið er fersk- fiskstogari og er allur aðbúnaður í heims klassa, hvort sem það eru vistarverur eða vinnuaðstaða. Vinnudagurinn byrjar um kl. 7 og morgunmatur hefst kl. 8. Í hádegis- mat eru vaktaskipti en strákarnir eru flestir á átta tíma vöktum en 12 tíma vöktum í brúnni og í vél. Næst tekur við síðdegiskaffi og að lokum kvöldmatur. Þetta eru yfirleitt langir vinnudagar hjá mér en þeim lýkur milli kl. 21 og 22, það fer allt eftir því hversu mikið er kjaftað.“ Hann hefur starfað sem kokkur á sjó síðan árið 2013 og líkar vel við starfið. „Ég er lærður bakari en byrjaði reyndar upphaflega á sjó sem háseti árið 2010. Það þróaðist síðan þannig að ég fékk fastráðn- ingu sem kokkur hjá fyrirtækinu.“ Fjölbreytnin í fyrirrúmi Sjómennskan er líkamlega erfitt starf sem oft er unnið við erfiðar aðstæður. „Ég legg því mikla áherslu á að bjóða upp á hollan og góðan mat fyrir áhöfnina. Þar sem hér eru menn á öllum aldri legg ég mikla áherslu á að bjóða upp á fjöl- breyttan mat fyrst og fremst, þann- ig að allir um borð fái eitthvað við sitt hæfi en það er ekkert endilega háð aldri hvað hverjum þykir gott. Oftast er kjötmáltíð í hádeginu en á kvöldin verður yfirleitt fiskur fyrir valinu. Hér borða menn því fisk daglega, enda er kokkurinn með aðgang að ferskum fiski á hverjum degi. Gamli góði heimilismaturinn er alls ekki á undanhaldi hjá mér heldur blanda ég þessu bara saman, klassískum heimilismat sem við öll þekkjum og eitthvað nýtt inn á milli. Sem dæmi er saltfiskur og skata nánast undantekningarlaust í hádeginu á laugardögum en það er hefð frá skipstjóranum sem ég lofaði að halda í. Þegar kemur að kjöti er þetta nokkuð mismunandi þó að íslenska lambakjötið sé mest á boðstólum.“ Góð matarlyst Sjómenn hafa almennt góða mat- arlyst að hans sögn og kvarta ekki mikið yfir matnum, að minnsta kosti ekki í hans eyru. „Þetta eru miklir matmenn og þegar það er mikið að gera er vel tekið til matar- ins. Mér finnst áhöfnin almennt hugsa betur um hollustuna og passa upp á að borða fjölbreyttan mat. Hjá mér er fjölbreytileikinn að minnsta kosti númer eitt, tvö og þrjú, þannig að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi.“ Undirbúningur fyrir hvern túr er frekar hefðbundinn. „Þegar löndunardagsetning og næsta brottför liggur fyrir panta ég kostinn yfirleitt degi fyrir brottför. Kosturinn kemur svo á bryggjuna til okkar og um borð í skipið. Ég þarf líka stundum að kíkja í eina og eina búð sjálfur. Þetta er í sjálfu sér bara eins og að versla inn fyrir stórt heimili.“ Mikill hátíðisdagur Sigurður ætlar auðvitað að halda upp á sjómannadaginn á morgun, sunnudag. „Við erum á leiðinni í land í dag, laugardag, og áhöfnin ætlar að taka forskot á sæluna og hittast í kvöld á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ þar sem við ætlum meðal annars að borða góðan fisk. Sjómannadagurinn á morgun er auðvitað mikill hátíðis- dagur fyrir alla sjómenn og fjöl- skyldur þeirra. Sjómenn almennt bera mikla virðingu fyrir þessum degi.“ n Gamli góði heimilismaturinn ekki á undanhaldi Sigurður hefur verið lengi til sjós, fyrst sem háseti en eldar nú ofan í skipverja. MYND/FROSTI GNARR Þar sem hér eru menn á öllum aldri legg ég mikla áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttan mat. johannamaria@torg.is Í Sjómannablaðinu Víkingi í októ- ber árið 1983 kom Laufey Hall- dórsdóttir fram í viðtali. Laufey var fyrsti formaður kvenfélags Öldunnar og þá ekkja Guðmundar H. Oddssonar, sem var aðsópsmik- ill í félagsstörfum Öldunnar, sem og við stofnun tímaritsins, F.F.S.Í. og fleira. Þegar viðtalið birtist er Laufey orðin 71 árs að aldri og er henni lýst sem fallegri og fíngerðri konu, hressilegri og hláturmildri. Að sögn Laufeyjar kom fyrsta hugmyndin að því að sjómenn sameinuðust um einn frídag frá Henry heitnum Hálfdanar- syni. Hann skrifaði þá bréf til hins nýstofnaða Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavíkur og Öldunnar og var vel tekið í hugmyndina. Henry gegndi for- mannsstarfi sjómannadagsráðs og Guðmundur var gjaldkeri í fyrsta ráðinu. Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn þann 6. júní árið 1938, sem er sami dagur og sjómanna- dagurinn lendir á í ár nema um var að ræða mánudag, annan í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lög- tekin árið 1987, að sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjómanna- dagurinn vera viku síðar. Laufey Halldórsdóttir segir í viðtalinu að sá dagur líði sér seint úr minni. „Það var ótrúlegt hvað allir voru lukkulegir og hvað ríkti mikil gleði þennan dag. Það getur enginn ímyndað sér það. Hátíðarhöldin fóru fram á Arnarhóli, þar sem geysilegur fjöldi safnaðist saman. Um kvöldið var haldið hóf á Hótel Borg og þar var sama stemningin ríkjandi. Guðmundur sá um sölu aðgöngumiðanna, og það var nánast umsátursástand í kringum húsið okkar,“ segir Laufey og hlær að minningunni. n Nánast umsátursástand Það er ósjaldan líf og fjör á sjómannadaginn en sá fyrsti var haldinn hátíð- legur þann 6. júní árið 1938 við mikinn fögnuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hátíðarhöldin fóru fram á Arnarhóli, þar sem geysilegur fjöldi safnaðist saman. Um kvöldið var haldið hóf á Hótel Borg og þar var sama stemningin ríkjandi. Laufey Halldórsdóttir. Hjálpaðu okkur að bjarga mannslífum Bakverðir standa við bakið á sjálfboðaliðum okkar með mánaðarlegum stuðningi og gera þeim kleift að vera til taks þegar á þarf að halda, á nóttu sem degi, allan ársins hring. Vertu Bakvörður Landsbjargar landsbjorg.is 14 kynningarblað 5. júní 2021 LAUGARDAGURSJÓMANNADAGURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.