Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2016, Blaðsíða 141
Hreindýraveiðar haustin 1955 og 1956
Vítt og breitt um þessa mela var hins vegar
mikið kraðak af mis stórum steinum. Allt frá
því að vera á stærð við kindarvölu að því að
vera á stærð við einn til tvo fótbolta. Stærri
gerðin af þessum hnullungum gerði okkur
leiðina víða seinfama. En alltaf leyndust færar
leiðir á mill hnullunganna. Stundum þurfti
sá okkar sem ekki var undir stýri að hlaupa á
undan til þess að úrskurða hvar væri fært og
hvar væri ófært. Þannig lögðum við hugsaða
vegi.
Ekki var liðið langt fram á dag, þegar við
urðum varir við dýr. Þó hygg ég að við höfúm
verið komnir nokkuð austur yfir Hölkná.
Gunnar sem er tveimur ámm eldri en ég, var
þá þegar orðinn þaulvanur veiðimaður. Hann
gaf sér góðan tíma til þess að ákveða hvemig
hann nálgaðist dýrin til þess þau yrðu hans
ekki vör þótt hann kærni sér í skotfæri. Sjálfur
fékk ég ekki annað hlutverk til að byrja með,
heldur en fylgjast með því í sjónauka hvemig
Gunnari gengi að ffamkvæma hemaðaráætlun
sína.
Ekki man ég betur en þessi áætlun, hvemig
staðið yrði að því að fella fyrsta dýrið, gengi
upp. Dýrin vom á hægu rennsli, þegar eitt
þeirra missti stefnuna, virtist ætla að taka
sprett, en þess í stað leið það út af í stómm
boga og síðan ekki meir. Þetta ferli sá ég
endurtaka sig í nokkur skipti, enda vom dýrin
flest öll hjartaskotin, sem kallað er. Það er,
kúlan fer í gegnum dýrið aftan við bóga og
þar með gegnum lungu og oft einnig hjartað.
Nú var komið til minna kasta að flá og
taka innan úr og kom að góðum notum sýni-
kennsla Friðriks hreindýrakóngs frá fyrra
ári. Nú höfðum við líka með okkur mikið af
kjötgrisjum og lökum til að verja kjötið fyrir
óhreinindum, því þá var enn alsiða að flá dýrin
að fullu áður en farið væri að flytja þau úr stað.
Síðasta dýrið sem við felldum féll í vestur-
hlíð á lágum hálsi sem liggur suður með rótum
sjálfs konungs austfirskra ijalla, Snæfellsins.
Þetta var það dýr sem var lengst til suðurs af
GunnarAðólf Guttormsson frá Svínafelli, hreindýraskytta
íferðinni 1956. Eigandi myndar: Jóhann G. Gunnarsson.
þeim dýmm sem féll fýrir kúlum Gunnars í
þessari veiðiferð.
Hinum dýmnum náðum við smám saman
og á all stóm svæði þama norðvestur af, á að
giska á 9 x 6 km, og er þá lengri línan hugsuð
frá suðri til norðurs. Ég hygg að ekkert dýrið
hafi fallið austan miðrar heiðar og ekki út
hjá Eyvindarfjöllum. Svo mátti heita að við
gætum ekið á Krúsjoff á alla staðina þar sem
dýrin féllu. Lánið lék sem sé við okkur, því
ekki spillti veðrið og okkur tókst að koma
öllum afurðunum af þessum 12 dýmm inn í
bílinn. Að lokum bundum við á vélarhlífma
tvo dýrmæta hausa með stómm krónum, sem
ekki komust inn í okkar austræna ökutæki.
Við yfírgáfum sem sagt þessar framand-
legu veiðilendur í ljósaskiptunum á öðrum
degi, með þökk í huga fyrir góð samskipti.
Sennilega vomm við undir þá sök seldir að
finnast landið fallegt, þar sem vel veiðist.
139