Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 83

Fréttablaðið - 05.06.2021, Side 83
Sigríður Bylgja hér ásamt Höllu Kolbeinsdóttur, sem hannaði vefsíðuna utan um Lífsbókina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svona munu merkingarnar á trjánum líta út og QR kóðinn geymir heila sögu. Þarna var komin hugmynd að bálstofu og minningagarði fullum af trjám sem fólk getur heimsótt. Hvert og eitt tré verður merkt með spjaldi sem á stendur: Hér vex: Nafn manneskjunnar og síðan er QR kóði sem leiðir gesti inn á rafræna minn- ingarsíðu um hinn látna og þar má skilja eftir skilaboð.“ Hún segist ekki vilja takmarka val fólks, svo ýmsir möguleikar verði í boði til að nýta sér þjónustuna, hægt sé að vera með minningarsíðu og QR kóða á legsteini í kirkjugarði og einnig sé hægt að útbúa minning- arsíðu fyrir einstakling sem velur að láta dreifa ösku sinni. Hringrás lífsins „Ef við hugsum um hringrás lífsins þá er merkingarþrungið að gróður- setja tré með öskunni. Tré búa til súrefni sem við þurfum til að lifa og við búum til koltvísýring sem tré þurfa. Þetta er geggjað samband og það að faðma tré fær allt aðra merk- ingu þegar einhver er þar undir sem þú tengir djúpt við.“ Tré lífsins verður rekið sem sjálfs- eignarstofnun og segir Sigríður Bylgja stefnuna vera að það fé sem kemur inn verði einfaldlega notað til að halda við tækjum og búnaði og þróa næstu lausnir. „Það er eitt- hvað sem tekur við af bálförum, ég er alveg farin að hugsa svo langt.“ Tré lífsins hefur fengið úthlutað svæði í Rjúpnadal við Smalaholt í Garðabæ samkvæmt deiliskipulagi. „Við fáum þar lóð fyrir bálstofu og fyrsta minningagaðinn en ætl- unin er að þeir verði í framtíðinni um allt land,“ segir hún, en fyrsta skóflustunga er á dagskrá í sumar. „Við erum komin í samstarf við Skógræktarfélag Íslands og munum gróðursetja stálpuð tré með lífræn- um duftkerum. Þannig vonumst við til að búa til aðeins dýpri tengingu og jafnvel meiri væntumþykju fyrir náttúrunni.“ Skráir sjálfur arfleifð þína En að hinum anga verkefnis Sig- ríðar Bylgju, Lífsbókinni sjálfri, sem ætlunin er að sé rafræn bók sem ritari skráir sjálfur í lifanda lífi og í framhaldi verður bæði eftirlif- endum leiðbeinandi og minningar- sjóður. „Til að geta haldið Tré lífsins sem sjálfseignarstofnun í samfélags- legu hlutverki, stofnaði ég sjálfs- eignarstofnun í kringum það og hefðbundið félag í kringum Lífs- bókina,“ útskýrir Sigríður Bylgja, sem nú hefur sett í loftið sýnishorn af Lífsbókinni, lifsbokin.is, þar sem fólk getur kynnt sér hugmyndina og svarað skoðanakönnun um efni hennar og virkni. Halla Kolbeins- dóttir hannaði og setti upp vefinn. „Við erum að athuga hvort þörf sé á slíkri þjónustu en hugmyndin er að fólk geti þá keypt sér aðgang að Lífsbók og skráð þar arfleifð sína. Fólk skráir þá sína sögu á meðan hún er enn að gerast. Sú skráning getur gefið okkur góða sýn á okkar líf þegar við eldumst. Þannig sjáum við þroskann hjá sjálfum okkur rétt eins og þegar við lesum gamlar dag- bækur,“ útskýrir hún. „Lífsbókin skiptist í tvo hluta: á meðan við erum á lífi og þegar við erum fallin frá. Sá hluti sem við notum á meðan við erum enn á lífi skiptist í: Sagan mín, sem við skráum jafnt og þétt með hljóðupp- tökum, myndum og myndböndum og svo er það fjölskyldutréð og lykil- orð og reikningar.“ Dýpri tenging við kjarnann Hugmyndin að baki Lífsbókinni hefur verið lengi í þróun, en Sigríður Bylgja segir þau hafa lagst í djúpar rannsóknir til að geta lofað því að Lífsbókin lifi. „Ég vil geta lofað því að þegar ég er orðin 85 ára verði Lífsbókin enn þá í gangi, sama hvernig tæknin þróast. Barnabörnin mín geta þá upplifað sögu mína og samtíma minn og náð dýpri tengingu við kjarnann sinn. Við störfum með sérfræðingum á sviði öryggis- og tæknimála til að tryggja þetta, því ég vil ekki fara með þetta í loftið nema geta staðið við þetta loforð.“ Í Lífsbókina skráir fólk sína sögu með sínum orðum, stórar sem litlar upplifanir. „Svo er hægt að skrá fjölskyldutréð sitt algjörlega óháð blóðböndum en fjölskyldumynst- ur eru alls konar. Íslendingabók er eitt en í Lífsbókina skráirðu frekar hvernig fjölskyldutréð er í þínum huga. Kannski er besta vinkona þín hluti af fjölskyldunni og svo auð- vitað stjúpbörnin. Við erum svo alls konar og það verður að vera rými fyrir það. Við hvern og einn einstakling má svo setja minningar og myndir og sífellt má bæta inn upplýsingum, eins og fyrstu orðum barnsins þíns, fyrsta daginn í sex ára bekk eða sögur frá unglings- árunum.“´ Óþægilegt að tala um dauðann Við nýskráningu í Lífsbókina skráir notandinn tvo nána aðstandendur sem svo fá aðgang að henni við and- lát viðkomandi. „Það er óþægilegt að tala um dauðann og það finnst mörgum. Hugmynd okkar er að fólk komi til okkar þegar ástvinur deyr og fái þá bókina í hendurnar og getur hún bæði verið huggun í sorginni en einnig leiðbeinandi um hinstu óskir hins látna. Eins og fyrr segir þá skiptist Lífs- bókin í tvo hluta, en sá seinni fjallar um hvað tekur við eftir dauðann. „Þar skráirðu hinstu óskir þínar, erfðamál og kveðjur til aðstand- enda. Ef þú velur að skrifa bréf til einstaklinga varðveitum við það þar til þú fellur frá og fær aðeins við- komandi það í hendur.“ Sigríður Bylgja segir hugmynd- ina þannig vera að aðstandendur fái í hendur bók sem aðstoðar þá í skipulagi kveðjustundarinnar en jafnframt fjársjóðskistu minninga. „Það er búið að fjarlægja okkur mikið dauðanum og ég ætla ekki að leggja mat á hvort það sé gott. En við þurfum samt að eiga þetta samtal því það er svo algengt að við hrökkvum upp við missi þar sem skyndilega allt er farið. Þetta er líka leið til að halda í arfleifðina og halda í tengingu á milli kynslóða. Mér þætti til að mynda frábært að geta lesið minningar ömmu minnar sem ólst upp í kringum 1900 á Vík í Mýrdal og sjá hvort við ættum eitt- hvað sameiginlegt,“ segir hún og bætir við: „Ég held að við tengjum öll við sorg og missi og pældu í því, við höfum aldrei verið eins tengd með tilkomu tækninnar, en við höfum aldrei verið eins ótengd, það ríkir faraldur einmanaleika.“ Notendur hafi áhrif Eins og fyrr segir hefur verið sett upp kynning á Lífsbókinni á lifs- bokin.is þar sem hægt er að hafa áhrif á þróun hennar út mánuðinn og hvort yfirhöfuð verkefnið fari alla leið. „Þar er mikið af upplýs- ingum en kannski er okkur að yfir- sjást eitthvað og þá langar okkur að heyra það,“ segir Sigríður Bylgja, full af eldmóð, en aðspurð viður- kennir hún í lokin að verkefnið hafi stækkað meira en hana óraði fyrir: „Mig langaði bara að hjálpa fólki að gróðursetja tré en allt í einu er ég komin með bálstofu, minninga- garð, minningarsíður og svo fram- vegis. Það er bæði gaman og erfitt að vera frumkvöðull en þetta hefur verið magnað ferðalag,“ segir hún að lokum. n Í LOFTINU Sækja frá SÆKTU NÝJA APPIÐ! LAUGARDAGA 16:00-18:30 VEISTU HVER ÉG VAR? Helgin 27LAUGARDAGUR 5. júní 2021
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.