Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 62
60 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Samkvæmt töflunni fyrir árið 2030 þarf hver
fjölskyldubíll að meðaltali 3,2 MWh/ár frá virkjun
í 4.250 klst./ár. Þetta jafngildir því að meðalafl í
hleðslu sé aðeins 0,8kW, en það verður líklega
tífalt. Þetta bendir til að aflþörf virkjana sé van-
metin, þótt orkuþörfin sé nærri lagi.
Vindi orkuskiptum ökutækjanna fram eins og
töflurnar fyrir árin 2030 og 2040 bera með sér
má búast við að umferðin verði orðin kolefnis-
frí árið 2050 og það er í sjálfu sér verðugt
markmið. Heildarökutækjaflotinn gæti þá
numið 380.000 og myndi hann þurfa 300 kt af
jarðefnaeldsneyti miðað við 20% betri nýtni
en árið 2016, án orkuskiptanna. Ef reiknað er
með að innflutningsverð á eldsneyti verði um
miðja öldina 1.500 USD/t CIF verður þarna um
að ræða gjaldeyrissparnað árið 2050 upp á
450 milljónir Bandaríkjadala, eða um 50 millj-
arða króna að núvirði. Þá er spurning hvort
orkuskipti umferðarinnar eru þjóðhagslega
hagkvæm. Því verður svarað í næsta kafla.
Framkvæmdaþörf fyrir
orkuskipti á Íslandi
GNG kemst að þeirri niðurstöðu að raforkuþörfin
árið 2040 vegna orkuskiptanna og væntan-
legs vaxtar í raforkunotkun almennings og
fyrirtækjanna, án nýrrar stóriðju, verði með
eftirfarandi hætti:
Á þessum tíma er hins vegar ekki gert ráð fyrir
að orkuskiptin verði gengin um garð. Verðugt
markmið er að svo verði árið 2050, einnig í
flugi og millilandasiglingum, og til vara með
mótvægisaðgerðum. Fyrir umræðu um virkjanir
og flutningskerfi raforku er gagnlegt að gera
sér grein fyrir orku- og aflþörf orkuskipta og
aukinni orku- og aflþörf vaxandi þjóðar og
hagkerfis. Sjá má dæmi í næstu töflu:
Heildarþörf fyrir nýjar virkjanir vegna
orkuskipta frá fljótandi jarðefnaeldsneyti til
innlendra orkulinda á borð við fallvatnsorku,
jarðgufu og vindorku nemur rúmlega 6.800
GWh/ári, sem er um 36% meira en núverandi
raforkuvinnsla virkjana landsins. Aukning á
uppsettu rafalaafli í virkjunum, 1.455 MW, er
tiltölulega meiri, eða um 56%, vegna þess að
eðli álagsins sem orkuskiptin hafa í för með
sér er ólíkt því sem fyrir. Það er að mestum
hluta (um 80%) stöðugt stóriðjuálag en nýja
álagið er tiltölulega slitrótt. Þetta mun hafa í
för með sér hækkun á meðalvinnslukostnaði
og flutningskostnaði raforkukerfisins, en hann
mun samt verða samkeppnisfær við útlönd
þangað til ný tækni ryður sér til rúms þar við
orkuvinnsluna. Nú er spurningin hvort nægir
virkjunarkostir eru í landinu fyrir orkuskiptin
og eðlilega þróun núverandi notkunar.
Notandi Þörf GWh
Aflþörf
MW
Ökutæki 1.276 324
Fiskimjölsverksmiðjur 122 62
Almenningur 500 100
Hafnir, gagnaver o.fl. 1.934 295
Heildarþörf 3.832 781
NOTANDI
ÞÖRF ÁR
2050 GWh
AFLÞÖRF
MW
Fjölskyldubílar 900 220
Strætisvagnar 17 5
Sendiferðabílar 141 35
Vörubílar/
Vinnuvélar
750 180
Bílaleigubílar 260 75
Smárútur 50 15
Stórrútur 316 90
Alls ökutæki 2.434 620
Iðnaður,
landbúnaður
2.200 390
Fiskiskip 710 140
Millilandaskip 750 160
Innanlandsflug og
-skip
165 35
Önnur almenn
notkun
550 110
Alls annað en
ökutæki 4.375 835
Heildarorkuskipti
og þróun 6.809 1.455