Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Page 13
Ágrip af búskaparsögu hálfrar aldar
Guðlaug Pálsdóttir og Guðmundur Arnason. Myndin tekin um eða skömmu
eftir 1950. Eigandi myndar: Vésteinn Olason.
rösklega helmingur en hefur oft verið meiri.
Frá 1932 skráir Guðmundur heyskapinn sem
samvinnuverkefni þeirra Páls fram til ársins
1940. Þá skrifar hann þessa athugasemd:
„Heyfengurinn mun nú teljast mestallur Páli
einum, því við Guðlaug bæði gömul og lúin.“
Hann greinir þó sérstaklega heyskap sinn
og Guðlaugar, þann síðasta 1947, 19 hesta
úthey og há. Sjálfur tekur hann áfram þátt í
heyöflun eftir mætti.
Þegar farið er gegnum heytöflurnar má sjá
að heyfengur á Gilsárstekk sveiflast allmikið
frá ári til árs, en hlutfall töðu eykst. Á árunum
1920 til 1940 er meðaltalið þó ekki hærra en
um eða rösklega 400 hestar, og má búast við
að bústofn hafí verið svipaður þennan tíma,
en smám saman fækkaði á heimilinu, og þar
með jókst framleiðni búsins.
Faðir minn kom þrettán ára að Gilsárstekk
1912 og var þar síðan til heimilis í 5 ár. I
endurminningum sínum telur hann upp heim-
ilisfólkið það ár, samtals 14 manns. Ástæðan
til að ég nefni fjölda fólks á bænum er að
sýna hve búið þurfti að standa undir fæði
og klæðum margra hverju sinni, auk þess að
veita húsaskjól. Á 19. öld og nokkuð fram
eftir þeirri 20. gegndu sveita-
heimili margþættu félagslegu
hlutverki. Sjálfsagt var að eldri
kynslóðir dveldust á heimilum
bamanna eftir að þau tóku við
búsforráðum, en auk stór-
fjölskyldunnar var heimilið
starfsvettvangur, uppspretta
viðurværis og skjól vinnu-
fólks og fleiri vandalausra.
Þessari samfélagsgerð lýsti
Guðmundur í Breiðdælu
1948: „... voru góð heimili
eins konar smáríki, þar sem
húsbændur og hjú hjálpuðust
að því að vinna að velgengni
hver annars.“ Af orðum hans
má ráða hvemig hann lítur á
bóndann sem forsjármann vinnufólks ekki
síður en ljölskyldunnar. Sú ábyrgð hefur ekki
hvílt jafnþungt á öllum, enda hafa bændur
verið misvel í stakk búnir til að gera vel við
vinnufólkið. Guðmundur harrnar hve kaup-
gjald þess er lágt en mjög oft lætur hann lof-
samleg orð falla um vinnufólk, dugnað þess
og tryggð.
Ýmislegt tekur að breytast á ámm fyrra
stríðs. Árið 1916 skrifar Guðmundur: „Fyrsta
sumarið í búskap mínum ekki fært frá. Alltaf
herðir að með að fá vistráðin hjú til árs.“
Síðan má sjá að vinnufólki fækkar ört upp
úr 1920, og er helst kaupafólk að sumri, en
eftir að vélvæðing kemst á skrið á ámm seinni
heimsstyrjaldar, er það nánast heimilisfólkið
eitt sem sinnir heyskapnum.
Eins og Guðmundur hefur sjálfur lýst í
minningaþætti sínum í Breiðdælu kröfðust
hús stöðugs viðhalds. Um viðhald húsa á
Gilsárstekk segir hann:
„Frá því ég kom að Gilsárstekk árið 1900
og að árinu 1930 var ég búinn að endurbyggja
öll hús á jörðinni - fjárhús, hlöðu og bæjarhús,
nema aðeins baðstofuna og timburhúsið, sem
að vísu hafði torfveggi á tvo vegu. Það er því í
11