Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 66

Þjóðmál - 01.09.2017, Síða 66
64 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Bílaframleiðendur auka eldsneytisnýtni vélanna svo að nú komast menn meira en tvö- falda vegalengd á lítranum miðað við 1990, en skattayfirvöldin auka skattheimtuna á móti. Þessi skattheimta er komin í ógöngur og henni ber að umbylta sem fyrst. Til að jafn- ræðis sé gætt ber að leggja til grundvallar þessari skattheimtu akstursvegalengd, stað- setningu, öxulþyngd ökutækis og útblástur hættulegra efna og afleggja í staðinn bifreiða- gjald og eldsneytis- og kolefnisgjöld. GPS-stað- setningarbúnaður er þegar fáanlegur í alla bíla, og frá og með 2020 verða allir nýir bílar með GSM-samskiptakerfi. Hægt verður að draga úr biðröðum með því að senda upplýsingar um breytilega gjaldskrá, kr./km, og hugmynd samgönguráðherra um vegtolla til að fjár- magna nauðsynleg nývirki á borð við Sunda- braut verður auðveld og ódýr í framkvæmd. Sanngjarnt má telja að akstursgjald af bifreiðum standi straum af öllum kostnaði við vegakerfið og bílferjur, stofnkostnað og rekstrarkostnað, og ekkert umfram það. Nú renna aðeins 0,56 kr. af hverri krónu sem innheimt er af eldsneytisknúnum bílum og notkun þeirra til Vegagerðarinnar. Það er ósanngjarnt að láta afmarkaðan hóp standa undir meiri samfélagskostnaði en hann veldur. Ef fjárveitingar til vegamála verða auknar úr 25 ma.kr./ári í 35 ma.kr./ári, eins og nauðsynlegt er til að ná lágmarksöryggisstigi á vegunum sem tíðkast í Evrópu, og virðisaukaskattur af nýjum bílum verður látinn renna óskiptur til Vegagerðarinnar, þarf veggjaldið að nema 5,1 kr./km að meðaltali og vera talsvert hærra á þung ökutæki og talsvert lægra á ökutæki undir meðalþyngd ef nálgast á gjaldbyrði í samræmi við slit ökutækis á vegum. Samantekt Þróuð hafa verið reiknilíkön til að meta áhrif hlýnunar á afkomu íbúa á afmörkuðum svæðum. Þetta hefur t.d. verið gert fyrir allar sýslur Bandaríkjanna, 3.143 talsins. Afleiðing- ar hlýnunar eru mjög mismunandi, yfirleitt neikvæðar í Suðurríkjunum en jákvæðar í nyrztu ríkjunum. Heildarniðurstaðan er að jafnvel hófleg hlýnun, 1,5 °C, er líkleg til að hafa dregið úr árlegum hagvexti í Banda- ríkjunum undir lok 21. aldarinnar á bilinu 0 -1,7%. Hækkun um 4 °C mun þá líklega hafa dregið úr árlegum hagvexti á bilinu 1,5% - 5,6%(11), og þess vegna verður hann neikvæður sums staðar. Þessar tölur dylja þó öfgar áhrifanna því að sums staðar verður verðmætasköpunin um 10% meiri á mann en núna vegna loftslagsbreytinganna, en annars staðar mun hún hafa dregizt saman um 20%. Þetta mun auka lífskjaramun á milli hlýrra og svalra landsvæða um allan heim. Sem dæmi spá líkönin illa fyrir Suðurríkjum Bandaríkjanna en vel fyrir Nýja-Englandi og Norðvestur- ríkjunum við Kyrrahafið. Það er auðvitað öfugsnúið að hlýnunin bitnar meir á þeim sem minni sök eiga á henni og geta síður fjármagn- að mótvægisaðgerðir. Á Íslandi er staðan ekki einhlít. Súrnun hafs- ins, sem leiðir af koltvíildisupptöku þess úr andrúmsloftinu, hefur í för með sér upplausn kalkskelja, svo að undirstöðudýr á borð við skeldýrin munu eiga erfitt uppdráttar. Við hlýnun hafsins flytur ætið sig til norðurs og fiskistofnar fylgja í kjölfarið, eins og þegar er merkjanlegt með loðnu og makríl. Hlýnun lofts og lagar hefur í för með sér bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs, sem bráðlega þarf að gera ráðstafanir til að verjast hérlendis. Úrkoma mun vaxa hér á landi og vatns- búskapur batna, sem þýðir aukna orkuvinnslu- getu þegar uppsettra virkjana ef lónin verða stækkuð til að miðla vatninu eða hverflum/ rafölum bætt við. Grænkustuðull Íslands (magn græns gróðurs) óx um 80% tímabilið 1980-2010 og vaxtarhraði birkis er nú áttfaldur miðað við árið 1970. Repjuræktun mun gefa árvissa uppskeru, sem gefur af sér 1,0 t/ha Nú renna aðeins 0,56 kr. af hverri krónu sem innheimt er af eldsneytisknúnum bílum og notkun þeirra til Vegagerðarinnar. Það er ósanngjarnt að láta afmarkaðan hóp standa undir meiri samfélagskostnaði en hann veldur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.