Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2021, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 05.06.2021, Qupperneq 82
En við verðum samt að eiga þetta samtal því það er svo algengt að við hrökkvum upp við missi þar sem skyndi- lega allt er farið. Sigríður Bylgja. Sigríður Bylgja segist hafa farið að hugsa hlutina upp á nýtt eftir meistaranám í mannvistfræði. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Gríðarlegt landflæmi kirkju- garða fór að trufla Sigríði Bylgju Sigurjónsdóttur eftir meistaranám á sviði umhverfisfræða. Draumurinn um að gróðursetja fólk varð í framhaldi til og er nú orðinn að Tré lífsins og næst er það Lífsbókin sem við skrifum sjálf og gæti orðið ástvinum okkar fjársjóður. Ég hef alltaf verið umhverf-isþenkjandi en í masters-námi í Svíþjóð má segja að sápukúla sakleysis míns á því sviði hafi sprungið. Ég hafði verið í svo vernduðu umhverfi hér heima og ekki áttað mig almennilega á því hversu tengd hvert öðru við erum. Það er mann- eskja sem býr til þessa vöru sem býr hinum megin á hnettinum sem á sína fjölskyldu og sögu og ætla ég að nota þetta einu sinni og henda svo?“ segir Sigríður Bylgja og bendir á plastmöppu sem hún hefur með- ferðis með upplýsingum um verk- efni sín: Tré lífsins og Lífsbókina. Sigríður valdi sér meistaranám í mannvistfræði með áherslu á menningu, völd og sjálf bærni. „Við tókum sjálf bærnihugtakið alveg sérstaklega fyrir.“ Áður hafði hún lokið grunnnámi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. „Þar var áfangi um umhverfisstjórnmála- fræði sem kveikti í mér. Ég sá í fyrsta sinn myndbönd frá plasteyjunni sem er á stærð við Texas og fékk sjokk eins og flestir fá þegar þeir sjá hræin af dýrunum sem hafa drepist þar, full af plasti.“ Örbirgðin hafði áhrif Að loknu grunnnámi fór hún í fimm mánaða bakpokaferðalag um Suðaustur-Asíu. „Áður en ég fór í það ferðalag var stefnan tekin á meistaranám í hagfræði. Ég ætlaði bara að stofna fyrirtæki og verða rík. En það sljákkaði aðeins í mér eftir að hafa ferðast um þessi lönd og meðal annars unnið í sjálfboða- starfi í Taílandi. Ég gat ekki annað en hugsað af hverju ég gæti ferðast eins og drottning á meðan örbirgðin væri alls staðar í kring. Þar ákvað ég að venda kvæði mínu í kross. Ég sótti um þverfaglegt nám í Lundi í Svíþjóð. Lýsing þess heillaði mig: umhverfi, samfélag, heimurinn okkar í dag, gagnrýnin hugsun, menning, völd og sjálf bærni. Ég hafði aldrei vitað hvað ég vildi verða, en þetta höfðaði til mín.“ Sigríður Bylgja segist í meistara- náminu hafa upplifað tilfinninga- rússíbana. „Mér fannst ég hrein- lega vitlaus! Áhersla var lögð á að fá nemendur frá sem flestum heims- hornum og aðeins fimmtán teknir inn árlega svo mjög margir voru með bakgrunn í aktívisma. Þarna árið 2011 voru þau f lest vegan og að „dumpster dive-a,“ segir Sigríður Bylgja og á við svokallað gáma- grams, þar sem leitað er ætra mat- væla í ruslagámum stórverslana, en hvoru tveggja, veganismi og gáma- grams, var fjarstæðukennt í huga Sigríðar fyrir áratug. „Þarna hófst mín vegferð í að læra meira. Okkur var kennt að líta lengra en innan boxins sem okkur hafði verið sýnt.“ Við lifum rosalega góðu lífi Starfsnám í Belís í Mið-Ameríku hafði einnig töluverð áhrif. „Þar stundaði bandarískt olíu- fyrirtæki að fara ólöglega inn á verndarsvæði frumbyggja. Við vorum þar til að meðal annars aðstoða frumbyggja við málsókn á hendur stjórnvöldum sem létu þetta viðgangast. Það var gott fyrir mann að upplifa þetta og fá svolítið sam- hengi í það hvað við lifum rosalega Erum að jarða auðlindir góðu lífi. Það er ekkert skrítið að við hér séum haldin mikilli forréttinda- blindu enda upplifum við allt á eigin skinni og út frá okkar tengingum.“ Sigríður Bylgja viðurkennir að hafa upplifað töluvert vonleysi að námi loknu. „Ég fór að hugsa: „Hvað ætlum við að gera? Hvernig ætlum við að díla við allt kerfið okkar og gera þennan heim betri fyrir okkur öll? Auðlindum jarðarinnar er ekki jafnt skipt og þeim ójöfnuði er við- haldið kerfisbundið.“ Líkaminn bara umbúðir Sigríður Bygja segist hafa lesið grein þar sem fjallað var um að kirkju- garðar höfuðborgarsvæðisins væru að fyllast. „Ég fór þá að hugsa hvers vegna við værum að taka svona stórt land- svæði undir kirkjugarða. Hugsa sér allar auðlindirnar sem við erum að jarða? Þetta eru f lottar kistur sem við setjum umbúðirnar utan af fólk- inu okkar í, enda líkami okkar ekk- ert annað en umbúðir. Geggjaðar kistur sem koma í flestum tilfellum utan úr heimi þar sem fólk hefur verið að setja þær saman úr tré sem búið er að höggva niður. Til hvers? Til að setja tvo og hálfan metra ofan í jörðina og grafa yfir og láta brotna niður á einhverjum árum?“ Hún fór að upphugsa umhverfis- vænni lausnir fyrir okkar hinstu hvílu. „Ég hugsaði með mér að það væri náttúrlega geggjað ef hægt væri að gróðursetja fólk. Bálför er mikið sniðugri en hefðbundin jarðsetn- ing að því leyti að það verður mikið minna úr okkur. Í mínum huga væri svo frábært ef við gætum bara gróðursett tré með öskunni. Ég fór að skoða þetta og fann aðila í Banda- ríkjunum sem var að selja lífræn duftker með fræi í og varð heilluð af þeirri hugmynd. Ég hafði samband við fyrirtækið og kannaði hvort ég gæti orðið dreifingaraðili, flutt kerin til Íslands og selt til útfara rstofa.“ Lögin í kringum dauðann Það var árið 2015 að Sigríður Bylgja átti fund með Hannesi Ottóssyni, ráðgjafa hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og kynnti hugmyndina. „Hann benti mér á að skoða hvort þetta væri lögleg leið til greftr- unar og fleiri atriði sem ég þyrfti að skoða.“ Skemmst er frá því að segja að Sig- ríður Bylgja komst f ljótt að því að ekki er löglegt að gróðursetja ösku eins og hún vildi. „Lagaramminn í kringum það að deyja er frumskógur. Það sem er leyfilegt í dag er að jarða lík í kistu í kirkjugarði, jarða öskuna í duft- reit innan kirkjugarðs eða dreifa öskunni yfir haf eða óbyggðir, að því gefnu að þú sért búinn að sækja um leyfi til sýslumanns. Þú mátt ekki dreifa öskunni hvar sem þú vilt, þú mátt ekki gróður- setja tré með öskunni og askan verður að vera sett niður innan kirkjugarðs. Ef þú ákveður að dreifa henni máttu ekki setja upp neinn minnisvarða, hvort sem það er tré eða eitthvað annað.“ Hugmyndin var því ekki fram- kvæmanleg og til viðbótar kveða reglur á um að dýpt öskugrafar verði að vera í kringum einn metri. Óskin um að fræ myndi spretta upp úr slíku dýpi var því úr sögunni. Bent á að stofna trúfélag En Sigríður Bylgja ákvað að hugsa í lausnum og finna leiðir í gegnum fjölmörg lög og reglugerðir. „Það var einmitt einn sem benti mér á að stofna trúfélag, því þann- ig gæti ég fengið grafreit þar sem ég mætti gróðursetja. Það var þó ekki það sem ég vildi gera. Það sem svíður í minni heildarmynd á þetta er að þegar við föllum frá þurfum við öll að enda hjá einu trúar- og lífsskoðunarfélagi.“ Hún tekur sérstaklega fram að hún sé alls ekki mótfallin þjóð- kirkjunni heldur styðji hún frelsið til að velja sjálfur. „Það eru yfir fimmtíu trúar- og lífsskoðunarfélög á Íslandi en það enda allir innan kirkjugarðs. Ef ekki innan kirkjugarðs þá geturðu valið um bálför sem er framkvæmd í ofnum sem hafa verið í gangi frá árinu 1948 og uppfylla ekki nútíma- skilyrði og eru ekki búnir meng- unarhreinsibúnaði. Bálför er í dag einungis framkvæmd af bálstofunni í Fossvogi sem er rekin af Kirkju- görðum Reykjavíkur prófastsdæma, sem er einfaldlega ríkið. Okkar sam- félag hefur breyst mikið á þessum 73 árum frá því bálstofan var opnuð og það er bara eðlilegt að það sé óháður aðili sem sjái um rekstur bálstofu.“ Sigríður Bylgja bendir á að vilji fólk ekki greftrun innan kirkju- garðs megi dreifa ösku yfir haf eða óbyggðir en þá sé ekki leyfilegt að reisa minnisvarða um þann látna. „Fyrir þá sem eftir standa er það oft mikilvægt. Að hafa stað til að heim- sækja.“ Ætlaði aldrei að opna bálstofu Sigríður Bylgja komst að því að til að geta boðið fólki upp á óháðan grafreit þar sem gróðursetja mætti öskuna við tré, þyrfti hún að opna bálstofu. „Ég ætlaði aldrei að opna bál- stofu,“ segir hún með áherslu. „Ég hafði bara hugsað að það væri geggjað fyrir fólk að geta valið um að láta gróðursetja sig.“ Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 26 Helgin 5. júní 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.