Þjóðmál - 01.09.2017, Side 61
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 59
Gnýr Guðmundsson(4) (GNG) gerir ráð
fyrir eftirfarandi heildarfjölda ökutækja
árið 2030, hlutdeild tengiltengdra rafbíla,
þ.e. ökutæki knúin vetnisefnarafölum
eða metani eru þar ekki meðtalin. Þá er
þarna sýnd aflþörf í MW og orkuþörf
þessara orkuskipta, sem dreifikerfin,
flutningskerfið og nýjar virkjanir þurfa
að anna (sjá töflu hér til hliðar á síðunni).
Spá af slíku tagi er óvissu háð en hún er
engu að síður mikilvæg til að gera sér
grein fyrir líklegri innviðaþörf og líklegri
losun CO2 frá umferð á vegum landsins
á tilteknum tíma, hér markmiðsárinu
2030. Ef þetta verður niðurstaðan fer
því fjarri að markmiðið um 40% sam-
drátt losunar náist 2030. Þá verða 59%
ökutækjanna enn knúin sprengihreyfl-
um og þótt þau muni brenna 10%
minna eldsneyti á hvern ekinn km þá
en 2016 munu þau samt þurfa um 175
kt, sem er 60 kt yfir markmiðinu. Til þess
að ná settu markmiði þarf hlutdeild
umhverfisvænna ökutækja af heild að
verða 60%.
Hvers vegna hafa stjórnvöld valið töluna
40% og láta sem hún dugi til að uppfylla
skuldbindinguna frá París 2015?
Áætlaður fjöldi ökutækja árið 2030
Flokkur
Heildar-
fjöldi
Raf-
knúin
Afl
MW
Orka
Gwh/ár
Fjölskyldubílar 253.307 40% 80 340
Strætisvagnar 200 40% 1 8
Sendiferðabílar 28.209 30% 8 42
Vörubílar 12.745 3% 3 23
Bílaleigubílar 34.375 70% 45 156
Smárútur 3.056 65% 8 50
Stórrútur 3.929 45% 28 150
Heild 335.821 41% 172 769
Áætlaður fjöldi ökutækja árið 2040.
Flokkur
Heildar-
fjöldi
Raf-
knúin
Afl
MW
Orka
Gwh/ár
Fjölskyldubílar 268.170 70% 144 596
Strætisvagnar 244 70% 2 10
Sendiferðabílar 29.864 45% 14 60
Vörubílar 13.493 25% 28 118
Bílaleigubílar 40.625 100% 67 245
Smárútur 3.611 95% 11 40
Stórrútur 4.643 77% 57 206
Heild 360.650 70% 324 1.276
Losun umfram markmið verður samkvæmt
þessu 190 kt CO2 árið 2030. Það er hægt að
binda þetta magn árið 2030 með skógrækt í
samvinnu við skógarbændur, sem hæfist strax
og næmi 4,3 kha/ár. Kostnaður af slíku yrði
um 1,3 milljarðar króna á ári og stæði yfir í 10
ár. Þetta er sennilega hagkvæmasta úrræðið
sem stjórnvöld hafa til að ná markmiðinu,
og mundu þá slá tvær flugur í einu höggi; fá
skatttekjur seinna meir af sölu koltvíildiskvóta
til útlanda og af tekjum nytjaskógræktar. Þessi
aðferð þarf að verða liður í langtímaáætlun
stjórnvalda í stað þess að þau rjúki upp með
andfælum við að markmið náist ekki. Skilyrði
er auðvitað full viðurkenning ESB á þessari
aðferð við kolefnisbindingu sem fullgildri
mótvægisaðgerð samkvæmt Parísarsam-
komulaginu. Vonandi mun eitthvað í þessa
veru sjást í aðgerðaráætlun stjórnvalda.
Á áratugnum 2031-2040 mun eldsneytis-
notkun bifreiða fara undir 40% af notkuninni
árið 1990. Það er áhugavert að virða fyrir sér
spá GNG fyrir árið 2040 (sjá töflu hér að ofan).
Eins og sú fyrri er hún reist á opinberri mann-
fjöldaspá, spá um fjölda erlendra ferðamanna
og þingsályktunum um málefnið.
Á 4. áratugnum verður markinu um brennslu
innan við 115 kt/ár af eldsneyti í umferðinni
náð, því að samkvæmt ofangreindri töflu
verður fjöldi ökutækja með sprengihreyfli
rúmlega 108.000 árið 2040, og þau munu að
líkindum brenna 90 kt af olíu. Í skýrslu GNG er
greint frá því að rafaflþörfin (MW) sé reiknuð
á grundvelli raforkuþarfarinnar (GWh/ár) með
því að áætla meðalnýtingartíma hleðslutækja
fjölskyldubíla, strætisvagna, sendiferðabíla
og vörubíla 4.250 klst. á ári. Þetta samsvarar
tæplega helmingi úr ári.