Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 91

Fréttablaðið - 05.06.2021, Page 91
BMW-bílaframleiðandinn hefur frumsýnt i4 rafbílinn sem er bíll svipaður 3-línunni í stærð og á að keppa við hinn vinsæla Tesla 3. njall@frettabladid.is BMW i4 notar sama CLAR undirvagn og 3-línan og reyndar f leiri bílar BMW. Hann er 4.785 mm langur og er með 470 lítra skotti. Rafhlaðan er þunn og undir gólfi bílsins en samt er hún 81 kWst. Tvær gerðir eru í boði til að byrja með, annars vegar eDrive40 með afturdrifi og M50 með fjórhjóladrifi. BMW eDrive 40 er sagður 335 hestöfl, er 5,7 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 190 km á klst. Það sem skiptir þó mestu máli er að drægið er 590 kíló- metrar að sögn BMW. BMW M50 er hins vegar hvorki meira né minna en 537 hestöfl svo að viðbragðið í hundrað km á klst. er aðeins 3,9 sekúndur. Hámarkshraðinn er líka meiri, eða 225 km á klst. Drægi hans er aðeins minna, eða 510 km. Hægt er að hlaða báða bílana á 200 kW hleðslustöð svo að hleðsla í 80% tekur aðeins hálftíma. BMW hefur látið að því liggja að von sé á fleiri útgáfum, jafnvel með minni rafhlöðu og á betra verði þar af leiðandi. Loftfjöðrun er staðal- búnaður á báðum bílunum en hægt er að fá M50 með stillanlegum dempurum. Svokölluð spyrnustýr- ing er hluti af búnaði bílsins sem og skrikstilling (Drift Control). Athygli vekur að loftmótstaða bílsins er aðeins 0,24Cd sem hefur áhrif á gott drægi bílsins. Innréttingin er búin hinu nýja iDrive kerfi sem er 12,3 tommu skjár í mælaborði ásamt 14,9 tommu upplýsingaskjá sem er snertiskjár, þótt enn sé boðið upp á skruntakkann áfram. Kerfið er einn- ig raddstýrt á mörgum tungumálum. Að sögn Guðmundar Inga Gústavs- sonar, sölustjóra BMW hjá BL, er bíllinn væntanlegur til landsins í febrúar á næsta ári en verð á honum liggur ekki fyrir enn þá. n Bíllinn kemur í tveim- ur útgáfum, eDrive40 sem er 335 hestöfl og 5,7 sekúndur í hundr- aðið og svo M50 með fjórhjóladrifi sem er 537 hestöfl og aðeins 3,9 sekúndur í 100 km á klst. Fimmta kynslóð Kia Sportage jepplingsins verður frumsýnd í júlí en framleiðandinn hefur birt fyrstu opinberu mynd- irnar af nýja bílnum, sem er sérstaklega fyrir Evrópu- markað. njall@frettabladid.is Eins og sjá má verður töluverð breyting á bílnum, jafnt að utan sem innan. Að framan er stórt grill og C-laga dagljós mest áberandi, en að aftan mætir axlarlínan ljósunum sem renna saman í eina heild með díóðuljósarönd. Vél- búnaðurinn verður að mestu leyti sá sami og í nýjum Hyundai Tuc- son svo að hægt verður að fá bílinn bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Bæði bensín- og dísilvélar verða í boði með 48 volta tvinnbúnaði. Önnur tvinnútgáfa með 1,6 lítra bensínvél og 59 hestafla rafmótor skilar samtals 227 hestöflum og 350 Nm togi, en sú útgáfa mun geta ekið stuttar vegalengdir á raf- magninu einu saman. Loks verður tengiltvinnútgáfa í boði með rúm- lega 50 km drægi á rafhlöðu. Mun meiri tækni verður í boði í nýjum Kia Sportage, en meðal þess verður sjálfstýribúnaður sem getur séð um að auka hraða, bremsa og halda bílnum innan akreinar í ákveðinn tíma. Í fyrsta skipti verður stillanleg fjöðrun í boði svo hægt verður að velja um nokkrar akst- ursstillingar. Loks fær innréttingin alveg nýjan blæ með bogadregnum skjá sem nær yfir hálft mælaborðið. Mun hann innihalda bæði upp- lýsingaskjá og skjáinn fyrir mæla- borðið. Hérlendis má búast við að bíllinn keppi helst við Volkswagen Tiguan, Peugeot 3008 og að sjálf- sögðu Toyota RAV4. n Fyrstu myndir af nýjum Kia Sportage Hið svokallaða tígursnef á framenda bílsins er með meira áberandi grilli en áður hefur sést. Innréttingin er alveg ný með stórum, boga- dregnum litaskjá með háskerpu. njall@frettabladid.is Bílasýningin í Genf er ein sú stærsta í Evrópu en vegna áhrifa Covid- heimsfaraldursins hefur hún ekki verið haldin í tvö ár. Hún mun snúa aftur á dagatalið á næsta ári en búið er að ákveða að sýningin verði haldin 19.–27. febrúar 2022. Sýningin verður sú 91. í röðinni og vel þarf að takast til svo að hún skili aurum í kassann. Mikið tap var vegna áætlaðrar sýningar í ár sem þurfti að aflýsa en tapið á þessu ári nam um 1,6 milljörðum króna. Reyndu aðstandendur sýningarinnar að fá lán hjá svissnesku ríkisstjórninni sem þeir og fengu, en vegna óhag- stæðra lánakjara var því hafnað. Meðal skilyrða sem svissneska ríkis- stjórnin setti var að sýningin yrði haldin í haust, en bílaframleiðendur töldu það of stuttan tíma til að jafna sig á áhrifum heimsfaraldursins og töldu sýningu á næsta ári betri kost. Sýningin er stærsti viðburðurinn á hverju ári í Sviss, en áætlaðar tekjur vegna hennar á landsgrundvelli eru um 30 milljarðar ár hvert. n Genf-bílasýningin verður haldin 2022 Sýningin er haldin í Palexpo-höllinni sem nú á réttinn að henni að fullu. Sýningin mun snúa aftur á dagatalið á næsta ári en búið er að ákveða að hún verði haldin dagana 19.–27. febrúar 2022. Straumlínu- lagað yfirborð bílsins skilar sér í loftmótstöðu sem er aðeins 0,24Cd. Bogadregið mælaborð er búið tveimur skjáum og er upplýsingaskjárinn 14,9 tommur að stærð. Farangursrými er 470 lítrar og hægt að stækka enn meira með því að leggja niður aftursæti. BMW i4 frumsýndur með 590 km drægi LAUGARDAGUR 5. júní 2021 BÍLAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.