Þjóðmál - 01.09.2017, Page 95

Þjóðmál - 01.09.2017, Page 95
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 93 Rannsóknir og nýjar uppgötvanir Ég tel mig vera heppna að hafa fengið það tækifæri að rannsaka stóran hluta af miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn 10 ár. Þar á meðal er hinn svokallaði Alþingisreitur sem liggur á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis, Lands- símareiturinn sem liggur frá Thorvaldsen- stræti að Fógetagarðinum austanverðum og frá Fógetagarðinum norðanverðum að Vallarstræti. Í flestum tilfellum hafa minjarnar verið fjarlægðar, þ.e. sagan sem býr í jörðinni er grafin upp í þeim tilgangi að afla upp- lýsinga um fortíðina og hún skrásett með nákvæmum hætti. Þessar rannsóknir hafa aukið, svo um munar, þekkingu okkar á fortíðinni hvernig sem á hana er litið og má þar nefna búskaparhætti, efnahagsástand, lífsviðurværi, heilsufar, sam- skipti, búsetuþróun, trúarhætti, sjávarhætti og samgöngur. Þessi vitneskja er að mínu viti ómetanleg. Staðreyndin er samt sem áður sú að eftir því sem neðar er farið í jörðina þarf að fjarlægja það sem yngra er. Sú vitneskja sem fæst úr mannvistarlögum og mannvirkjum frá elstu tíð er ekki fengin á stað sem miðborg Reykjavíkur sem víðar nema að fjarlægja yngri mannvist. Ég skil vel að sú staðreynd er umdeilanleg og hápólitísk en hún er samt sem áður óumflýjanleg í því ljósi að við höfum hér byggt borgina mann af manni í 1.200 ár. Við getum ekki breytt fortíðinni Nútími hverrar kynslóðar er oft snúinn og tíðarandinn sem ríkir hverju sinni er ein- stakur. Það sem áður var gert er oft erfitt að skilja; því þurfum við að gagnrýna fortíðina eða hrósa með hógværð og eins upplýst og mögulega er hægt. Við munum alltaf geta sagt ef og hefði, eða við vitum betur, jafnvel reynt að breyta fortíðinni með túlkunum ríkjandi strauma, en slíkt tel ég vera yfirlæti og í raun ósanngjarnt. Það sem við getum þó reynt í hvívetna er að læra af sögunni og virða það sem vel var gert og það sem betur hefði mátt fara. Við skoðun heimilda kemur fljótt í ljós að í Víkurkirkjugarði hefur verið framkvæmt nær óslitið síðan 1715 og líklegast mun fyrr, en ágætis heimildir eru fyrir þeim framkvæmd- um er gerðar voru í tíð Skúla Magnússonar, forstjóra Innréttingana, er byggðu hér verksmiðjur fram á miðja 18. öld. Á þessum tíma er íveruhús Skúla fógeta reist við norðvesturhorn Kirkjugarðsins, það var rifið 1902 og Aðalstræti 9 reist. Aðalstræti 11 er gjarnan nefnt hús Schierbecks og var landlæknir hér á landi frá 1880 til upphafs 20. aldar. Schierbeck reisti hús sitt þar sem Fógetagarðurinn er í dag, næst gamla Lands- símahúsinu (sjá mynd 1). Töluvert áður eða um 1830 var lóðin þar sem nú er horn Thorvaldsenstrætis og Kirkju- strætis, veitt fyrir íveruhús lyfsalans Mynd 1. Aðalstræti 11 – hús Schierbecks landlæknis er stóð í Fógetagarðinum (Landssímahúsið 1932 í baksýn). Myndin er tekin árið 1959. Mynd 2. Hús Apótekarans og bakhús, horft til vesturs að Uppsölum, reist 1830­1832. Húsin eru til hægri á myndinni og að núverandi Fógetagarði.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.