Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 17

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 17
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 15 Það er ekki síður eftirsóknarvert að fjölbreytt atvinnulíf blómstri um land allt því ella er hætta á ofhitnun á höfuðborgarsvæðinu, þar sem húsnæðisverð hækkar og þensla myndast á vinnumarkaði meðan byggðir landsins eiga undir högg að sækja. Góð atvinnustefna á að snúast um að byggja upp þekkingu og innviði svo að fólk um land allt geti stofnað fyrirtæki og til verði ný störf. Skýr stefnumörkun er lykilatriði þegar horft er til þess að efla samkeppnishæfni landsins. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því að samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta, svo sem menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Við viljum nægt framboð af vel menntuðu fólki. Færnimisræmi er hugtak sem nota má um misræmi milli þeirrar færni sem fyrirtæki þarfnast annars vegar (eftir- spurn) og færni fólks á vinnumarkaði hins vegar (framboð). Hér á landi á þetta t.d. við á sviði iðn-, tækni- og raungreina, þar sem fyrirtækjum hefur undanfarið reynst erfitt að manna störf. Innviðirnir verða að ráða við þarfir nútímans, enda styðja traustir innviðir við framleiðni. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, raforku og gagnatengingar. Starfs- umhverfið þarf að einkennast af einföldu regluverki og gagnsæi auk þess sem stöðug- leiki þarf að ríkja við hagstjórn. Stöðug nýsköpun er nauðsynleg allri framþróun og forsenda vaxtar. Allt eru þetta atriði sem leika mikilvæg hlutverk í því að skapa umgjörð fyrir bætta samkeppnishæfni Íslands. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri stefnumótun, þar sem málin eru skoðuð frá mörgum hliðum, getur hið opinbera nýtt fjármuni til markvissrar uppbyggingar. Þess vegna skiptir miklu máli að stefna stjórnvalda sé heildstæð þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Bretar marka skýra stefnu í atvinnuuppbyggingu Höfuðborgin er þungamiðja mannlífs og atvinnusköpunar í mörgum ef ekki flestum löndum. Bretland er gott dæmi um slíkt, þar sem London laðar til sín það besta víðs vegar af Bretlandi. Störf í London eru vel launuð, fasteignamarkaðurinn er nokkuð dýrari þar en annars staðar í landinu og nokkur önnur samfélög í landinu standa verr. Þýskaland er aftur á móti gott dæmi um hið gagnstæða, þar sem atvinnulífið dafnar um land allt. Stjórnsýslan er í Berlín, iðnaður hefur byggst upp í kringum München, og Frankfurt er fjármálamiðstöð Þýskalands svo dæmi séu tekin. Þannig nást fram jafnari lífsgæði í landinu. Bresk stjórnvöld vildu fylgja þessu fordæmi og styrkja svæði utan London. Eitt þeirra var Norður-England, nálægt vöggu iðnbyltingarinnar hinnar fyrstu, með fimm af tíu stærstu borgum landsins, 15 milljónir íbúa, 12 stórskipahafnir, 7 alþjóðaflugvelli, yfir 20 háskóla og milljón fyrirtæki. Hagkerfi svæðisins er stærra að umfangi en bæði sænska og belgíska hagkerfið. Hins vegar er framleiðni þarna lægri en annars staðar í Bretlandi, færri fyrirtæki verða til, stofnað er til færri einkaleyfa á svæðinu en annars staðar í landinu, menntunarstig er lægra og erlend fjárfesting minni. Verkefninu Northern Powerhouse var því hrundið af stað, en það miðar að því að efla atvinnu og auka fram- leiðni á svæðinu. Um er að ræða heildstæða stefnu sem byggir á mörgum stoðum, m.a. uppbyggingu innviða og eflingu rannsókna, menntunar og menningar. Markvisst voru störf flutt á svæðið. Breska ríkisútvarpið BBC setti upp höfuðstöðvar sínar á Norður-Englandi í útjaðri Manchester og flutti þangað starfsemi frá London. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri stefnumótun, þar sem málin eru skoðuð frá mörgum hliðum, getur hið opinbera nýtt fjármuni til markvissrar uppbyggingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.