Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 15
Ágrip af búskaparsögu hálfrar aldar
Gilsárstekkur, Smátindqfjall í baksýn. Nýja húsið byggt 1939. Eigandi myndar: Vésteinn Ólason.
boðið upp og ijölskyldum sundrað, eins og
algengt var fáum áratugum fyrr. Og á árum
síðari heimsstyrjaldar hækkaði afurðaverð
mikið og hagur bænda vænkaðist.
Islenskur landbúnaður var, eins og kunn-
ugt er, mjög staðnaður fram yfir miðja 19.
öld. Bændur og búalið urðu að strita linnu-
lítið til að tryggja afkomuna og stöðugt vofði
hungursneyð yfír allmiklum hluta fólks. Af
því leiddi vafalaust oft hörku í samskiptum
við fátæka, því að menn óttuðustu að missa
tök á efnahagnum. A erfiðum tímum lagðist
fólk í flakk eða leitaði til annarra héraða í
von um betri samastað, sbr Ragnheiði ömmu
Guðmundar, sem fyrr var getið. Feðgarnir
Ami og Guðmundur hafa séð fyrir sér betra líf
með bættum búskaparaðferðum. Sá draumur
rættist með þrotlausri vinnu og útsjónarsemi,
en tæknilegar framfarir vom lengi hægar,
efnahagslegur gmndvöllur ótraustur og mjög
háður ytri aðstæðum, tíðarfari og verðlagi á
afurðum búanna, eins og þessi saga sýnir.
Guðmundur Árnason lifði lengi eftir
að Páll sonur hans tók við búsforráðum á
Gilsárstekk, og meðan kraftar leyfðu vann
hann búinu eins og hann gat þótt hann héldi
sig við þá tækni sem hann kunni best. Eftir
að mestallt var slegið með vélum var hann
að slá minni bletti, þar sem óhægt var að
koma vélum við. Honum blæddi í augum
ef gott fóðurgras fór forgörðum og taldi að
ekki mætti spara handtökin við heyöflun,
óttinn við heyleysið sat djúpt í hans kynslóð.
Sumarið 1960 skrifar Guðmundur, 89 ára
gamall: „Þetta sumar flýtti [eg] þó heldur fyrir
fram að september, losaði og hirti um, ekki of
áætlað, 20-30 hesta. Eftirþað farlama. Ýmist
á spítala eða heima.“ Þannig lýkur þáttöku
Guðmundar í heyöflun eftir fulla átta áratugi,
því að vafalaust hefur hann tekið þátt frá því
að hann gat lyft hrífu. Þetta síðasta sumar hans
við heyskapinn er greinilega gott og hann
áætlar heildar heyfenginn um 600 hesta, en
segir „Erfitt er að greina frá vinnu manna við
13